Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar 3. október 2025 08:31 Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun