Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd erlendis. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. „Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
„Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira