Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar 27. ágúst 2025 08:33 Ennþá er ofbeldi svarað með ofbeldi. En þegar kemur að hernaði eru ótrúlega margir sem falla í þann pytt að gjalda líku líkt og verða með því morðingjar einsog hinir. Með því bæta þeir meiri olíu á ófriðarbálið og afraksturinn einsog sundursprengd borg í fréttatímanum þar sem margir liggja í valnum. Var það ekki Ghandi sem sagði eitthvað á þessa leið: Auga fyrir auga mun gera allan heiminn blindan- jú það var Ghandi. En nú hefur maðurinn komið sér upp kjarnorkuvopnum og hverskonar sem getur tortímt lífi á jörðinni. Hann er meira að segja búinn að prufukeyra kjarnorkuvopn á fólki. En eins og allir vita er ekki hægt að vinna kjarnorkustríð. Það er enginn sigurvegari í eyðileggingu, aðeins eyðileggjendur. Það gætu allir farist. Svo er herjum venjulega stjórnað af einum brjálæðingi, svokölluðum "alpha male/female" sem er búinn að missa vitið fyrir löngu og allir segja bara já við hann - en mesti hálfviti heimsins er sá sem fylgir mesta hálfvita heimsins. Allir hermenn verða að hlýða, sem gerir þá ekki að hálfvitum heldur jávitum, sem er sérstök tegund af fávita. Þeir eru búnir að afsala sér sjálfum sér til illra afla, eða herja hverskonar og gera einfaldlega það sem þeim er sagt að gera - að drepa. Og gleymum ekki að án þeirra hefði Hitler staðið einn - eða eins og segir í frábæru lagi Donovans: Universal Soldier. Heimurinn á ekki að vopnvæðast, hann á að afvopnast. Hernaði ætti að mótmæla með friðsamlegum hætti og elska ætti alla menn ef mögulegt, að mínu viti. Eitt sem mig langar að minnast á þegar kemur að stríðum, en það eru trúarbrögðin sem stundum hvetja beinlínis til stríðs einsog t.d. Ísraelar trúa því að guð þeirra hafi gefið þeim landið umfram aðra menn. En fyrir mér eru trúarbrögðin til vitnis um stórkostlega heimsku mannanna og helst til þess fallin að skipta fólki í hópa og að fylla höfuð þess af lími. Það getur enginn sannað eða afsannað tilvist guðs eða endurfæðingar en þúsund síðna trúarrit og doðrantar, gallaðir einsog þeir eru, gera að mínu áliti hlutina verri. Þósvo það standi margt í trúarbrögðunum sem margir geta verið sammála um, þarf það ekki að vera að þau séu sönn. Nú um stundir á sér stað annarskonar hernaður en sá hefðbundni, en það er hernaðurinn gegn náttúrunni. Á um það bil 150 árum er maðurinn kominn hálfa leið með að eyðileggja jörðina með aukningu gróðurhúsalofttegunda, eftir önnur 150 ár með sama áframhaldi verður lífið einsog við þekkjum það, farið, að mínu áliti. Losunin hefur verið að aukast ár frá ári en ekki minnka, sem bætir svörtu ofaná svart. Við erum ekki að gera nándar nógu mikið, en úr því sem komið er, munum við mögulega aldrei geta gert nóg. Annað sem á sér stað er meðferðin á dýrunum í verksmiðjubúskapnum. Dýrin hafa það álíka slæmt og fangar í fangabúðum nasista. Þó fagna ætti öllu lífi er löngu kominn tími til að fólk spyrji sig hvort ekki sé rétt að stilla barneignum í hóf, því endalaus mannfjölgun getur aldrei orðið. Höfundur er náttúruníðingur með kolefnisspor og dýraníðingur sem borðar svín og egg þó í litlum mæli sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ennþá er ofbeldi svarað með ofbeldi. En þegar kemur að hernaði eru ótrúlega margir sem falla í þann pytt að gjalda líku líkt og verða með því morðingjar einsog hinir. Með því bæta þeir meiri olíu á ófriðarbálið og afraksturinn einsog sundursprengd borg í fréttatímanum þar sem margir liggja í valnum. Var það ekki Ghandi sem sagði eitthvað á þessa leið: Auga fyrir auga mun gera allan heiminn blindan- jú það var Ghandi. En nú hefur maðurinn komið sér upp kjarnorkuvopnum og hverskonar sem getur tortímt lífi á jörðinni. Hann er meira að segja búinn að prufukeyra kjarnorkuvopn á fólki. En eins og allir vita er ekki hægt að vinna kjarnorkustríð. Það er enginn sigurvegari í eyðileggingu, aðeins eyðileggjendur. Það gætu allir farist. Svo er herjum venjulega stjórnað af einum brjálæðingi, svokölluðum "alpha male/female" sem er búinn að missa vitið fyrir löngu og allir segja bara já við hann - en mesti hálfviti heimsins er sá sem fylgir mesta hálfvita heimsins. Allir hermenn verða að hlýða, sem gerir þá ekki að hálfvitum heldur jávitum, sem er sérstök tegund af fávita. Þeir eru búnir að afsala sér sjálfum sér til illra afla, eða herja hverskonar og gera einfaldlega það sem þeim er sagt að gera - að drepa. Og gleymum ekki að án þeirra hefði Hitler staðið einn - eða eins og segir í frábæru lagi Donovans: Universal Soldier. Heimurinn á ekki að vopnvæðast, hann á að afvopnast. Hernaði ætti að mótmæla með friðsamlegum hætti og elska ætti alla menn ef mögulegt, að mínu viti. Eitt sem mig langar að minnast á þegar kemur að stríðum, en það eru trúarbrögðin sem stundum hvetja beinlínis til stríðs einsog t.d. Ísraelar trúa því að guð þeirra hafi gefið þeim landið umfram aðra menn. En fyrir mér eru trúarbrögðin til vitnis um stórkostlega heimsku mannanna og helst til þess fallin að skipta fólki í hópa og að fylla höfuð þess af lími. Það getur enginn sannað eða afsannað tilvist guðs eða endurfæðingar en þúsund síðna trúarrit og doðrantar, gallaðir einsog þeir eru, gera að mínu áliti hlutina verri. Þósvo það standi margt í trúarbrögðunum sem margir geta verið sammála um, þarf það ekki að vera að þau séu sönn. Nú um stundir á sér stað annarskonar hernaður en sá hefðbundni, en það er hernaðurinn gegn náttúrunni. Á um það bil 150 árum er maðurinn kominn hálfa leið með að eyðileggja jörðina með aukningu gróðurhúsalofttegunda, eftir önnur 150 ár með sama áframhaldi verður lífið einsog við þekkjum það, farið, að mínu áliti. Losunin hefur verið að aukast ár frá ári en ekki minnka, sem bætir svörtu ofaná svart. Við erum ekki að gera nándar nógu mikið, en úr því sem komið er, munum við mögulega aldrei geta gert nóg. Annað sem á sér stað er meðferðin á dýrunum í verksmiðjubúskapnum. Dýrin hafa það álíka slæmt og fangar í fangabúðum nasista. Þó fagna ætti öllu lífi er löngu kominn tími til að fólk spyrji sig hvort ekki sé rétt að stilla barneignum í hóf, því endalaus mannfjölgun getur aldrei orðið. Höfundur er náttúruníðingur með kolefnisspor og dýraníðingur sem borðar svín og egg þó í litlum mæli sé.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun