Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar 28. ágúst 2025 13:31 Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun