Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir, Stefán Yngvi Pétursson, Rósa Líf Darradóttir og Anahita S. Babaei skrifa 27. ágúst 2025 14:30 Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Rósa Líf Darradóttir Hvalveiðar Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar