Viðskipti innlent

Tólf sagt upp á Siglu­firði

Árni Sæberg skrifar
Ljóst er að uppsagnirnar koma illa við atvinnulífið á Siglufirði.
Ljóst er að uppsagnirnar koma illa við atvinnulífið á Siglufirði. Vísir/Egill

Öllum tólf starfsmönnum SR-Vélarverkstæðis á Siglufirði var sagt upp störfum í gær.

Staðarmiðillinn Trölli greinir frá þessu og segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir atvinnulífið á Siglufirði og í Fjallabyggð. Hvorki liggi fyrir upplýsingar um ástæður uppsagnanna né hvort verslunin SR-Bygg, sem rekin hefur verið samhliða verkstæðinu, verði starfrækt áfram.

Á vef verkstæðisins segir að það byggi á traustum grunni og fyrirtækið sé orðið ríflega sjötíu ára. Fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1935 og lengst af verið sjálfstæð rekstareining innan Síldarverksmiðju Ríkisins, síðar SR-Mjöls, en sé nú í eigu starfsmanna verkstæðisins og nokkurra annarra aðila. 

Meðal þeirra nokkurra aðila er Síldarvinnslan í Neskaupstað, sem á 37 prósent í félaginu. Verkstæðið hefur alla tíð þjónustað sjávarútveginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×