Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2025 21:02 Breki Snær Baldursson varaforseti og Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema voru hæstánægð á fyrsta degi Kvikmyndaskóla Íslands undir nýjum rekstraraðila. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið. Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47