Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar 2. október 2025 11:33 „Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun