Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun