Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. september 2025 08:00 Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun