Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. september 2025 07:32 Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Viðreisn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar