Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Smári Jökull Jónsson skrifar 16. september 2025 22:06 Erna Katrín Árnadóttir og Ásta Dagmar Melsted eru ásamt fleiri foreldrum á Seltjarnarnesi ósáttar með stöðu leikskólamála í bæjarfélaginu. Vísir Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Foreldrar á Seltjarnarnesi eru margir orðnir langþreyttir að bíða eftir að börn þeirra fái pláss á leikskóla. Bæði er beðið eftir að ný ungbarnadeild opni við Seltjarnarneskirkju og þá hefur mönnunarvandi á leikskóla bæjarins tafið inntöku barna foreldrum til mikils ama. Opna átti nýju ungbarnadeildina við kirkjuna að loknum sumarleyfum en framkvæmdir standa enn yfir. Á leikskóla Seltjarnarness hefur ekki tekist að manna yfir tíu stöðugildi sem þýðir að börn á ungbarnaleikskóla hafa ekki geta flust þangað yfir og ný fengið pláss í staðinn. Foreldrar eru afar ósáttir með stöðu mála. „Við mættum vikulega á tímabili á bæjarskrifstofuna í kex og kaffi þar sem var sagt: Hann kemst inn og vertu ekki stressuð. Svo bara komst hann ekki inn og hér erum við í dag,“ sagði Erna Katrín Árnadóttir íbúi á Seltjarnarnesi. „Líður eins og ég sé ósýnileg“ Sonur Ernu er tæplega tveggja og hálfs árs gamall og ekki enn kominn með pláss. Hún segir stöðu mála hafa haft slæm áhrif og aukið álag geri það að verkum að foreldrar sinni hlutverkum sínum ekki eins vel og hægt væri undir eðlilegu álagi. „Foreldrar kalla eftir svörum frá bænum og segja nýjan leikskóla sem opna á 2027 ekki breyta neinu um mönnunarvandann en fyrsta skóflustunga þess húsnæðis var tekin á dögunum. Ásta Dagmar Melsted foreldri á Seltjarnarnesi segir þá frétt í raun hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ég er búinn að óska sérstaklega eftir svörum hvort það sé eitthvað eftir að styðja við okkur því hann er kominn með pláss á ungbarnaleikskólanum en ekki ennþá byrjaður og ekki komin nein dagsetning á aðlögun eða neitt. Í kjölfar þessa þurfti ég að hætta í vinnunni minni sem skilur mann eftir í algjörri óvissu og engin svör,“ segir Ásta Dagmar. Hún segist hafa sent fjölmarga pósta á bæjaryfirvöld en engin svör fengið. Hún hafi einnig spurt um heimgreiðslur sem foreldrum hafi verið lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð hafi ekki verið staðið við. „Mér líður eins og ég sé ósýnileg, þegar þú sendir póst eftir póst en færð engin svör þá ferðu að upplifa að þetta skipti engu máli. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hverju einasta ári á helling á fólki.“ „Við bíðum hérna ennþá“ Þá séu vinnuveitendur sífellt að spyrja hvenær foreldrarnir geti snúið aftur til vinnu sem geti þó litlu svarað. „Það eru engin svör frá bænum. Bærinn segir, eina sem vantar er skiptiborð á nýju deildina en augljóslega vantar meira upp á hérna,“ segir Flóki Þorleifsson foreldri og bendir á óklárað leiksvæðið við kirkjuna. Þegar tilkynnt var um opnun nýrrar ungbarnadeildar í vor sagði bæjarstjóri Seltjarnarness það skemmtilega sumargjöf til foreldra. Framkvæmdir bæði innan- og utanhúss hafa tafið opnunina. „Núna er kominn september og það er að koma október og enginn er kominn með svör. Þetta var mjög flott sumargjöf í „den“ en við bíðum hérna ennþá,“ sagði Erna Katrín að lokum. Seltjarnarnes Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Foreldrar á Seltjarnarnesi eru margir orðnir langþreyttir að bíða eftir að börn þeirra fái pláss á leikskóla. Bæði er beðið eftir að ný ungbarnadeild opni við Seltjarnarneskirkju og þá hefur mönnunarvandi á leikskóla bæjarins tafið inntöku barna foreldrum til mikils ama. Opna átti nýju ungbarnadeildina við kirkjuna að loknum sumarleyfum en framkvæmdir standa enn yfir. Á leikskóla Seltjarnarness hefur ekki tekist að manna yfir tíu stöðugildi sem þýðir að börn á ungbarnaleikskóla hafa ekki geta flust þangað yfir og ný fengið pláss í staðinn. Foreldrar eru afar ósáttir með stöðu mála. „Við mættum vikulega á tímabili á bæjarskrifstofuna í kex og kaffi þar sem var sagt: Hann kemst inn og vertu ekki stressuð. Svo bara komst hann ekki inn og hér erum við í dag,“ sagði Erna Katrín Árnadóttir íbúi á Seltjarnarnesi. „Líður eins og ég sé ósýnileg“ Sonur Ernu er tæplega tveggja og hálfs árs gamall og ekki enn kominn með pláss. Hún segir stöðu mála hafa haft slæm áhrif og aukið álag geri það að verkum að foreldrar sinni hlutverkum sínum ekki eins vel og hægt væri undir eðlilegu álagi. „Foreldrar kalla eftir svörum frá bænum og segja nýjan leikskóla sem opna á 2027 ekki breyta neinu um mönnunarvandann en fyrsta skóflustunga þess húsnæðis var tekin á dögunum. Ásta Dagmar Melsted foreldri á Seltjarnarnesi segir þá frétt í raun hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ég er búinn að óska sérstaklega eftir svörum hvort það sé eitthvað eftir að styðja við okkur því hann er kominn með pláss á ungbarnaleikskólanum en ekki ennþá byrjaður og ekki komin nein dagsetning á aðlögun eða neitt. Í kjölfar þessa þurfti ég að hætta í vinnunni minni sem skilur mann eftir í algjörri óvissu og engin svör,“ segir Ásta Dagmar. Hún segist hafa sent fjölmarga pósta á bæjaryfirvöld en engin svör fengið. Hún hafi einnig spurt um heimgreiðslur sem foreldrum hafi verið lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð hafi ekki verið staðið við. „Mér líður eins og ég sé ósýnileg, þegar þú sendir póst eftir póst en færð engin svör þá ferðu að upplifa að þetta skipti engu máli. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hverju einasta ári á helling á fólki.“ „Við bíðum hérna ennþá“ Þá séu vinnuveitendur sífellt að spyrja hvenær foreldrarnir geti snúið aftur til vinnu sem geti þó litlu svarað. „Það eru engin svör frá bænum. Bærinn segir, eina sem vantar er skiptiborð á nýju deildina en augljóslega vantar meira upp á hérna,“ segir Flóki Þorleifsson foreldri og bendir á óklárað leiksvæðið við kirkjuna. Þegar tilkynnt var um opnun nýrrar ungbarnadeildar í vor sagði bæjarstjóri Seltjarnarness það skemmtilega sumargjöf til foreldra. Framkvæmdir bæði innan- og utanhúss hafa tafið opnunina. „Núna er kominn september og það er að koma október og enginn er kominn með svör. Þetta var mjög flott sumargjöf í „den“ en við bíðum hérna ennþá,“ sagði Erna Katrín að lokum.
Seltjarnarnes Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira