Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. október 2025 12:50 Það kemur í ljós hve þunga refsingu rapparinn fær í dag. (AP Photo/Kathy Willens Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira