Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 25. ágúst 2025 15:02 Nýlega deildi formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, grein af vefmiðlinum Jacobin. Kjarni greinarinnar var ákall til vinstri afla um að snúa sér aftur að baráttumálum sem höfða til fjöldans: Að setja fram einföld og sameinandi baráttumál sem breiður fjöldi getur fylkt sér á bak við, í stað þess að týna sér í innbyrðis deilum og sýndarmennsku. Þessi ábending hittir beint í mark á Íslandi, þar sem vinstrið virðist oft á tíðum sundurleitara en nokkru sinni fyrr, lamað af innri átökum, egóum og áherslum sem þjóna fremur sjálfsmyndarpólitík einstaklinga en sameiginlegri hagsmunabaráttu almennings. Gjáin milli hugsjóna og raunsæis Eitt helsta vandamál vinstri hreyfingarinnar á Íslandi er djúpstæð gjá milli þeirra sem kalla má „maximalista“ og þeirra sem aðhyllast raunsærri nálgun. Maximalistarnir krefjast fullkomins hugmyndafræðilegs hreinleika. Í þeirra augum er sérhver málamiðlun svik, og sérhver sá sem reynir að byggja brýr til þeirra sem standa nær miðjunni er einfaldlega að gefast upp. Á meðan reyna pragmatistarnir að höfða til venjulegs fólks sem þarf að sannfæra til að búa til nýja öldu kjósenda á vinstri væng. Áreksturinn verður harður og óvæginn. Í stað þess að fagna þeim sem taka fyrstu skrefin í rétta átt, er þeim oft mætt með tortryggni og ásökunum um að vera ekki „nógu róttæk“. Fræðilegar kreddur og forgangsröðun í flækju Innan þessara fylkinga myndast svo enn frekari skotgrafir. Sumir sjá heimsvaldastefnuna í hverju horni og líta niður á þá sem ekki hafa helgað sig þeirri einu sönnu greiningu. Aðrir setja jafnréttismál á stall sem hið eina sanna vígi framfara og eiga erfitt með að sætta sig við að önnur mál, eins og efnahagsleg misskipting, séu sett í forgang. Þessi tilhneiging til að gera eigin hugðarefni að ófrávíkjanlegu prófsteini á pólitíska rétthugsun skapar óþarfa átakaása. Hreyfingin lamast þegar orkan fer í að deila um hvaða málefni sé „mikilvægast“ í stað þess að sameinast um þau mál sem hafa mestan slagkraft og víðtækasta skírskotun. Þegar egóin verða stærri en markmiðin Þessi sundrung birtist meðal annars þegar hópar sem ættu að standa saman enda í opinberum deilum. Nýlegt dæmi þar sem Leigjendasamtökin ásaka Eflingu um svik við leigjendur er lýsandi. Hér virðast persónuleg egó og gömul særindi vega þyngra en sameiginlegir hagsmunir. Litlar sprungur verða að óbrúanlegum gjám og almenningur, sem horfir á úr fjarlægð, sér aðeins hreyfingu í upplausn. Dagskráin verður þvæld, leiðindin yfirgnæfandi og átökin óþarflega hörð yfir málum sem ættu í raun að sameina. Íslenski kurteisisveggurinn Ofan á þessa innri veikleika bætist svo við séríslenskur þröskuldur: rótgróin þörf þjóðarinnar fyrir kurteisi og samstöðu á yfirborðinu. Stofuhitinn er heilagur. Flestir Íslendingar hafa sannfært sjálfa sig um að mesti sigur þjóðarinnar felist í því að hafa lagt niður vopnin og lært að ræða málin í ró og næði. Í þessu samhengi eru hávær mótmæli, verkföll og harkaleg rifrildi á samfélagsmiðlum ekki merki um réttláta reiði, heldur fyrirlitleg hegðun vanþakkláts fólks sem skilur ekki hvað það hefur það gott. Þessi menning gerir það að verkum að bein og nauðsynleg átök við valdhafa eru fyrirfram dæmd sem „sandkassaleikur“ af stórum hluta þjóðarinnar. „Sjáið þið ekki veisluna?“ Afleiðing þessarar kurteisismenningar er sú að efnahagslegir erfiðleikar eru litnir hornauga. Þeir eru álitnir tímabundið ástand og eitthvað sem maður á ekki að kvarta yfir. Smám saman verður þetta viðhorf að þeirri hugmynd að fátækt og basl séu þeim sjálfum að kenna sem í því lenda. Fólk sem á í erfiðleikum er álitið einstaklingar sem „geta ekki hysjað upp um sig buxurnar“. Þessi hugsun er eitur í beinum hreyfingar sem byggir á samstöðu. Fólk forðast að viðurkenna eigin vanda af ótta við að vera brennimerkt sem „lúser“ og fjarlægist þar með alla hugmynd um að berjast sameiginlega fyrir betri kjörum. Menningin og íslensk umræðuhefð vinnur því ekki með vinstrinu á Íslandi. Leiðin fram á við: Sameining um einföld og skýr markmið Vinstrið á Íslandi stendur á krossgötum. Annars vegar er leið áframhaldandi sundrungar, þar sem smærri hópar keppast við að sanna eigin yfirburði í litlum bergmálshellum. Hins vegar er sú leið sem Jacobin-greinin bendir á: Að leggja egóin og sértæku hugðarefnin til hliðar og sameinast um einföld, skýr og öflug baráttumál sem höfða til fjöldans. Mál eins og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta og mannsæmandi laun eru ekki slagorð fyrir innvígða, heldur kröfur sem sameina fólk þvert á aðrar línur. Verkefnið er að sýna fram á að sameiginleg vandamál krefjast sameiginlegra lausna. Það er kominn tími til að hætta að karpa um innflutt slagorð og byrja að byggja upp fjöldahreyfingu. Valið stendur ekki milli ólíkra útfærslna á sósíalisma, heldur milli pólitískrar einangrunar og raunverulegra áhrifa. Höfundur er forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Nýlega deildi formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, grein af vefmiðlinum Jacobin. Kjarni greinarinnar var ákall til vinstri afla um að snúa sér aftur að baráttumálum sem höfða til fjöldans: Að setja fram einföld og sameinandi baráttumál sem breiður fjöldi getur fylkt sér á bak við, í stað þess að týna sér í innbyrðis deilum og sýndarmennsku. Þessi ábending hittir beint í mark á Íslandi, þar sem vinstrið virðist oft á tíðum sundurleitara en nokkru sinni fyrr, lamað af innri átökum, egóum og áherslum sem þjóna fremur sjálfsmyndarpólitík einstaklinga en sameiginlegri hagsmunabaráttu almennings. Gjáin milli hugsjóna og raunsæis Eitt helsta vandamál vinstri hreyfingarinnar á Íslandi er djúpstæð gjá milli þeirra sem kalla má „maximalista“ og þeirra sem aðhyllast raunsærri nálgun. Maximalistarnir krefjast fullkomins hugmyndafræðilegs hreinleika. Í þeirra augum er sérhver málamiðlun svik, og sérhver sá sem reynir að byggja brýr til þeirra sem standa nær miðjunni er einfaldlega að gefast upp. Á meðan reyna pragmatistarnir að höfða til venjulegs fólks sem þarf að sannfæra til að búa til nýja öldu kjósenda á vinstri væng. Áreksturinn verður harður og óvæginn. Í stað þess að fagna þeim sem taka fyrstu skrefin í rétta átt, er þeim oft mætt með tortryggni og ásökunum um að vera ekki „nógu róttæk“. Fræðilegar kreddur og forgangsröðun í flækju Innan þessara fylkinga myndast svo enn frekari skotgrafir. Sumir sjá heimsvaldastefnuna í hverju horni og líta niður á þá sem ekki hafa helgað sig þeirri einu sönnu greiningu. Aðrir setja jafnréttismál á stall sem hið eina sanna vígi framfara og eiga erfitt með að sætta sig við að önnur mál, eins og efnahagsleg misskipting, séu sett í forgang. Þessi tilhneiging til að gera eigin hugðarefni að ófrávíkjanlegu prófsteini á pólitíska rétthugsun skapar óþarfa átakaása. Hreyfingin lamast þegar orkan fer í að deila um hvaða málefni sé „mikilvægast“ í stað þess að sameinast um þau mál sem hafa mestan slagkraft og víðtækasta skírskotun. Þegar egóin verða stærri en markmiðin Þessi sundrung birtist meðal annars þegar hópar sem ættu að standa saman enda í opinberum deilum. Nýlegt dæmi þar sem Leigjendasamtökin ásaka Eflingu um svik við leigjendur er lýsandi. Hér virðast persónuleg egó og gömul særindi vega þyngra en sameiginlegir hagsmunir. Litlar sprungur verða að óbrúanlegum gjám og almenningur, sem horfir á úr fjarlægð, sér aðeins hreyfingu í upplausn. Dagskráin verður þvæld, leiðindin yfirgnæfandi og átökin óþarflega hörð yfir málum sem ættu í raun að sameina. Íslenski kurteisisveggurinn Ofan á þessa innri veikleika bætist svo við séríslenskur þröskuldur: rótgróin þörf þjóðarinnar fyrir kurteisi og samstöðu á yfirborðinu. Stofuhitinn er heilagur. Flestir Íslendingar hafa sannfært sjálfa sig um að mesti sigur þjóðarinnar felist í því að hafa lagt niður vopnin og lært að ræða málin í ró og næði. Í þessu samhengi eru hávær mótmæli, verkföll og harkaleg rifrildi á samfélagsmiðlum ekki merki um réttláta reiði, heldur fyrirlitleg hegðun vanþakkláts fólks sem skilur ekki hvað það hefur það gott. Þessi menning gerir það að verkum að bein og nauðsynleg átök við valdhafa eru fyrirfram dæmd sem „sandkassaleikur“ af stórum hluta þjóðarinnar. „Sjáið þið ekki veisluna?“ Afleiðing þessarar kurteisismenningar er sú að efnahagslegir erfiðleikar eru litnir hornauga. Þeir eru álitnir tímabundið ástand og eitthvað sem maður á ekki að kvarta yfir. Smám saman verður þetta viðhorf að þeirri hugmynd að fátækt og basl séu þeim sjálfum að kenna sem í því lenda. Fólk sem á í erfiðleikum er álitið einstaklingar sem „geta ekki hysjað upp um sig buxurnar“. Þessi hugsun er eitur í beinum hreyfingar sem byggir á samstöðu. Fólk forðast að viðurkenna eigin vanda af ótta við að vera brennimerkt sem „lúser“ og fjarlægist þar með alla hugmynd um að berjast sameiginlega fyrir betri kjörum. Menningin og íslensk umræðuhefð vinnur því ekki með vinstrinu á Íslandi. Leiðin fram á við: Sameining um einföld og skýr markmið Vinstrið á Íslandi stendur á krossgötum. Annars vegar er leið áframhaldandi sundrungar, þar sem smærri hópar keppast við að sanna eigin yfirburði í litlum bergmálshellum. Hins vegar er sú leið sem Jacobin-greinin bendir á: Að leggja egóin og sértæku hugðarefnin til hliðar og sameinast um einföld, skýr og öflug baráttumál sem höfða til fjöldans. Mál eins og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta og mannsæmandi laun eru ekki slagorð fyrir innvígða, heldur kröfur sem sameina fólk þvert á aðrar línur. Verkefnið er að sýna fram á að sameiginleg vandamál krefjast sameiginlegra lausna. Það er kominn tími til að hætta að karpa um innflutt slagorð og byrja að byggja upp fjöldahreyfingu. Valið stendur ekki milli ólíkra útfærslna á sósíalisma, heldur milli pólitískrar einangrunar og raunverulegra áhrifa. Höfundur er forritari.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar