Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar 22. október 2025 09:01 Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun