Lífið

Tjáir sig um aug­lýsinguna um­deildu og stuðning Trump

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sweeney hefur loksins tjáð sig um havaríið í kringum auglýsingaherferð American Eagle í sumar.
Sweeney hefur loksins tjáð sig um havaríið í kringum auglýsingaherferð American Eagle í sumar. Getty

Leikkonan Sydney Sweeney hefur loksins tjáð sig um umdeilda auglýsingaherferð American Eagle frá því í sumar og stuðningsyfirlýsingar Donalds Trump í hennar garð í kjölfarið. Herferðin var sögð innihalda rasíska undirtóna.

Sweeney var í stóru forsíðuviðtali við GQ í gær til að ræða nýjustu myndir sínar tvær, ævisögumyndina Christy og sálfræðitryllinn The Housemaid, og var þá spurð út í gallabuxnaherferð fatamerkisins American Eagle sem Sweeney var hluti af.

Gagnrýnin var hörð og ýkt, sumir gengu svo langt að lýsa auglýsingunni sem „nasistaáróðri“ vegna tals um gen. Blaðamaður GQ spurði Sweeney hvort viðbrögðin hefðu komið henni á óvart.

„Ég gerði auglýsingu fyrir gallabuxur. Ég meina, viðbrögðin komu auðvitað á óvart, en ég elska gallabuxur. Allt sem ég klæðist eru gallabuxur. Ég er bókstaflega í gallabuxum og stuttermabol alla daga,“ svaraði leikkonan.

Eftir mikla gagnrýni í sumar fékk Sweeney þó stuðning úr óvæntri átt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist elska herferðina eftir að hann uppgötvaði að hún væri skráður Repúblikani. 

Sweeney var spurð út í stuðning Trump og lýsti honum sem súrrealískum. Blaðamaður GQ spurði þá hvort hún hefði ekki verið þakklát fyrir stuðning frá jafnvaldamiklu fólki og bæði forsetanum og varaforsetanum JD Vance.

„Ég held ekki... Það er ekki að mér liði ekki þannig en ég hugsaði ekki um það þannig, eða neitt af því. Ég lagði símann eiginlega bara frá mér. Ég var í tökum alla daga. Ég var að taka upp Euphoria svo ég var að vinna sextán tíma vinnudag og ég tók símann ekki með mér á tökustað. Ég fór í vinnuna, fór heim og fór að sofa. Þannig ég sá ekki mikið af því,“ sagði hún.

Hún var líka spurð út í gott gengi hlutabréfa American Eagle í kjölfar þess að herferðin fór í loftið og sagði að tölurnar, þær neikvæðu og jákvæðu, hefðu ekki haft nein áhrif á hana  því í enda dags hefði þetta verið auglýsing fyrir „góðar gallabuxur“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.