Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar 14. september 2025 08:01 Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Svava Arnardóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun