Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. september 2025 07:32 Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Viðreisn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun