Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar 27. ágúst 2025 07:31 Hugsaðu þér ef þú vaknaðir einn morgunn og áttaðir þig á því að íþróttir væru ekki til og hefðu aldrei verið. Þig hefði bara dreymt þessa vitleysu. Enginn vill hugsa til enda það sem gerast myndi ef íþróttir væru frá okkur teknar. Hver kann ekki sögur af fólki sem átt hefur ungmennafélaginu sínu eða íþróttafélaginu allt að þakka? Þar fékk það uppörvun, styrk og veganesti út í lífið sem veitti því kjark og úthald. Á heimasíðu Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) las ég frábæra umfjöllun um börn með yfirskriftinni Allir með - Farsælt samfélag fyrir alla. Með tilvísun í ályktun frá Sameinuðu þjóðunum er lögð sú áhersla að öll börn skuli eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap. Við vitum að íþróttir móta fólk til góðs. Í sálgæslustarfi mínu hef ég marg séð hvernig reynt íþróttafólk byggir árangur sinn stig af stigi. Íþróttir kenna fólki að þrauka án þess að örvænta. Þær kenna okkur að vinna með öðrum. Grípa boltann og gefa hann áfram. Fagna velgengni og þola ósigra með reisn. Þess vegna otum við börnum okkar í átt að hverfisfélaginu og vonum að áhuginn vakni. Íþróttalífið í landinu er mál okkar allra og þegar landsliði er teflt fram á alþjóðlegu móti tekur þjóðarsálin undir þjóðsönginn svo jafnvel blika tár á hvarmi. Íþróttagreinar eru margar en íþróttin er ein. Innbyrðis erum við ólík en þjóðin er ein. Því er það ekkert einkamál hvar og hvenær við teflum fram okkar landsliðum. Þjóðin í samvinnu við ÍSÍ Þegar kvennalandslið í handbolta lék við Ísraela í aprílbyrjun var mikill samhljómur meðal okkar í þá veru að þátttakan væri siðferðilega vafasöm. Landsliðskonur fundu sína leið til að andæfa og sýna stuðning við Palestínu með því að halda fyrir merki ísraelsks innheimtufyrirtækis á treyjum sínum við hópmyndatöku. Nú, að áliðnu sumri, þegar alheimur veit að Ísraelsk stjórnvöld meina það sem þau hafa sagt allan tímann, að þau hyggist ryðja íbúum Gaza burt af landakortinu, þá leikur íslenskt landslið við Ísraela undir ærandi þögn. Hvað er tignarlegra en þriggja stiga karfa í hröðum leik? Á sama tíma er lagt upp úr því að tryggja velferð þátttakenda sem best með því að árekstrar eru ekki beinn þáttur í leiknum enda reglur um snertingar skýrari en í mörgum öðrum hópíþróttum. Það að við skulum senda landslið í körfuknattleik til að leika við Ísraelsmenn rétt á meðan þeir keppast við að útrýma Gazabúum er skelfileg siðferðisleg uppgjöf. Fyrirhugaður leikur er í raun félagspólitísk staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt eftir allt saman. Í þessu máli og öðrum viðlíka sem upp munu koma þarf þjóðin að taka afstöðu í samvinnu við ÍSÍ. Afstöðuleysi okkar í hádeginu á morgun er gargandi þriggja stiga þögn. Höfundur er prestur og siðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Hugsaðu þér ef þú vaknaðir einn morgunn og áttaðir þig á því að íþróttir væru ekki til og hefðu aldrei verið. Þig hefði bara dreymt þessa vitleysu. Enginn vill hugsa til enda það sem gerast myndi ef íþróttir væru frá okkur teknar. Hver kann ekki sögur af fólki sem átt hefur ungmennafélaginu sínu eða íþróttafélaginu allt að þakka? Þar fékk það uppörvun, styrk og veganesti út í lífið sem veitti því kjark og úthald. Á heimasíðu Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) las ég frábæra umfjöllun um börn með yfirskriftinni Allir með - Farsælt samfélag fyrir alla. Með tilvísun í ályktun frá Sameinuðu þjóðunum er lögð sú áhersla að öll börn skuli eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap. Við vitum að íþróttir móta fólk til góðs. Í sálgæslustarfi mínu hef ég marg séð hvernig reynt íþróttafólk byggir árangur sinn stig af stigi. Íþróttir kenna fólki að þrauka án þess að örvænta. Þær kenna okkur að vinna með öðrum. Grípa boltann og gefa hann áfram. Fagna velgengni og þola ósigra með reisn. Þess vegna otum við börnum okkar í átt að hverfisfélaginu og vonum að áhuginn vakni. Íþróttalífið í landinu er mál okkar allra og þegar landsliði er teflt fram á alþjóðlegu móti tekur þjóðarsálin undir þjóðsönginn svo jafnvel blika tár á hvarmi. Íþróttagreinar eru margar en íþróttin er ein. Innbyrðis erum við ólík en þjóðin er ein. Því er það ekkert einkamál hvar og hvenær við teflum fram okkar landsliðum. Þjóðin í samvinnu við ÍSÍ Þegar kvennalandslið í handbolta lék við Ísraela í aprílbyrjun var mikill samhljómur meðal okkar í þá veru að þátttakan væri siðferðilega vafasöm. Landsliðskonur fundu sína leið til að andæfa og sýna stuðning við Palestínu með því að halda fyrir merki ísraelsks innheimtufyrirtækis á treyjum sínum við hópmyndatöku. Nú, að áliðnu sumri, þegar alheimur veit að Ísraelsk stjórnvöld meina það sem þau hafa sagt allan tímann, að þau hyggist ryðja íbúum Gaza burt af landakortinu, þá leikur íslenskt landslið við Ísraela undir ærandi þögn. Hvað er tignarlegra en þriggja stiga karfa í hröðum leik? Á sama tíma er lagt upp úr því að tryggja velferð þátttakenda sem best með því að árekstrar eru ekki beinn þáttur í leiknum enda reglur um snertingar skýrari en í mörgum öðrum hópíþróttum. Það að við skulum senda landslið í körfuknattleik til að leika við Ísraelsmenn rétt á meðan þeir keppast við að útrýma Gazabúum er skelfileg siðferðisleg uppgjöf. Fyrirhugaður leikur er í raun félagspólitísk staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt eftir allt saman. Í þessu máli og öðrum viðlíka sem upp munu koma þarf þjóðin að taka afstöðu í samvinnu við ÍSÍ. Afstöðuleysi okkar í hádeginu á morgun er gargandi þriggja stiga þögn. Höfundur er prestur og siðfræðingur
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun