Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 23. nóvember 2025 12:00 Þrátt fyrir mótbyr í samfélaginu eru tækifærin til byggja upp bæði augljós og skýr. Sterkir innviðir, öflugt samfélag og auðlindir í Þingeyjarsýslum. Trú á eigin getu og samfélag er lykilatriði. Betri tímar koma ekki af sjálfu sér heldur með markvissum aðgerðum, heimavinnu og sameiginlegri framtíðarsýn. Á þessu kjörtímabili hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu, sérstaklega iðnaðarsvæðið á Bakka með nægu landrými, aðgengi að höfn og orku. Þó við séum langt frá höfuðborgarsvæðinu hvar mestan og sjálfsagðan vöxt má finna er ljóst að uppbygging í Þingeyjarsýslum í námunda við Akureyrarborg er bæði hagkvæm og skynsamleg fyrir land og þjóð. Að skapa tekjur, störf og treysta búsetu. Núna á Bakka Efnahagslegar aðstæður fyrir starfsemi PCC á Bakka eru sannarlega krefjandi en um leið er mikilvægt að hlúa að þeirri starfsemi sem fyrir er á Bakka. Þar er möguleiki á hágæða framleiðslu á kísilmálmi með umhverfisvænni orku. Iðnaðurinn með kísilmálm gegnir lykilhlutverki í efna- og plastiðnaði á heimsvísu og sömuleiðis sem íblöndun í ál. Það er því fagnaðarefni að fjármálaráðuneytið íhugar að setja jöfnunartolla á innfluttan kísilmálm. Í stóra samhenginu er miklu meira undir en framleiðsla á kísiljárni og -málmi á Íslandi heldur sameppnishæfni Evrópu sem heimshluta á þessum nauðsynlegu vörum. Næstu skref Iðnaðarsvæðið á Bakka er þegar skipulagt svæði fyrir atvinnustarfsemi. Til stendur að breyta spennivirkinu fyrir svæðið svo fjölbreyttari atvinnustarfsemi sé möguleg. Sveitarfélagið Norðurþing er með viljayfirlýsingu við fyrirtæki um uppbyggingu gagnavers, niðurdælingu á kolefni og landeldi. Raunhæf verkefni sem unnið er að kanna fýsileika til að byggja á Bakka og víðar í sveitarfélaginu og í Þingeyjarsýslum. Þá eru sömuleiðis í athugun námuvinnsla á móbergi bæði í Grísatungufjöllum og Jökulsá á Fjöllum, álúrvinnsluverkefni, próteinframleiðsla og önnur matvælatengd starfsemi og fleiri verkefni. Öll verkefnin lúta að nýtingu auðlinda, aðgangs að orku og innviðum. Tímabil Nú þegar rekstrarstöðvun PCC liggur fyrir þurfa sveitarfélagið Norðurþing, fyrirtæki, stofnanir og íbúar að brúa bilið frá deginum í dag til þess dags að atvinnuuppbygging hefjist aftur á Bakka. Þá er mikilvægt að rýna inn á við og sjá alla þá öflugu starfsemi sem fyrir er; fyrirmyndarfyrirtæki, framleiðslu á vörum á heimsvísu og mannauð sem halda þarf í. Auk þess hefur undirbúningur sveitarstjórnar falist í skipulagsvinnu í þéttbýli bæði á Húsavík og á Kópaskeri. Það er alltaf vilji til að gera meira og ekkert að missa. Í því felst vonin og væntingar. Samhliða allri umræðunni um viljayfirlýsingar, auðlindanýtingu og möguleikann að skapa störf þarf að finna jafnvægið milli raunhæfra væntinga og veruleikans. Staðreyndin er að atvinnuuppbygging er möguleg og heimavinnunni lokið. Nýjum verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar er ætlað að samræma skilaboð, sækja verkefni og ná samningum svo verkefni hljóti framgang. Stóð alltaf til Það stóð alltaf til að halda áfram atvinnuuppbyggingu þegar farið var í orkuvinnslu, hafnar- og gangnagerð. Við þurfum sjálf berjast fyrir atvinnuuppbyggingu. Það krefst samstöðu og trú á að skapa tækifærin sjálf. Það er okkar hlutverk að sækja spennandi verkefni, rýna í uppbyggingarmöguleika og hvernig þau geta skapað störf, fjárfestingar og tekjur fyrir samfélagið. Samfélag þarf vinnu, vöxt og velsæld. Það gerir þetta enginn fyrir okkur. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Byggðamál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mótbyr í samfélaginu eru tækifærin til byggja upp bæði augljós og skýr. Sterkir innviðir, öflugt samfélag og auðlindir í Þingeyjarsýslum. Trú á eigin getu og samfélag er lykilatriði. Betri tímar koma ekki af sjálfu sér heldur með markvissum aðgerðum, heimavinnu og sameiginlegri framtíðarsýn. Á þessu kjörtímabili hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu, sérstaklega iðnaðarsvæðið á Bakka með nægu landrými, aðgengi að höfn og orku. Þó við séum langt frá höfuðborgarsvæðinu hvar mestan og sjálfsagðan vöxt má finna er ljóst að uppbygging í Þingeyjarsýslum í námunda við Akureyrarborg er bæði hagkvæm og skynsamleg fyrir land og þjóð. Að skapa tekjur, störf og treysta búsetu. Núna á Bakka Efnahagslegar aðstæður fyrir starfsemi PCC á Bakka eru sannarlega krefjandi en um leið er mikilvægt að hlúa að þeirri starfsemi sem fyrir er á Bakka. Þar er möguleiki á hágæða framleiðslu á kísilmálmi með umhverfisvænni orku. Iðnaðurinn með kísilmálm gegnir lykilhlutverki í efna- og plastiðnaði á heimsvísu og sömuleiðis sem íblöndun í ál. Það er því fagnaðarefni að fjármálaráðuneytið íhugar að setja jöfnunartolla á innfluttan kísilmálm. Í stóra samhenginu er miklu meira undir en framleiðsla á kísiljárni og -málmi á Íslandi heldur sameppnishæfni Evrópu sem heimshluta á þessum nauðsynlegu vörum. Næstu skref Iðnaðarsvæðið á Bakka er þegar skipulagt svæði fyrir atvinnustarfsemi. Til stendur að breyta spennivirkinu fyrir svæðið svo fjölbreyttari atvinnustarfsemi sé möguleg. Sveitarfélagið Norðurþing er með viljayfirlýsingu við fyrirtæki um uppbyggingu gagnavers, niðurdælingu á kolefni og landeldi. Raunhæf verkefni sem unnið er að kanna fýsileika til að byggja á Bakka og víðar í sveitarfélaginu og í Þingeyjarsýslum. Þá eru sömuleiðis í athugun námuvinnsla á móbergi bæði í Grísatungufjöllum og Jökulsá á Fjöllum, álúrvinnsluverkefni, próteinframleiðsla og önnur matvælatengd starfsemi og fleiri verkefni. Öll verkefnin lúta að nýtingu auðlinda, aðgangs að orku og innviðum. Tímabil Nú þegar rekstrarstöðvun PCC liggur fyrir þurfa sveitarfélagið Norðurþing, fyrirtæki, stofnanir og íbúar að brúa bilið frá deginum í dag til þess dags að atvinnuuppbygging hefjist aftur á Bakka. Þá er mikilvægt að rýna inn á við og sjá alla þá öflugu starfsemi sem fyrir er; fyrirmyndarfyrirtæki, framleiðslu á vörum á heimsvísu og mannauð sem halda þarf í. Auk þess hefur undirbúningur sveitarstjórnar falist í skipulagsvinnu í þéttbýli bæði á Húsavík og á Kópaskeri. Það er alltaf vilji til að gera meira og ekkert að missa. Í því felst vonin og væntingar. Samhliða allri umræðunni um viljayfirlýsingar, auðlindanýtingu og möguleikann að skapa störf þarf að finna jafnvægið milli raunhæfra væntinga og veruleikans. Staðreyndin er að atvinnuuppbygging er möguleg og heimavinnunni lokið. Nýjum verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar er ætlað að samræma skilaboð, sækja verkefni og ná samningum svo verkefni hljóti framgang. Stóð alltaf til Það stóð alltaf til að halda áfram atvinnuuppbyggingu þegar farið var í orkuvinnslu, hafnar- og gangnagerð. Við þurfum sjálf berjast fyrir atvinnuuppbyggingu. Það krefst samstöðu og trú á að skapa tækifærin sjálf. Það er okkar hlutverk að sækja spennandi verkefni, rýna í uppbyggingarmöguleika og hvernig þau geta skapað störf, fjárfestingar og tekjur fyrir samfélagið. Samfélag þarf vinnu, vöxt og velsæld. Það gerir þetta enginn fyrir okkur. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun