Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar 1. september 2025 17:30 Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar