Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. nóvember 2025 09:47 Sweeney hefur loksins tjáð sig um havaríið í kringum auglýsingaherferð American Eagle í sumar. Getty Leikkonan Sydney Sweeney hefur loksins tjáð sig um umdeilda auglýsingaherferð American Eagle frá því í sumar og stuðningsyfirlýsingar Donalds Trump í hennar garð í kjölfarið. Herferðin var sögð innihalda rasíska undirtóna. Sweeney var í stóru forsíðuviðtali við GQ í gær til að ræða nýjustu myndir sínar tvær, ævisögumyndina Christy og sálfræðitryllinn The Housemaid, og var þá spurð út í gallabuxnaherferð fatamerkisins American Eagle sem Sweeney var hluti af. Gagnrýnin var hörð og ýkt, sumir gengu svo langt að lýsa auglýsingunni sem „nasistaáróðri“ vegna tals um gen. Blaðamaður GQ spurði Sweeney hvort viðbrögðin hefðu komið henni á óvart. „Ég gerði auglýsingu fyrir gallabuxur. Ég meina, viðbrögðin komu auðvitað á óvart, en ég elska gallabuxur. Allt sem ég klæðist eru gallabuxur. Ég er bókstaflega í gallabuxum og stuttermabol alla daga,“ svaraði leikkonan. Eftir mikla gagnrýni í sumar fékk Sweeney þó stuðning úr óvæntri átt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist elska herferðina eftir að hann uppgötvaði að hún væri skráður Repúblikani. Sweeney var spurð út í stuðning Trump og lýsti honum sem súrrealískum. Blaðamaður GQ spurði þá hvort hún hefði ekki verið þakklát fyrir stuðning frá jafnvaldamiklu fólki og bæði forsetanum og varaforsetanum JD Vance. „Ég held ekki... Það er ekki að mér liði ekki þannig en ég hugsaði ekki um það þannig, eða neitt af því. Ég lagði símann eiginlega bara frá mér. Ég var í tökum alla daga. Ég var að taka upp Euphoria svo ég var að vinna sextán tíma vinnudag og ég tók símann ekki með mér á tökustað. Ég fór í vinnuna, fór heim og fór að sofa. Þannig ég sá ekki mikið af því,“ sagði hún. Hún var líka spurð út í gott gengi hlutabréfa American Eagle í kjölfar þess að herferðin fór í loftið og sagði að tölurnar, þær neikvæðu og jákvæðu, hefðu ekki haft nein áhrif á hana því í enda dags hefði þetta verið auglýsing fyrir „góðar gallabuxur“. Á öðrum stað í viðtalinu tjáði hún sig almennt um fjölmiðla og slúðurpressuna og af hverju hún fyndi ekki þörf hjá sér til að svara hlutum opinberlega. „Ég veit hver ég er. Ég veit hver gildi mín eru. Ég veit hvers konar manneskja ég er. Ég veit að ég elska mikið og ég veit að ég er spennt að sjá hvað kemur næst. Svo ég leyfi fólki ekki að skilgreina hver ég er,“ sagði Sweeney. Auglýsinga- og markaðsmál Donald Trump Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Sweeney var í stóru forsíðuviðtali við GQ í gær til að ræða nýjustu myndir sínar tvær, ævisögumyndina Christy og sálfræðitryllinn The Housemaid, og var þá spurð út í gallabuxnaherferð fatamerkisins American Eagle sem Sweeney var hluti af. Gagnrýnin var hörð og ýkt, sumir gengu svo langt að lýsa auglýsingunni sem „nasistaáróðri“ vegna tals um gen. Blaðamaður GQ spurði Sweeney hvort viðbrögðin hefðu komið henni á óvart. „Ég gerði auglýsingu fyrir gallabuxur. Ég meina, viðbrögðin komu auðvitað á óvart, en ég elska gallabuxur. Allt sem ég klæðist eru gallabuxur. Ég er bókstaflega í gallabuxum og stuttermabol alla daga,“ svaraði leikkonan. Eftir mikla gagnrýni í sumar fékk Sweeney þó stuðning úr óvæntri átt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist elska herferðina eftir að hann uppgötvaði að hún væri skráður Repúblikani. Sweeney var spurð út í stuðning Trump og lýsti honum sem súrrealískum. Blaðamaður GQ spurði þá hvort hún hefði ekki verið þakklát fyrir stuðning frá jafnvaldamiklu fólki og bæði forsetanum og varaforsetanum JD Vance. „Ég held ekki... Það er ekki að mér liði ekki þannig en ég hugsaði ekki um það þannig, eða neitt af því. Ég lagði símann eiginlega bara frá mér. Ég var í tökum alla daga. Ég var að taka upp Euphoria svo ég var að vinna sextán tíma vinnudag og ég tók símann ekki með mér á tökustað. Ég fór í vinnuna, fór heim og fór að sofa. Þannig ég sá ekki mikið af því,“ sagði hún. Hún var líka spurð út í gott gengi hlutabréfa American Eagle í kjölfar þess að herferðin fór í loftið og sagði að tölurnar, þær neikvæðu og jákvæðu, hefðu ekki haft nein áhrif á hana því í enda dags hefði þetta verið auglýsing fyrir „góðar gallabuxur“. Á öðrum stað í viðtalinu tjáði hún sig almennt um fjölmiðla og slúðurpressuna og af hverju hún fyndi ekki þörf hjá sér til að svara hlutum opinberlega. „Ég veit hver ég er. Ég veit hver gildi mín eru. Ég veit hvers konar manneskja ég er. Ég veit að ég elska mikið og ég veit að ég er spennt að sjá hvað kemur næst. Svo ég leyfi fólki ekki að skilgreina hver ég er,“ sagði Sweeney.
Auglýsinga- og markaðsmál Donald Trump Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira