Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 25. ágúst 2025 10:00 Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar