Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:01 Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Innan hvers vinnustaðar er mannauðurinn sem þar starfar ein verðmætasta auðlindin. Að fjárfesta í heilsu og vellíðan starfsfólks er ekki einungis gert til að huga að persónulegum hagsmunum þess heldur er það grundvallaþáttur í að auka framleiðni, stuðla að jákvæðri vinnumenningu og samkeppnishæfni vinnustaðarins. Starfsfólk sem býr við góða heilsu og líður vel er yfirleitt orkumeira, einbeittara, glaðlegra og skilar betri afköstum auk þess sem fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Má því segja að góð heilsa starfsfólks endurspeglist í heilbrigðara starfsumhverfi. Góð heilsa er þó ekki sjálfgefin en hún byggir á flóknu samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Vinnustaður sem sýnir áhuga og vilja í verki til að hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks er líklegri til að ná betri árangri, auka tryggð, laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk sem skilar sér í minni starfsmannaveltu og meiri arðbærni. En hversu stórt hlutverk spilar vinnustaðurinn þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks? Við vitum að við verjum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni og á þeim tíma tökum við mjög margar ákvarðanir sem hafa með heilsuna okkar að gera: hvað við borðum, við hvern við tölum, hversu marga kaffibolla við drekkum – svo dæmi séu tekin. Við finnum ekki endilega áhrifin af þessum ákvörðunum hér og nú en þegar þær safnast saman og blandast við venjur okkar getur það haft mikil áhrif á heilsu okkar og vellíðan til lengri tíma. Því er mikilvægt að vinnustaðurinn skapi umhverfi og aðstæður sem styðja við heilsuhegðun okkar og vellíðan. Eitt af því sem vinnustaðurinn getur boðið starfsfólki sínu upp á er heilsufarsmat hjá fagaðilum. Í heilsufarsmati er skimað fyrir grunnþáttum líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu hvers og eins auk þess sem hægt er að nýta heildarniðurstöður matsins til framþróunar í heilsu og - vinnuvernd og greiningar á fræðsluþörf starfshópsins.Með reglulegu og markvissu heilsufarsmati er hægt að greina áhættuþætti snemma, grípa inn í og stuðla að forvörnum. Allt frá því að mæla grunnlífsmörk eins og blóðþrýsting og hjartslátt yfir í að skima fyrir svefnvanda og óheilbrigðri streitu getur komið í veg fyrir alvarlegan heilsubrest, langtíma veikindi eða jafnvel ótímabæran dauða. Við hvetjum vinnustaði til þess kynna sér fyrirkomulag heilsufarsmats með það að marki að vera leiðandi í öflugu heilsu- og vinnuverndarstarfi. Heilsufarsmat gefur kost á því að hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan starfsfólks á sama tíma og það skilar sér sem arðbær fjárfesting fyrir vinnustaðinn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun