Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:01 Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun