Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Smári Jökull Jónsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 3. september 2025 20:58 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. Í lögfræðiáliti sem forsætisráðuneytið lét vinna er þeim möguleika velt upp hvort setja eigi sérlög um kjörgengi og kosningarétt svo allir sem voru með lögheimili í Grindavik 9. nóvember 2023 geti kosið í sveitarfélaginu. Prófessor í stjórnmálafræði segist hafa fullan skilning á að fólk sem ætli sér að flytja aftur heim vilji hafa áhrif á hverjir muni byggja upp bæinn á ný. Hún segir að skýrt þurfi að vera undir hvaða kringumstæðum mögulegar lagabreytingar verði gerðar. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Ef það verður þannig að fólki verði gefinn kostur á kjósa í sveitarfélaginu, sem er ekki með lögheimili þar en var með lögheimili áður en það neyddist til að flytja, þá þarf að huga vel að því að hugsa um hvað er verið að gefa umboð til að gera,“ sagði Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, í kvöldfréttum Sýnar. „Er bæjarstjórnin að fá umboð til að byggja upp núna fyrir þá sem eru á svæðinu núna? Já. Er hún að fá umboð til að byggja upp næstu 10-20 árin? Já, auðvitað að leggja grunninn að því. En það verða kosningar á fjögurra ára fresti. Eiga kjósendur sem munu mögulega einhvern tímann búa þarna í framtíðinni að hafa atkvæðisrétt?,“ bætti Eva við. Ekki hægt að gera ráð fyrir að allir muni flytja til baka Í áðurnefndu lögfræðiáliti er sá möguleiki einnig ræddur að fólk geti kosið á tveimur stöðum, í Grindavík sem og í nýju sveitarfélagi þar sem lögheimili er nú skráð. „Það slær mig undarlega ef fólk ætti að hafa tvö atkvæði. Bæði í sveitarfélaginu sem það er með lögheimili í og í Grindavík þar sem það bjó áður. Að sama skapi má alveg velta upp að það gæti alveg verið mögulegt og kannski eru ákveðin rök fyrir því vegna þess að þetta er svo óvanalegt.“ Eva segir ekki endilega hægt að gera ráð fyrir því að allir sem segjast ætla að flytja til baka muni gera það, eða að fólk sem aldrei segist ætla til baka muni samt sem áður gera það í framtíðinni. „Það að byggja þessa ákvörðun á ætlun er bara pólitísk ákvörðun en að sama skapi augljóst að það er ekkert hægt að gera ráð fyrir því að það sem fólk ætlar að gera í dag að það muni gera það eftir einhvern tíma, jafnvel ár. Þegar Grindavík er komin aftur í fullan gang.“ Skiptar skoðanir um hvað skuli gera Um síðustu mánaðamót voru 880 skráðir með lögheimili í Grindavík en einungis lítill hluti þeirra er með fasta búsetu þar. Rúmlega 3500 manns voru með lögheimili í sveitarfélaginu í lok árs 2023. Í Grindavík eru skoðanirnar skiptar en bæjarstjórn bókaði í vikunni að hún telji best að kosningar fari þar fram samkvæmt óbreyttum lögum. Smári Jökull Jónsson, fréttamaður Sýnar, ræddi við nokkra Grindvíkinga. „Ég vil bara að þær fari fram, þeir sem eru með lögheimili í Grindavík geta kosið, aðrir ekki,“ segir Þormar Ómarsson. Jón Margeirsson sagði það eðlilegt að þeir sem séu með skráð lögheimili í bænum fái að kjósa þar. „Ef fólk er heilshugar með það að koma heim og leggja lóð á vogarskálarnar að byggja bæinn upp, ef það væri hægt að finna leið að því þá væri það geggjað. Fólk þarf að gera upp við sig hvað það ætlar að gera,“ segir Jón. Hávarður Gunnarsson segir hins vegar að þeir sem hafi verið með lögheimili í bænum 10. nóvember 2023, daginn sem fyrsta kvikuhlaupið hófst, ættu að fá að kjósa. „Vegna þess að það eru margir sem vilja hafa eitthvað um málið að segja sem eru ekki með lögheimili í dag,“ segir Hávarður. „Mér fyndist að ég þyrfti að geta haft áhrif því hugurinn stefnir alltaf heim á endanum,“ segir Jón Steinar Sæmundsson. Margrét Kristín Pétursdóttir tekur undir sjónarmið Hávarðs. „Mér finnst sérstaklega fólk með börn, við vorum þvinguð í að skipta um lögheimili og höfðum ekkert um það að segja en menn stefna á að koma hingað aftur og taka þátt í að byggja upp bæinn,“ segir hún. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Í lögfræðiáliti sem forsætisráðuneytið lét vinna er þeim möguleika velt upp hvort setja eigi sérlög um kjörgengi og kosningarétt svo allir sem voru með lögheimili í Grindavik 9. nóvember 2023 geti kosið í sveitarfélaginu. Prófessor í stjórnmálafræði segist hafa fullan skilning á að fólk sem ætli sér að flytja aftur heim vilji hafa áhrif á hverjir muni byggja upp bæinn á ný. Hún segir að skýrt þurfi að vera undir hvaða kringumstæðum mögulegar lagabreytingar verði gerðar. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Ef það verður þannig að fólki verði gefinn kostur á kjósa í sveitarfélaginu, sem er ekki með lögheimili þar en var með lögheimili áður en það neyddist til að flytja, þá þarf að huga vel að því að hugsa um hvað er verið að gefa umboð til að gera,“ sagði Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, í kvöldfréttum Sýnar. „Er bæjarstjórnin að fá umboð til að byggja upp núna fyrir þá sem eru á svæðinu núna? Já. Er hún að fá umboð til að byggja upp næstu 10-20 árin? Já, auðvitað að leggja grunninn að því. En það verða kosningar á fjögurra ára fresti. Eiga kjósendur sem munu mögulega einhvern tímann búa þarna í framtíðinni að hafa atkvæðisrétt?,“ bætti Eva við. Ekki hægt að gera ráð fyrir að allir muni flytja til baka Í áðurnefndu lögfræðiáliti er sá möguleiki einnig ræddur að fólk geti kosið á tveimur stöðum, í Grindavík sem og í nýju sveitarfélagi þar sem lögheimili er nú skráð. „Það slær mig undarlega ef fólk ætti að hafa tvö atkvæði. Bæði í sveitarfélaginu sem það er með lögheimili í og í Grindavík þar sem það bjó áður. Að sama skapi má alveg velta upp að það gæti alveg verið mögulegt og kannski eru ákveðin rök fyrir því vegna þess að þetta er svo óvanalegt.“ Eva segir ekki endilega hægt að gera ráð fyrir því að allir sem segjast ætla að flytja til baka muni gera það, eða að fólk sem aldrei segist ætla til baka muni samt sem áður gera það í framtíðinni. „Það að byggja þessa ákvörðun á ætlun er bara pólitísk ákvörðun en að sama skapi augljóst að það er ekkert hægt að gera ráð fyrir því að það sem fólk ætlar að gera í dag að það muni gera það eftir einhvern tíma, jafnvel ár. Þegar Grindavík er komin aftur í fullan gang.“ Skiptar skoðanir um hvað skuli gera Um síðustu mánaðamót voru 880 skráðir með lögheimili í Grindavík en einungis lítill hluti þeirra er með fasta búsetu þar. Rúmlega 3500 manns voru með lögheimili í sveitarfélaginu í lok árs 2023. Í Grindavík eru skoðanirnar skiptar en bæjarstjórn bókaði í vikunni að hún telji best að kosningar fari þar fram samkvæmt óbreyttum lögum. Smári Jökull Jónsson, fréttamaður Sýnar, ræddi við nokkra Grindvíkinga. „Ég vil bara að þær fari fram, þeir sem eru með lögheimili í Grindavík geta kosið, aðrir ekki,“ segir Þormar Ómarsson. Jón Margeirsson sagði það eðlilegt að þeir sem séu með skráð lögheimili í bænum fái að kjósa þar. „Ef fólk er heilshugar með það að koma heim og leggja lóð á vogarskálarnar að byggja bæinn upp, ef það væri hægt að finna leið að því þá væri það geggjað. Fólk þarf að gera upp við sig hvað það ætlar að gera,“ segir Jón. Hávarður Gunnarsson segir hins vegar að þeir sem hafi verið með lögheimili í bænum 10. nóvember 2023, daginn sem fyrsta kvikuhlaupið hófst, ættu að fá að kjósa. „Vegna þess að það eru margir sem vilja hafa eitthvað um málið að segja sem eru ekki með lögheimili í dag,“ segir Hávarður. „Mér fyndist að ég þyrfti að geta haft áhrif því hugurinn stefnir alltaf heim á endanum,“ segir Jón Steinar Sæmundsson. Margrét Kristín Pétursdóttir tekur undir sjónarmið Hávarðs. „Mér finnst sérstaklega fólk með börn, við vorum þvinguð í að skipta um lögheimili og höfðum ekkert um það að segja en menn stefna á að koma hingað aftur og taka þátt í að byggja upp bæinn,“ segir hún.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira