Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:23 Þórdís Jóna, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla segir að þau hyggist ekki slíta samstarfi þeirra við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Rithöfundasamband Íslands krafðist þess að samstarfinu yrði slitið. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“ Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“
Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira