Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:56 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira