Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 7. október 2025 12:33 Að ganga og hjóla um efri byggðir borgarinnar er dásamlegt. Nýir stofnstígar fyrir gangandi og hjólandi hafa dregið okkur íbúa efri byggða út að njóta útivistarsvæða. Gjörbreyting hefur orðið á örfáum árum á fjölda þeirra sem á hverjum degi nota þessa mikilvægu innviði. Þó ég sé ótrúlega ánægð með nýja stíga þá stingur í stúf sú mikla innviðaskuld sem birtist okkur í okkar næsta umhverfi og það eru slitnir og vanhirtir göngustígar í Breiðholtinu, Árbænum og í Grafarvogi. Í nútímasamfélagi gengur fólk og hjólar og nýtir mun fjölbreyttari fararmáta en þegar stígarnir voru lagðir og gildir það jafnt um úthverfin eins og önnur hverfi. Úthverfin í efri byggðum hafa oft upplifað sig sem miðjubarnið sem enginn heyrir í og fær ekki jöfn tækifæri og frumburðurinn eða litla barnið. Hef ég enga trú á að það sé raunveruleikinn með þann meirihluta sem starfar í borginni í dag enda situr þar fólk úr öllum hverfum borgarinnar að fyrrnefndum meðtöldum. Inn með úthverfin Göngustígarnir í þessum hverfum voru lagðir á árunum 1972 til 1980. Einhverjir þeirra hafa verið endurnýjaðir vegna slita, aðrir þegar þeim var rutt til í tengslum við framkvæmdir, svo sem lagningu ljósleiðara eða umskipti á vatnslögnum. En langstærsti hluti göngustíga í þessum hverfum eru upprunalegir, en eru í dag nánast ófærir á köflum. Úr sér slitnir, uppbrotnir og hreinlega hættulegir margir hverjir. Gangandi, hjólandi og hlaupahjól eru í stórhættu þegar komið er út af nýju stofnstígunum en þeir liggja auðvitað ekki heim að dyrum en þar liggur stórt opið sár í gönguleiðum borgarinnar inn í hjörtu úthverfanna. Aðgengismál snerta lífsgæði allra Það breytir litlu hvort þú notar almennt bíl til að komast á milli staða eða kýst að lifa bíllausum lífstíl, því vonandi hefur þú tækifæri til að ganga um eða hjóla! Að fara út með börnin á leikvöll, sparka bolta, taka hjálpardekkin af og öll þessi spennandi fyrstu skref eru mikilvægir þættir sem snerta lífsgæði okkar allra. En lífinu líkur ekki þar, ungmenni á rafhlaupahjólum eru í mikilli hættu á lélegu undirlagi, við verðum að þróa okkar undirlag samhliða þróun samfélagsins. Svo eldumst við, göngum með barnavagna eða kerrur, það á að vera ljúf stund, ekki vægur heilahristingur! Eldri árin taka við að bjóða okkar bestu borgurum að geta notið ævidaga sinna á öruggum stíg þar sem þau geta tillt sér á góðan bekk, það eru lífsgæði! Að íbúar í efri hverfum kjósi heldur að ganga hjá sjúkraþjálfara í lokuðu rými eða fá akstur úr hverfinu fyrir heilsubótagöngu er fráleitt, hreinlega ekki fólki bjóðandi. Þá er einnig stór hópur sem snertir alla aldurshópa eða fatlað fólk með skerta hreyfigetu eins og ég sjálf, stígar borgarinnar eru mikil fyrirstaða fyrir þennan hóp sem að sjálfsögðu vill líka njóta fullra lífsgæða. Viðreisn vill gera betur Við í Viðreisn viljum gera betur, íbúar í efri byggðum borgarinnar eiga betra skilið. Á borgarstjórnarfundi í dag (11. október) leggjum við fram tillögu um að farið verði í löngu tímabært viðhaldsátak á göngustígum í Breiðholti, Árbæ og í Grafarvogi. Við viljum að það verði upphafið að verkefni sem tryggir betri gangstéttir í efri byggðum borgarinnar svo við komumst öll örugg á áfangastað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að ganga og hjóla um efri byggðir borgarinnar er dásamlegt. Nýir stofnstígar fyrir gangandi og hjólandi hafa dregið okkur íbúa efri byggða út að njóta útivistarsvæða. Gjörbreyting hefur orðið á örfáum árum á fjölda þeirra sem á hverjum degi nota þessa mikilvægu innviði. Þó ég sé ótrúlega ánægð með nýja stíga þá stingur í stúf sú mikla innviðaskuld sem birtist okkur í okkar næsta umhverfi og það eru slitnir og vanhirtir göngustígar í Breiðholtinu, Árbænum og í Grafarvogi. Í nútímasamfélagi gengur fólk og hjólar og nýtir mun fjölbreyttari fararmáta en þegar stígarnir voru lagðir og gildir það jafnt um úthverfin eins og önnur hverfi. Úthverfin í efri byggðum hafa oft upplifað sig sem miðjubarnið sem enginn heyrir í og fær ekki jöfn tækifæri og frumburðurinn eða litla barnið. Hef ég enga trú á að það sé raunveruleikinn með þann meirihluta sem starfar í borginni í dag enda situr þar fólk úr öllum hverfum borgarinnar að fyrrnefndum meðtöldum. Inn með úthverfin Göngustígarnir í þessum hverfum voru lagðir á árunum 1972 til 1980. Einhverjir þeirra hafa verið endurnýjaðir vegna slita, aðrir þegar þeim var rutt til í tengslum við framkvæmdir, svo sem lagningu ljósleiðara eða umskipti á vatnslögnum. En langstærsti hluti göngustíga í þessum hverfum eru upprunalegir, en eru í dag nánast ófærir á köflum. Úr sér slitnir, uppbrotnir og hreinlega hættulegir margir hverjir. Gangandi, hjólandi og hlaupahjól eru í stórhættu þegar komið er út af nýju stofnstígunum en þeir liggja auðvitað ekki heim að dyrum en þar liggur stórt opið sár í gönguleiðum borgarinnar inn í hjörtu úthverfanna. Aðgengismál snerta lífsgæði allra Það breytir litlu hvort þú notar almennt bíl til að komast á milli staða eða kýst að lifa bíllausum lífstíl, því vonandi hefur þú tækifæri til að ganga um eða hjóla! Að fara út með börnin á leikvöll, sparka bolta, taka hjálpardekkin af og öll þessi spennandi fyrstu skref eru mikilvægir þættir sem snerta lífsgæði okkar allra. En lífinu líkur ekki þar, ungmenni á rafhlaupahjólum eru í mikilli hættu á lélegu undirlagi, við verðum að þróa okkar undirlag samhliða þróun samfélagsins. Svo eldumst við, göngum með barnavagna eða kerrur, það á að vera ljúf stund, ekki vægur heilahristingur! Eldri árin taka við að bjóða okkar bestu borgurum að geta notið ævidaga sinna á öruggum stíg þar sem þau geta tillt sér á góðan bekk, það eru lífsgæði! Að íbúar í efri hverfum kjósi heldur að ganga hjá sjúkraþjálfara í lokuðu rými eða fá akstur úr hverfinu fyrir heilsubótagöngu er fráleitt, hreinlega ekki fólki bjóðandi. Þá er einnig stór hópur sem snertir alla aldurshópa eða fatlað fólk með skerta hreyfigetu eins og ég sjálf, stígar borgarinnar eru mikil fyrirstaða fyrir þennan hóp sem að sjálfsögðu vill líka njóta fullra lífsgæða. Viðreisn vill gera betur Við í Viðreisn viljum gera betur, íbúar í efri byggðum borgarinnar eiga betra skilið. Á borgarstjórnarfundi í dag (11. október) leggjum við fram tillögu um að farið verði í löngu tímabært viðhaldsátak á göngustígum í Breiðholti, Árbæ og í Grafarvogi. Við viljum að það verði upphafið að verkefni sem tryggir betri gangstéttir í efri byggðum borgarinnar svo við komumst öll örugg á áfangastað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar