Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2025 10:50 Dauður selur rétt utanvert við Hrófberg. Hann var skotinn í höfuðið. Jón Halldórsson Þrír selir voru skotnir til bana í Steingrímsfirði á Vestfjörðum nýlega. Hólmvíkingur gekk fram á selina í fjörunni. Selveiði hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 2019. Jón Halldórsson landpóstur og ljósmyndari, sem búsettur er á Hólmavík, gekk fram á selina við Hrófberg og Stakkanes í gær og í fyrra. Hann var í fimmtíu ár búsettur við Hrófberg og þekkir vel til þar. „Svona á enginn að gera. Það er bara þannig,“ segir Jón um seladrápið. Með reglugerð árið 2019 var sett blátt bann við selveiðum á Íslandi. Selirnir sem voru skotnir voru þrír en Jón náði myndum af tveimur þeirra. „Svona hef ég ekki séð í áratugi,“ segir Jón sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hann telur líklegast að um óvana menn sé að ræða sem geri sér ekki grein fyrir því að selir séu friðaðir. Þeir hafi verið með skotvopn sem þeir hafi verið nokkuð öruggir með að hitta af um 200 metra færi. „Ef að lögreglan myndi gera eitthvað þá myndu þessir meintu skotmenn verða kærðir,“ segir Jón. Hann viðurkennir að rannsókn á slíku máli gæti reynst erfið. Dauður selur rétt fyrir norðan Stakkanes sem dreginn hefur verið upp í grjótgarðinn. Jón Halldórsson Honum virðist sem reynt hafi verið að færa annan selinn til í fjörunni. Það virðist ekki hafa gengið vel. „Þetta er dýr sem eru hundrað kíló eða meira. Þannig að það er ekki hlaupið þessu.“ Jón hafði ekki tilkynnt seladrápin til lögreglu. Nærmynd af selnum sem liggur dauður við Hrófberg.Jón Halldórsson Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði hvort sem er í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Reglugerð um bann við selveiðum. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Dýr Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Jón Halldórsson landpóstur og ljósmyndari, sem búsettur er á Hólmavík, gekk fram á selina við Hrófberg og Stakkanes í gær og í fyrra. Hann var í fimmtíu ár búsettur við Hrófberg og þekkir vel til þar. „Svona á enginn að gera. Það er bara þannig,“ segir Jón um seladrápið. Með reglugerð árið 2019 var sett blátt bann við selveiðum á Íslandi. Selirnir sem voru skotnir voru þrír en Jón náði myndum af tveimur þeirra. „Svona hef ég ekki séð í áratugi,“ segir Jón sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hann telur líklegast að um óvana menn sé að ræða sem geri sér ekki grein fyrir því að selir séu friðaðir. Þeir hafi verið með skotvopn sem þeir hafi verið nokkuð öruggir með að hitta af um 200 metra færi. „Ef að lögreglan myndi gera eitthvað þá myndu þessir meintu skotmenn verða kærðir,“ segir Jón. Hann viðurkennir að rannsókn á slíku máli gæti reynst erfið. Dauður selur rétt fyrir norðan Stakkanes sem dreginn hefur verið upp í grjótgarðinn. Jón Halldórsson Honum virðist sem reynt hafi verið að færa annan selinn til í fjörunni. Það virðist ekki hafa gengið vel. „Þetta er dýr sem eru hundrað kíló eða meira. Þannig að það er ekki hlaupið þessu.“ Jón hafði ekki tilkynnt seladrápin til lögreglu. Nærmynd af selnum sem liggur dauður við Hrófberg.Jón Halldórsson Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði hvort sem er í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Reglugerð um bann við selveiðum. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Dýr Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira