Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. september 2025 08:00 Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun