Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar 17. október 2025 08:00 Menntun er vegferð. Hún mótast af því hvernig við kjósum að taka þátt í þeirri mikilvægu samfélagsumræðu sem um hana snýst. Þótt við ræðum oft tölur og samanburð, má aldrei gleyma því sem raunverulega gerist í skólastofunum. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina. Menntun er fjárfesting til framtíðar, ekki útgjöld. Hún er grundvöllur velferðar og forsenda þess að hvert barn fái tækifæri til að vaxa og dafna. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu fjárfestum við í framtíðinni. Þessi fjárfesting snýst um börnin sjálf og þau sem vinna með þeim. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök, heldur grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Fagmenntaðir kennarar eru hornsteinn skólans. Það er með því að virða og styðja þennan faglega kjarna sem við tryggjum gæði og öryggi í menntun. Það skilar sér margfalt til baka. Við verðum að sameinast um það sem skiptir mestu máli. Að skapa samfélag þar sem hver og einn nær að njóta sín. Þegar við virðum og berum traust til kennarastéttarinnar og tryggjum henni gott starfsumhverfi, náum við meiri árangri. Kennarar eru fagfólk sem vinnur út frá rannsóknum, fræðum og reynslu. Útfærsla og uppbygging kennslunnar byggir ávallt á aðalnámskrá grunnskóla. Til að menntun geti orðið að þeirri fjárfestingu sem ber mestan árangur, verður leiðin til árangurs að byggja á samtali og samstarfi. Virk þátttaka allra lykilaðila í umræðum um skólastarf skiptir höfuðmáli til að móta sameiginlega framtíðarsýn. Slík framtíðarsýn kallar á algjöra endurskoðun á því hvernig við metum námsárangur nemenda. Við skyldum ekki meta þau út frá fortíðinni. Ný tækni, gervigreind, og síbreytilegur vinnumarkaður krefjast þess að menntun fari úr því að miðla staðreyndum yfir í að rækta hæfni til að takast á við óþekkt vandamál framtíðarinnar. Þetta er lykillinn að því að byggja upp sveigjanlega, nýsköpunardrifna þjóð. Við vitum að framtíðin krefst siðferðilegrar dómgreindar, samkenndar, sköpunargáfu og gagnrýnnar hugsunar. Alls þess sem ekki er mælt á stöðluðum prófum. Þess vegna er hlutverk kennara og þeirra sem starfa að menntamálum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar nemenda fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum verður ekki aðeins vel menntað heldur réttlátt, skapandi og mannlegt. Þegar við festumst í hefðbundnum tölum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Við þrengjum sýn barnsins á eigið gildi og látum námið snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni. Við verðum að hlúa að forvitni og sköpun í námi. Þegar talan verður mikilvægari en framfarir, missum við úr hendi þann kraft sem felst í þrautseigju og áræðni. Fagmennska kennara felst einmitt í því að sjá hvernig styrkur og seigla nemenda verður til í gegnum mistök og áhættu. Það eru þessir eiginleikar sem undirbúa nemendur fyrir lífið. Kennarastéttin hefur sýnt að samstaða er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum og skapað nýja framtíðarsýn. Samfélagið þarf að standa með kennurum og styðja við menntun og minna sig á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Menntun er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Við erum öll í sama liði. Með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina tökum við virkan þátt. Framtíðin er björt þegar við mótum hana saman. Framtíð byggð á trausti til fagmennsku, sköpunargáfu og ótakmörkuðum hæfileikum hvers barns. Mótum framtíðina saman. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntun er vegferð. Hún mótast af því hvernig við kjósum að taka þátt í þeirri mikilvægu samfélagsumræðu sem um hana snýst. Þótt við ræðum oft tölur og samanburð, má aldrei gleyma því sem raunverulega gerist í skólastofunum. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina. Menntun er fjárfesting til framtíðar, ekki útgjöld. Hún er grundvöllur velferðar og forsenda þess að hvert barn fái tækifæri til að vaxa og dafna. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu fjárfestum við í framtíðinni. Þessi fjárfesting snýst um börnin sjálf og þau sem vinna með þeim. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök, heldur grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Fagmenntaðir kennarar eru hornsteinn skólans. Það er með því að virða og styðja þennan faglega kjarna sem við tryggjum gæði og öryggi í menntun. Það skilar sér margfalt til baka. Við verðum að sameinast um það sem skiptir mestu máli. Að skapa samfélag þar sem hver og einn nær að njóta sín. Þegar við virðum og berum traust til kennarastéttarinnar og tryggjum henni gott starfsumhverfi, náum við meiri árangri. Kennarar eru fagfólk sem vinnur út frá rannsóknum, fræðum og reynslu. Útfærsla og uppbygging kennslunnar byggir ávallt á aðalnámskrá grunnskóla. Til að menntun geti orðið að þeirri fjárfestingu sem ber mestan árangur, verður leiðin til árangurs að byggja á samtali og samstarfi. Virk þátttaka allra lykilaðila í umræðum um skólastarf skiptir höfuðmáli til að móta sameiginlega framtíðarsýn. Slík framtíðarsýn kallar á algjöra endurskoðun á því hvernig við metum námsárangur nemenda. Við skyldum ekki meta þau út frá fortíðinni. Ný tækni, gervigreind, og síbreytilegur vinnumarkaður krefjast þess að menntun fari úr því að miðla staðreyndum yfir í að rækta hæfni til að takast á við óþekkt vandamál framtíðarinnar. Þetta er lykillinn að því að byggja upp sveigjanlega, nýsköpunardrifna þjóð. Við vitum að framtíðin krefst siðferðilegrar dómgreindar, samkenndar, sköpunargáfu og gagnrýnnar hugsunar. Alls þess sem ekki er mælt á stöðluðum prófum. Þess vegna er hlutverk kennara og þeirra sem starfa að menntamálum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar nemenda fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum verður ekki aðeins vel menntað heldur réttlátt, skapandi og mannlegt. Þegar við festumst í hefðbundnum tölum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Við þrengjum sýn barnsins á eigið gildi og látum námið snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni. Við verðum að hlúa að forvitni og sköpun í námi. Þegar talan verður mikilvægari en framfarir, missum við úr hendi þann kraft sem felst í þrautseigju og áræðni. Fagmennska kennara felst einmitt í því að sjá hvernig styrkur og seigla nemenda verður til í gegnum mistök og áhættu. Það eru þessir eiginleikar sem undirbúa nemendur fyrir lífið. Kennarastéttin hefur sýnt að samstaða er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum og skapað nýja framtíðarsýn. Samfélagið þarf að standa með kennurum og styðja við menntun og minna sig á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Menntun er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Við erum öll í sama liði. Með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina tökum við virkan þátt. Framtíðin er björt þegar við mótum hana saman. Framtíð byggð á trausti til fagmennsku, sköpunargáfu og ótakmörkuðum hæfileikum hvers barns. Mótum framtíðina saman. Höfundur er kennari.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun