Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar 1. september 2025 08:31 Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun