Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar 19. nóvember 2025 08:16 Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina).
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar