Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar 5. september 2025 15:03 Kæru þingmenn. Ég skil að þið séuð mögulega illa hvíldir eftir málþófið fyrir sumarfríið eða í hringiðu pólitískrar hávaðamengunar. Ég skil líka einkenni pólitískra varnarviðbragða sem byggjast á skoðanakönnunum, pólitískri hollustu og valdaþörf. Samhengi, hegðun, orð eða þögn geta skýrt svo margt flókið. Það er mitt sérsvið. Þess vegna vil ég einfalda ykkur vinnuna með ókeypis upprifjun fyrir þá sem þurfa á grunnatriðum. Svona áður en þið snúið aftur í verðmæt samfélagsverkefni sem ég hef útvistað til ykkar og borga ykkur laun til að sinna. Grunnatriði mannréttinda Jafnrétti er ekki hugmyndafræði. Hugmyndafræði er að halda því fram að jafnrétti sé hugmyndafræði. Kyn er flóknara en hugmyndin um að það séu aðeins tvö kyn. Vísindi sýna að kyn og kynvitund eru margslungin hugtök. Þegar þau eru sett í einfaldar sögur er það eins og að kenna ennþá að jörðin sé flöt. Orð hafa afleiðingar. Að segja annað er eins og að pissa í sundlaug og vona að enginn taki eftir því. Hlutleysi er ekki til. Það er bara þægileg leið til að sitja hjá og láta aðra bera skaðann. Mannréttindi eru ekki skoðun. Þú færð ekki að kjósa þig frá tilvist annarra. Það er ekki heimspekiumræða, hugmyndafræði eða spurning um tjáningarfrelsi þegar rætt er um kyn, tilvist og réttindi jaðarsettra hópa eða hinsegin fólks – þá er í raun verið að ræða um líf og öryggi. Gulur september – staðreyndir sem við öll þurfum að muna Lífið getur orðið svo þungt að þjáningin verður meiri en orkan til að lifa. Sjálfsvíg eru atburður sem speglast inn í fjölskyldur, vinahópa og samfélagið allt. Þau skilja eftir sig tómarúm sem nær langt út fyrir þann sem lést – í minningum, líkamsminni og daglegum samskiptum. Þau vekja spurningar sem aldrei fá einföld svör: ‘Af hverju?’ og ‘Hvað hefðum við getað gert?’ Þjáning sem leiðir til sjálfsvígs á sér sjaldnast eina orsök; hún sprettur af flóknum mynstrum sem endurspegla líka hvernig samfélagið sjálft bregst, eða bregst ekki, við. Árið 2023 létust 47 manns af völdum sjálfsvíga á Íslandi. Fimm ára meðaltalið er 41. Þetta er ein stærsta dánarorsök á Íslandi. Sama ár létust 8 í umferðarslysum. Meðalfjöldi kvenna sem deyr árlega úr brjóstakrabbameini er 50. Þessar tölur eiga ekki að bera saman lífsgildi heldur minna á að samfélagið getur forgangsraðað. Við fjárfestum í umferðaröryggi og í snemmgreiningu krabbameina – við getum líka fjárfest í því að grípa fólk áður en þjáningin verður of mikil. Ein af þeim bylgjum sem ýtir undir þjáningu er hatursorðræða. Hún er ekki bara orð, heldur félagslegur skaðvaldur sem grefur undan tilfinningu fólks fyrir að tilheyra. Hún bætist ofan á vanlíðan og magnar upp kvíða, þunglyndi, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsanir – sérstaklega hjá ungu hinsegin fólki. Þetta er ekki jaðarmál heldur hreint forvarnarmál. Við verðum að líka að skilja að þegar þjáning er nýtt sem eldsneyti í hatursorðræðu verður hún hluti af bakslagsiðnaðinum, sem er marglaga módel sem græðir á vanlíðan. Bakslagsiðnaðurinn – dæmi um hvernig hann virkar Hann byggir á að nýta vanlíðan, sérstaklega ungra karlmanna sem upplifa sig utangátta í breyttu samfélagi. Söguleg og samtímadæmi, eins og Incel- og MGTOW-hreyfingarnar erlendis, sýna okkur hvernig slík vanlíðan er nýtt. Hann selur þeim og samfélaginu einfaldar skýringar og lausnir í stað þess að ræða raunverulegar ástæður: hraðar samfélagsbreytingar, skort á geðheilbrigðisþjónustu, innviðaskuldir í mennta, félags- og heilbrigðiskerfum, félagslega einangrun, tilgangs- og tengslaleysi o.frv. Hann notar samfélagsmiðla og algóritma til að magna upp hávaða og skyggja á raunverulega umræðu. Hann gerir mannréttindi að „hugmyndafræði“ í stað grundvallarreglu. Þetta er ekki málefnaleg umræða. Þetta er viðskipta-, valda og óttamódel sem græðir á vanlíðan. Að lokum, kæru þingmenn. Við gerum öll mistök – það er hluti af því að vera manneskja. En við þurfum líka að kunna að gangast við þeim, oftar og opinskátt. Þegar þið starfið í þjónandi forystuhlutverki er ekki nóg að hrista þau af sér. Þá þurfið þið að læra hraðar af mistökunum, því þau hafa stundum meiri áhrif á líf fólks en þið átti ykkur á í augnablikinu þegar þau verða. Þetta snýst ekki um pólitískar skoðanir eða tjáningarfrelsi. Þetta snýst um þjónandi forystu og hlutverk ykkar í nútímasamfélagi – þar sem við förum öll hraðar inn í framtíðina en taugakerfið okkar, og jafnvel heilinn sjálfur, ræður stundum við. Jafnréttisstofa hefur þegar unnið fyrir ykkur og býður upp á efni á ordinokkar.is ef ykkur vantar uppfærslu um áhrifamátt orðanna. Spurningin sem þið getið alltaf speglað ykkur í er einföld: Hvað ætla ég að segja barninu mínu eða barnabarninu þegar það mögulega spyr af hverju ég stóð með þeim sem seldu tortryggni, hatur og ótta – á móti fólki sem bara vildi fá að vera til? Gangi ykkur svo svakalega vel á Alþingi – alltaf. Höfundur er launagreiðandi, kennari og fjölskyldufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Geðheilbrigði Jafnréttismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Ég skil að þið séuð mögulega illa hvíldir eftir málþófið fyrir sumarfríið eða í hringiðu pólitískrar hávaðamengunar. Ég skil líka einkenni pólitískra varnarviðbragða sem byggjast á skoðanakönnunum, pólitískri hollustu og valdaþörf. Samhengi, hegðun, orð eða þögn geta skýrt svo margt flókið. Það er mitt sérsvið. Þess vegna vil ég einfalda ykkur vinnuna með ókeypis upprifjun fyrir þá sem þurfa á grunnatriðum. Svona áður en þið snúið aftur í verðmæt samfélagsverkefni sem ég hef útvistað til ykkar og borga ykkur laun til að sinna. Grunnatriði mannréttinda Jafnrétti er ekki hugmyndafræði. Hugmyndafræði er að halda því fram að jafnrétti sé hugmyndafræði. Kyn er flóknara en hugmyndin um að það séu aðeins tvö kyn. Vísindi sýna að kyn og kynvitund eru margslungin hugtök. Þegar þau eru sett í einfaldar sögur er það eins og að kenna ennþá að jörðin sé flöt. Orð hafa afleiðingar. Að segja annað er eins og að pissa í sundlaug og vona að enginn taki eftir því. Hlutleysi er ekki til. Það er bara þægileg leið til að sitja hjá og láta aðra bera skaðann. Mannréttindi eru ekki skoðun. Þú færð ekki að kjósa þig frá tilvist annarra. Það er ekki heimspekiumræða, hugmyndafræði eða spurning um tjáningarfrelsi þegar rætt er um kyn, tilvist og réttindi jaðarsettra hópa eða hinsegin fólks – þá er í raun verið að ræða um líf og öryggi. Gulur september – staðreyndir sem við öll þurfum að muna Lífið getur orðið svo þungt að þjáningin verður meiri en orkan til að lifa. Sjálfsvíg eru atburður sem speglast inn í fjölskyldur, vinahópa og samfélagið allt. Þau skilja eftir sig tómarúm sem nær langt út fyrir þann sem lést – í minningum, líkamsminni og daglegum samskiptum. Þau vekja spurningar sem aldrei fá einföld svör: ‘Af hverju?’ og ‘Hvað hefðum við getað gert?’ Þjáning sem leiðir til sjálfsvígs á sér sjaldnast eina orsök; hún sprettur af flóknum mynstrum sem endurspegla líka hvernig samfélagið sjálft bregst, eða bregst ekki, við. Árið 2023 létust 47 manns af völdum sjálfsvíga á Íslandi. Fimm ára meðaltalið er 41. Þetta er ein stærsta dánarorsök á Íslandi. Sama ár létust 8 í umferðarslysum. Meðalfjöldi kvenna sem deyr árlega úr brjóstakrabbameini er 50. Þessar tölur eiga ekki að bera saman lífsgildi heldur minna á að samfélagið getur forgangsraðað. Við fjárfestum í umferðaröryggi og í snemmgreiningu krabbameina – við getum líka fjárfest í því að grípa fólk áður en þjáningin verður of mikil. Ein af þeim bylgjum sem ýtir undir þjáningu er hatursorðræða. Hún er ekki bara orð, heldur félagslegur skaðvaldur sem grefur undan tilfinningu fólks fyrir að tilheyra. Hún bætist ofan á vanlíðan og magnar upp kvíða, þunglyndi, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsanir – sérstaklega hjá ungu hinsegin fólki. Þetta er ekki jaðarmál heldur hreint forvarnarmál. Við verðum að líka að skilja að þegar þjáning er nýtt sem eldsneyti í hatursorðræðu verður hún hluti af bakslagsiðnaðinum, sem er marglaga módel sem græðir á vanlíðan. Bakslagsiðnaðurinn – dæmi um hvernig hann virkar Hann byggir á að nýta vanlíðan, sérstaklega ungra karlmanna sem upplifa sig utangátta í breyttu samfélagi. Söguleg og samtímadæmi, eins og Incel- og MGTOW-hreyfingarnar erlendis, sýna okkur hvernig slík vanlíðan er nýtt. Hann selur þeim og samfélaginu einfaldar skýringar og lausnir í stað þess að ræða raunverulegar ástæður: hraðar samfélagsbreytingar, skort á geðheilbrigðisþjónustu, innviðaskuldir í mennta, félags- og heilbrigðiskerfum, félagslega einangrun, tilgangs- og tengslaleysi o.frv. Hann notar samfélagsmiðla og algóritma til að magna upp hávaða og skyggja á raunverulega umræðu. Hann gerir mannréttindi að „hugmyndafræði“ í stað grundvallarreglu. Þetta er ekki málefnaleg umræða. Þetta er viðskipta-, valda og óttamódel sem græðir á vanlíðan. Að lokum, kæru þingmenn. Við gerum öll mistök – það er hluti af því að vera manneskja. En við þurfum líka að kunna að gangast við þeim, oftar og opinskátt. Þegar þið starfið í þjónandi forystuhlutverki er ekki nóg að hrista þau af sér. Þá þurfið þið að læra hraðar af mistökunum, því þau hafa stundum meiri áhrif á líf fólks en þið átti ykkur á í augnablikinu þegar þau verða. Þetta snýst ekki um pólitískar skoðanir eða tjáningarfrelsi. Þetta snýst um þjónandi forystu og hlutverk ykkar í nútímasamfélagi – þar sem við förum öll hraðar inn í framtíðina en taugakerfið okkar, og jafnvel heilinn sjálfur, ræður stundum við. Jafnréttisstofa hefur þegar unnið fyrir ykkur og býður upp á efni á ordinokkar.is ef ykkur vantar uppfærslu um áhrifamátt orðanna. Spurningin sem þið getið alltaf speglað ykkur í er einföld: Hvað ætla ég að segja barninu mínu eða barnabarninu þegar það mögulega spyr af hverju ég stóð með þeim sem seldu tortryggni, hatur og ótta – á móti fólki sem bara vildi fá að vera til? Gangi ykkur svo svakalega vel á Alþingi – alltaf. Höfundur er launagreiðandi, kennari og fjölskyldufræðingur.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun