Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. september 2025 21:26 Einar Þorsteinsson vill fleiri bílastæði við nýbyggingar. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira