Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2025 10:30 Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun