Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar 5. september 2025 09:32 Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun