„Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar 28. nóvember 2025 17:01 „Ertu heimsk?”, „Þegiðu, svínka” (e. Quiet, quiet Piggy) og „þú ert vond manneskja” er meðal þess sem bandaríkjaforseti Donald Trump hefur sagt við blaðakonur á undanförnum vikum ef þær spyrja hann spurninga sem honum mislíkar og enn aðra fjölmiðlakonu kallar hann ljóta (e. ugly) í færslu sinni á sínum eigin samfélagsmiðli Truth social. Trump á sér áratugalanga sögu af vanvirðingu og niðrandi framkomu við konur ásamt ákærum og dómum fyrir kynferðisbrot gegn konum. Samt gegnir hann nú einu valdamesta embætti heims. Í skjóli embættis síns kemst hann upp með þessa framkomu. Enginn sem stendur honum nærri þorir að fordæma hann eða stoppa af, enda veit fólk að ef það gagnrýnir hann, er því hent út í kuldann eða rekið. Flestum blöskrar svona talsmáti og fordæma slíka fordóma og dónaskap. En samt þarf ekki að leita lengra en í athugasemdakerfi íslenskra fjölmiðla á samfélagsmiðlum til að finna samskonar orðalag. Sérstaklega gegn konum, trans fólki og útlendingum. Samfélagsmiðlar, sem hafa þann kost að gefa öllum sem geta beitt “tölvurödd” eða falið sig á bakvið andlitslaust rafrænt innlegg í umræðuna, eru nú orðnir eitt öflugasta tólið sem notað er til að þagga í konum og minnihlutahópum. Það þurfa ekki einu sinni að vera mjög umdeild málefni sem verið er að ræða til að reita „Virka í athugasemdum” til reiði. Í vikunni birtu tveir næringarfræðingar myndband á Instagram þar sem þær sýna brot af þeim ummælum sem þær hafa fengið vegna greina sem þær hafa birt um næringu. Eitthvað jafn saklaust og að mæla með að fólk borði meira grænmeti verður til þess að þær fái þessi ummæli yfir sig: „allar þessar kerlingar eru støppu heimskar”- Arnar Theo, „Þessar furðugæsir ættu frekar að snúa sér að..” -Hörður Sigurðsson, „þessar eru siðblindar og skaða fólk” - Björn Baldvinsson, „Nó til af heimskum beljum” - Sigurður Hólm, „Þessi glyðra vitnar aldrei í..”- Sindri Jóhannsson. Langflestar konur sem tekið hafa þátt í opinberri umræðu eða verið áberandi í fjölmiðlum; svo sem stjórnmálakonur, vísindakonur, listakonur og aktívistar hafa orðið fyrir viðlíka niðrandi athugasemdum á samfélagsmiðlum. Athugasemdum sem ætlað er að niðurlægja þær og þagga niður í þeim. Því miður virðist það vera takast. Konur draga sig í auknum mæli út úr opinberri umræðu og hætta í stjórnmálum vegna netáreitis og hatursorðræðu sem orðið er óbærileg og er farin að hafa áhrif á þær og fjölskyldur þeirra. Sumir láta heldur ekki þar við sitja að hamra svívirðingarnar á lyklaborðið í netheimum, heldur láta þær dynja á þessum konum úti í búð, í sundi eða á götum úti. Þessi reynsla kvenna og minnihlutahópa á Íslandi er ekki tilviljanakennd. Hún endurspeglar staðreynd sem rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á: að netáreitni og hatursorðræða hrekja konur úr stjórnmálum og úr opinberri umræðu. Hatursorðræða hefur stuðlað að brotthvarfi íslenskra stjórnmálakvenna og sýnir kerfisbundið mynstur. Hún endurspeglar jafnframt staðreynd sem rannsóknir hafa sýnt fram á ítrekað: að netáreitni og hatursorðræða eru ekki lengur jaðarfyrirbæri heldur kerfislægt mynstur sem mótar opinbera umræðu, þaggar í fólki og veikir þar með lýðræðið sjálft. Sóley Tómasdóttir fyrrv. borgarfulltrúi lýsti því hvernig linnulausar netárásir, hatursorðræða og fjandsamleg fjölmiðlaumræða urðu til þess að hún hætti í stjórnmálum og að hún hafi aldrei fengið raunverulegan stuðning innan stjórnmálanna, aðeins ráðleggingar um að „breyta sér“. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi upplifði áreitni ekki aðeins á netinu heldur jafnvel í sundi og á götu, þar sem persónulegar árásir urðu svo íþyngjandi að hún veiktist og hætti. Lenya Rún Taha Karim varð fyrir hatri sem beindist að kyni hennar, trú og uppruna og íhugaði alvarlega að hætta í stjórnmálum vegna þess sem hún kallaði „mesta viðbjóðinn í kommentakerfum“. Nichole Leigh Mosty og Alexandra Briem hafa einnig þurft að þola umfangsmikla fordóma og aðkast sem beindust ekki að störfum þeirra heldur tilvist. Og þetta mynstur er ekki séríslenskt. Í Svíþjóð sagði Anna-Karin Hatt nýlega af sér formennsku vegna linnulausra hótana og haturs. Hatursorðræða og netáreitni eru fyrirbæri sem hafa á undanförnum árum orðið sífellt sýnilegri í íslenskri opinberri umræðu. Í grein Bríetar B. Einarsdóttur og Jóns Gunnars Ólafssonar (2022) kemur fram að orðræða á netinu geti tekið á sig „óvinveitta eða skaðlega birtingarmynd - oft í formi netáreitni“ og feli þá í sér „dónaleg eða óviðeigandi skilaboð, niðrandi orðræður, neikvæðar athugasemdir og hótanir um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi“. Slík orðræða er ekki aðeins meiðandi fyrir einstaklinga sem verða fyrir henni heldur hefur hún einnig áhrif á þau sem verða vitni að henni og dregur úr vilja þeirra og þori að taka þátt í umræðunni. En til að uppfylla lýðræðisleg markmið þarf umræðan að vera opin og málefnaleg. Höfundar reyna að varpa ljósi á hvernig einstaklingar sem starfa á opinberum vettvangi, eins og stjórnmála- og fjölmiðlafólk, upplifir og verður oftar fyrir netáreitni og óvæginni umræðu og benda á hvernig margir líta jafnvel á það sem óhjákvæmilegan hluta þess að vera opinber persóna. Á Íslandi hefur verið gert lítið úr slíkri áreitni og hún jafnvel afgreidd sem eitthvað sem fólk „verði bara að þola“. Dæmi um slíkt eru mörg og mikilvægt er að beina athygli að þessum vanda. Þessi þróun er ekki einungis bundin við stjórnmála- og fjölmiðlafólk. Þóra Bjarnadóttir og Jón Gunnar Ólafsson (2024) skrifuðu grein sem sýnir að opinberir starfsmenn á Íslandi verða einnig fyrir óvæginni umræðu, hótunum og jafnvel ofbeldi, sem leiðir til kvíða, varnarviðbragða og jafnvel brotthvarfs úr starfi. Opinberir starfsmenn lýsa kerfislægu „úrræðaleysi“ og valdaleysi sem magnast vegna þagnarskyldu sem kemur í veg fyrir að þau geti varið sig eða leiðrétt rang- og misupplýsingar í orðræðunni. En hverjum er um að kenna?Eru það menn eins og Trump? Valdamiklir menn sem bera enga virðingu fyrir konum, trans fólki og útlendingum, sem setja tóninn? Eða eru það þeir sem eru „virkir í athugasemdum” og halda hatursfullri orðræðunni gangandi? Eða, gæti það verið að það sé okkur hinum að kenna? Almenningi og fjölmiðlum, sem erum áhorfendur á þessa þróun, sem “leyfum” hatursfullri orðræðunni að grassera án þess að setja fótinn niður? Fjölmiðlar bera hér stóra ábyrgð. Þeir eru hluti af grunnstoðum lýðræðisins; aðhald við vald, vettvangur fyrir röklega umræðu og leið til að tryggja að almenningur hafi aðgang að traustum upplýsingum. Fræðimenn í stjórnmálum og fjölmiðlafræðum vara við því að lýðræði standi eða falli með opinni umræðu sem byggir á staðreyndum og rökvísi. Þegar falsfréttir, áróður og hatur ná yfirhöndinni veikjast sjálfir „innviðir lýðræðisins“. Lögin eru líka skýr. Samkvæmt 27. gr. fjölmiðlalaga er fjölmiðlum óheimilt að hvetja til refsiverðrar háttsemi eða ýta undir hatursorðræðu á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða eða annarra sambærilegra þátta. Og samkvæmt almennum hegningarlögum geta fjölmiðlar borið refsiábyrgð á hatursfullum ummælum sem þeir dreifa, þar með talið í athugasemdakerfum sínum. Það skiptir því máli hvernig fjölmiðlar hanna vettvanginn, ekki aðeins hvaða efni þeir sjálfir framleiða. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að athugasemdakerfi íslenskra miðla eru orðin helsti farvegur hatursorðræðu og áreitni. Þegar þeim er illa sinnt, eða sjálfvirkar síur látnar sjá um að sinna eftirliti, breytast þau í ruslafötur sem eru fljótar að fyllast af hatri, rangfærslum og persónulegum árásum. Í slíku umhverfi draga konur og jaðarsettir hópar sig til baka, umræðan verður einsleitari og lýðræðið veikist. Og þegar við bætist viðskiptamódel fjölmiðla - athyglishagkerfið, sem byggist á því að umfjöllun sem selur reiði og öfgar fær „smelli”,selur auglýsingar og keyrir umferð, eru fjölmiðlar ómeðvitað að viðhalda sjálfum vandanum sem þeir ættu að sporna gegn. Sterkt lýðræði krefst fjölbreyttrar opinberrar umræðu þar sem allir geta tjáð sig án ótta. Á næstunni eru að koma sveitarstjórnarkosningar og fólk um allt land er að gera upp við sig hvort það vilji bjóða sig fram til góðra verka, það er óumdeilanlegt að mörg veigra sér við að gera það vegna óvæginnar umræðu sem hefur fengið að grassera á miðlunum. Til þess að við getum átt sterkt lýðræði og eflt þátttöku fólks úr öllum hópum samfélagsins og til að stjórnvöld endurspegli þjóðina þá þurfum við að sporna við slíkri umræðuhefð. Fjölmiðlar þurfa að endurskoða þetta gallaða viðskiptamódel sem gengur út á smellubeitur (e. Click bait), taka ábyrgð og stöðva hatursorðræðu og netáreitni í athugasemdakerfum sínum, hlaðvarpsfólk og viðmælendur þeirra þurfa að vanda orðræðu sína og hætta að ala á sundrung og skautun fyrir athygli. Stjórnvöld spila svo stóran þátt þar sem þau þurfa að tryggja regluverk sem verndar lýðræðið með lögum og eftirliti. Umfram allt þá þurfum við öll að vanda okkur. Hvernig samfélagi viljum við búa í? Við þurfum að hugsa áður en við tjáum okkur. Spyrja okkur „er þetta gagnlegt, er þetta sanngjarnt og er þetta málefnalegt”? Og umfram allt tilkynna hatursfull ummæli sem við verðum vitni að og verja fólkið sem verður fyrir henni. Ef þú þegir og gerir ekki neitt, þá getur þú allt eins átt von á að vera næst/ur til að lenda í hakkavélinni. Ekki segja ekki neitt. Þögn er sama og samþykki. Höfundur er aktívisti og stjórnmálafræðinemi. Heimildir: Almenn hegningarlög nr. 19/1940. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html Alþingi. (2023). Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023–2026. https://www.althingi.is/altext/153/s/1212.html Bríet B. Einarsdóttir og Jón Gunnar Ólafsson. (2022). Dropinn holar steininn: Upplifun stjórnmála- og fjölmiðlafólks af óvæginni umræðu og áreitni á netinu. Stjórnmál & stjórnsýsla, 18(2), 189–212. https://doi.org/10.13177/irpa.a.2022.18.2.2 DSA – Digital Services Act package. (n.d.). European Commission. Sótt af https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/policies/digital-services-act-package Engberg, U. (2025, 15. október). Swedish politics rocked by sudden resignation of Centre Party leader. Sveriges Radio. https://www.sverigesradio.se/artikel/swedish-politics-rocked-by-sudden-resignation-of-centre-party-leader Erla María Markúsdóttir. (2022, 15. april). Íhugaði að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása. Kjarninn. Sótt af https://kjarninn.is/skyring/ihugadi-ad-skila-innkjorbrefinu-vegna-personuarasa Erla María Markúsdóttir. (2023, 8. mars). „Ég fékk ekki að vera ég – þess vegna hætti ég“. Heimildin. https://heimildin.is/grein/17053/eg-fekk-ekki-ad-vera-eg/ Eva Marín Hlynsdóttir. (2017). Dutiful citizen or a pragmatic professional? Voluntary retirement of Icelandic local councillors. Stjórnmál og stjórnsýsla, 13(2), 169-188. doi:10.13177/irpa.a.2017.13.2.1 Eva Marín Hlynsdóttir. (2021). Reynsla kjörinna fulltrúa af áreiti: Niðurstöður könnunar meðal kjörinna fulltrúa sveitarstjórna. Félagsvísindastofnun HÍ. Farkas, J., og Schou, J. (2024). Into post-truth worlds: The battle for reality in liberal democracies. Bristol University Press. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. (2023). Samfélag okkar allra: Framtíð og stefna Íslands í málefnum innflytjenda. Hvítbók í málefnum innflytjenda – drög að stefnu til ársins 2038. Stjórnarráð Íslands. Fjölmiðlanefnd. (2021). Miðlalæsi á Íslandi – Hluti III: Haturstal og neikvæð upplifun af netinu. https://fjolmidlanefnd.is/wp-content/uploads/2021/11/Hluti-3-Hatursordraeda-og-neikvaed-upplifun-af-netinu-copy.pdf Habermas, Jürgen. (1989). The Structural Transformation of the Public Sphere: An Inquiry into a Category of Bourgeois Society. (T. Burger, þýð.). Cambridge: Polity Press. (Frumútgáfa 1962). Habermas, Jürgen. (2006). Political communication in media society: Does democracy still enjoy an epistemic dimension? Communication Theory, 16(4), 411–426. https://doi.org/10.1111/j.1468-2885.2006.00280.x Jakob Bjarnar. (2017, 22. mars). Þingkona hrökklast af Facebook. Vísir. Sótt af https://www.visir.is/g/2017170329603 Mbl. (2023, 19. september). „Rætnara og persónulegra en oft áður.” Morgunblaðið. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/09/19/raetnara_og_personulegra_en_oft_adur/ Oddur Ævar Gunnarsson. (2021, 1. maí). Þetta er mín erfiðasta ákvörðun. Fréttablaðið. https://timarit.is/page/7482485 Ragnar Jón Hrólfsson. (2023, 12. desember). Telur það hafa verið mistök að hafna aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu. RÚV. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-12-telur-thad-hafa-verid-mistok-ad-hafna-adgerdaaaetlun-gegn-hatursordraedu-399386 Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023–2026. (2023). Alþingi. https://www.althingi.is/altext/153/s/1212.html United Nations Economist Network. (2023). The attention economy: New economics for sustainable development. United Nations. https://www.un.org/sites/un2.un.org/files/attention_economy_feb.pdf Þóra Bjarnadóttir og Jón Gunnar Ólafsson. (2024). Ég er ekki opinber persóna, ég er opinber starfsmaður: Upplifun opinberra starfsmanna af óvæginni umræðu og áreitni og tillögur þeirra að úrbótum. Stjórnmál & stjórnsýsla, 20(2). https://doi.org/10.13177/irpa.a.2024.20.2.3 Ævar Örn Jósepsson. (2022, 17. april). Tóku frétt úr birtingu vegna rasískra viðbragða lesenda. RÚV. https://www.ruv.is/frett/2022/04/17/toku-frettur-birtingu-vegna-rasiskra-vidbragda-lesenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
„Ertu heimsk?”, „Þegiðu, svínka” (e. Quiet, quiet Piggy) og „þú ert vond manneskja” er meðal þess sem bandaríkjaforseti Donald Trump hefur sagt við blaðakonur á undanförnum vikum ef þær spyrja hann spurninga sem honum mislíkar og enn aðra fjölmiðlakonu kallar hann ljóta (e. ugly) í færslu sinni á sínum eigin samfélagsmiðli Truth social. Trump á sér áratugalanga sögu af vanvirðingu og niðrandi framkomu við konur ásamt ákærum og dómum fyrir kynferðisbrot gegn konum. Samt gegnir hann nú einu valdamesta embætti heims. Í skjóli embættis síns kemst hann upp með þessa framkomu. Enginn sem stendur honum nærri þorir að fordæma hann eða stoppa af, enda veit fólk að ef það gagnrýnir hann, er því hent út í kuldann eða rekið. Flestum blöskrar svona talsmáti og fordæma slíka fordóma og dónaskap. En samt þarf ekki að leita lengra en í athugasemdakerfi íslenskra fjölmiðla á samfélagsmiðlum til að finna samskonar orðalag. Sérstaklega gegn konum, trans fólki og útlendingum. Samfélagsmiðlar, sem hafa þann kost að gefa öllum sem geta beitt “tölvurödd” eða falið sig á bakvið andlitslaust rafrænt innlegg í umræðuna, eru nú orðnir eitt öflugasta tólið sem notað er til að þagga í konum og minnihlutahópum. Það þurfa ekki einu sinni að vera mjög umdeild málefni sem verið er að ræða til að reita „Virka í athugasemdum” til reiði. Í vikunni birtu tveir næringarfræðingar myndband á Instagram þar sem þær sýna brot af þeim ummælum sem þær hafa fengið vegna greina sem þær hafa birt um næringu. Eitthvað jafn saklaust og að mæla með að fólk borði meira grænmeti verður til þess að þær fái þessi ummæli yfir sig: „allar þessar kerlingar eru støppu heimskar”- Arnar Theo, „Þessar furðugæsir ættu frekar að snúa sér að..” -Hörður Sigurðsson, „þessar eru siðblindar og skaða fólk” - Björn Baldvinsson, „Nó til af heimskum beljum” - Sigurður Hólm, „Þessi glyðra vitnar aldrei í..”- Sindri Jóhannsson. Langflestar konur sem tekið hafa þátt í opinberri umræðu eða verið áberandi í fjölmiðlum; svo sem stjórnmálakonur, vísindakonur, listakonur og aktívistar hafa orðið fyrir viðlíka niðrandi athugasemdum á samfélagsmiðlum. Athugasemdum sem ætlað er að niðurlægja þær og þagga niður í þeim. Því miður virðist það vera takast. Konur draga sig í auknum mæli út úr opinberri umræðu og hætta í stjórnmálum vegna netáreitis og hatursorðræðu sem orðið er óbærileg og er farin að hafa áhrif á þær og fjölskyldur þeirra. Sumir láta heldur ekki þar við sitja að hamra svívirðingarnar á lyklaborðið í netheimum, heldur láta þær dynja á þessum konum úti í búð, í sundi eða á götum úti. Þessi reynsla kvenna og minnihlutahópa á Íslandi er ekki tilviljanakennd. Hún endurspeglar staðreynd sem rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á: að netáreitni og hatursorðræða hrekja konur úr stjórnmálum og úr opinberri umræðu. Hatursorðræða hefur stuðlað að brotthvarfi íslenskra stjórnmálakvenna og sýnir kerfisbundið mynstur. Hún endurspeglar jafnframt staðreynd sem rannsóknir hafa sýnt fram á ítrekað: að netáreitni og hatursorðræða eru ekki lengur jaðarfyrirbæri heldur kerfislægt mynstur sem mótar opinbera umræðu, þaggar í fólki og veikir þar með lýðræðið sjálft. Sóley Tómasdóttir fyrrv. borgarfulltrúi lýsti því hvernig linnulausar netárásir, hatursorðræða og fjandsamleg fjölmiðlaumræða urðu til þess að hún hætti í stjórnmálum og að hún hafi aldrei fengið raunverulegan stuðning innan stjórnmálanna, aðeins ráðleggingar um að „breyta sér“. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi upplifði áreitni ekki aðeins á netinu heldur jafnvel í sundi og á götu, þar sem persónulegar árásir urðu svo íþyngjandi að hún veiktist og hætti. Lenya Rún Taha Karim varð fyrir hatri sem beindist að kyni hennar, trú og uppruna og íhugaði alvarlega að hætta í stjórnmálum vegna þess sem hún kallaði „mesta viðbjóðinn í kommentakerfum“. Nichole Leigh Mosty og Alexandra Briem hafa einnig þurft að þola umfangsmikla fordóma og aðkast sem beindust ekki að störfum þeirra heldur tilvist. Og þetta mynstur er ekki séríslenskt. Í Svíþjóð sagði Anna-Karin Hatt nýlega af sér formennsku vegna linnulausra hótana og haturs. Hatursorðræða og netáreitni eru fyrirbæri sem hafa á undanförnum árum orðið sífellt sýnilegri í íslenskri opinberri umræðu. Í grein Bríetar B. Einarsdóttur og Jóns Gunnars Ólafssonar (2022) kemur fram að orðræða á netinu geti tekið á sig „óvinveitta eða skaðlega birtingarmynd - oft í formi netáreitni“ og feli þá í sér „dónaleg eða óviðeigandi skilaboð, niðrandi orðræður, neikvæðar athugasemdir og hótanir um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi“. Slík orðræða er ekki aðeins meiðandi fyrir einstaklinga sem verða fyrir henni heldur hefur hún einnig áhrif á þau sem verða vitni að henni og dregur úr vilja þeirra og þori að taka þátt í umræðunni. En til að uppfylla lýðræðisleg markmið þarf umræðan að vera opin og málefnaleg. Höfundar reyna að varpa ljósi á hvernig einstaklingar sem starfa á opinberum vettvangi, eins og stjórnmála- og fjölmiðlafólk, upplifir og verður oftar fyrir netáreitni og óvæginni umræðu og benda á hvernig margir líta jafnvel á það sem óhjákvæmilegan hluta þess að vera opinber persóna. Á Íslandi hefur verið gert lítið úr slíkri áreitni og hún jafnvel afgreidd sem eitthvað sem fólk „verði bara að þola“. Dæmi um slíkt eru mörg og mikilvægt er að beina athygli að þessum vanda. Þessi þróun er ekki einungis bundin við stjórnmála- og fjölmiðlafólk. Þóra Bjarnadóttir og Jón Gunnar Ólafsson (2024) skrifuðu grein sem sýnir að opinberir starfsmenn á Íslandi verða einnig fyrir óvæginni umræðu, hótunum og jafnvel ofbeldi, sem leiðir til kvíða, varnarviðbragða og jafnvel brotthvarfs úr starfi. Opinberir starfsmenn lýsa kerfislægu „úrræðaleysi“ og valdaleysi sem magnast vegna þagnarskyldu sem kemur í veg fyrir að þau geti varið sig eða leiðrétt rang- og misupplýsingar í orðræðunni. En hverjum er um að kenna?Eru það menn eins og Trump? Valdamiklir menn sem bera enga virðingu fyrir konum, trans fólki og útlendingum, sem setja tóninn? Eða eru það þeir sem eru „virkir í athugasemdum” og halda hatursfullri orðræðunni gangandi? Eða, gæti það verið að það sé okkur hinum að kenna? Almenningi og fjölmiðlum, sem erum áhorfendur á þessa þróun, sem “leyfum” hatursfullri orðræðunni að grassera án þess að setja fótinn niður? Fjölmiðlar bera hér stóra ábyrgð. Þeir eru hluti af grunnstoðum lýðræðisins; aðhald við vald, vettvangur fyrir röklega umræðu og leið til að tryggja að almenningur hafi aðgang að traustum upplýsingum. Fræðimenn í stjórnmálum og fjölmiðlafræðum vara við því að lýðræði standi eða falli með opinni umræðu sem byggir á staðreyndum og rökvísi. Þegar falsfréttir, áróður og hatur ná yfirhöndinni veikjast sjálfir „innviðir lýðræðisins“. Lögin eru líka skýr. Samkvæmt 27. gr. fjölmiðlalaga er fjölmiðlum óheimilt að hvetja til refsiverðrar háttsemi eða ýta undir hatursorðræðu á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða eða annarra sambærilegra þátta. Og samkvæmt almennum hegningarlögum geta fjölmiðlar borið refsiábyrgð á hatursfullum ummælum sem þeir dreifa, þar með talið í athugasemdakerfum sínum. Það skiptir því máli hvernig fjölmiðlar hanna vettvanginn, ekki aðeins hvaða efni þeir sjálfir framleiða. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að athugasemdakerfi íslenskra miðla eru orðin helsti farvegur hatursorðræðu og áreitni. Þegar þeim er illa sinnt, eða sjálfvirkar síur látnar sjá um að sinna eftirliti, breytast þau í ruslafötur sem eru fljótar að fyllast af hatri, rangfærslum og persónulegum árásum. Í slíku umhverfi draga konur og jaðarsettir hópar sig til baka, umræðan verður einsleitari og lýðræðið veikist. Og þegar við bætist viðskiptamódel fjölmiðla - athyglishagkerfið, sem byggist á því að umfjöllun sem selur reiði og öfgar fær „smelli”,selur auglýsingar og keyrir umferð, eru fjölmiðlar ómeðvitað að viðhalda sjálfum vandanum sem þeir ættu að sporna gegn. Sterkt lýðræði krefst fjölbreyttrar opinberrar umræðu þar sem allir geta tjáð sig án ótta. Á næstunni eru að koma sveitarstjórnarkosningar og fólk um allt land er að gera upp við sig hvort það vilji bjóða sig fram til góðra verka, það er óumdeilanlegt að mörg veigra sér við að gera það vegna óvæginnar umræðu sem hefur fengið að grassera á miðlunum. Til þess að við getum átt sterkt lýðræði og eflt þátttöku fólks úr öllum hópum samfélagsins og til að stjórnvöld endurspegli þjóðina þá þurfum við að sporna við slíkri umræðuhefð. Fjölmiðlar þurfa að endurskoða þetta gallaða viðskiptamódel sem gengur út á smellubeitur (e. Click bait), taka ábyrgð og stöðva hatursorðræðu og netáreitni í athugasemdakerfum sínum, hlaðvarpsfólk og viðmælendur þeirra þurfa að vanda orðræðu sína og hætta að ala á sundrung og skautun fyrir athygli. Stjórnvöld spila svo stóran þátt þar sem þau þurfa að tryggja regluverk sem verndar lýðræðið með lögum og eftirliti. Umfram allt þá þurfum við öll að vanda okkur. Hvernig samfélagi viljum við búa í? Við þurfum að hugsa áður en við tjáum okkur. Spyrja okkur „er þetta gagnlegt, er þetta sanngjarnt og er þetta málefnalegt”? Og umfram allt tilkynna hatursfull ummæli sem við verðum vitni að og verja fólkið sem verður fyrir henni. Ef þú þegir og gerir ekki neitt, þá getur þú allt eins átt von á að vera næst/ur til að lenda í hakkavélinni. Ekki segja ekki neitt. Þögn er sama og samþykki. Höfundur er aktívisti og stjórnmálafræðinemi. Heimildir: Almenn hegningarlög nr. 19/1940. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html Alþingi. (2023). Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023–2026. https://www.althingi.is/altext/153/s/1212.html Bríet B. Einarsdóttir og Jón Gunnar Ólafsson. (2022). Dropinn holar steininn: Upplifun stjórnmála- og fjölmiðlafólks af óvæginni umræðu og áreitni á netinu. Stjórnmál & stjórnsýsla, 18(2), 189–212. https://doi.org/10.13177/irpa.a.2022.18.2.2 DSA – Digital Services Act package. (n.d.). European Commission. Sótt af https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/policies/digital-services-act-package Engberg, U. (2025, 15. október). Swedish politics rocked by sudden resignation of Centre Party leader. Sveriges Radio. https://www.sverigesradio.se/artikel/swedish-politics-rocked-by-sudden-resignation-of-centre-party-leader Erla María Markúsdóttir. (2022, 15. april). Íhugaði að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása. Kjarninn. Sótt af https://kjarninn.is/skyring/ihugadi-ad-skila-innkjorbrefinu-vegna-personuarasa Erla María Markúsdóttir. (2023, 8. mars). „Ég fékk ekki að vera ég – þess vegna hætti ég“. Heimildin. https://heimildin.is/grein/17053/eg-fekk-ekki-ad-vera-eg/ Eva Marín Hlynsdóttir. (2017). Dutiful citizen or a pragmatic professional? Voluntary retirement of Icelandic local councillors. Stjórnmál og stjórnsýsla, 13(2), 169-188. doi:10.13177/irpa.a.2017.13.2.1 Eva Marín Hlynsdóttir. (2021). Reynsla kjörinna fulltrúa af áreiti: Niðurstöður könnunar meðal kjörinna fulltrúa sveitarstjórna. Félagsvísindastofnun HÍ. Farkas, J., og Schou, J. (2024). Into post-truth worlds: The battle for reality in liberal democracies. Bristol University Press. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. (2023). Samfélag okkar allra: Framtíð og stefna Íslands í málefnum innflytjenda. Hvítbók í málefnum innflytjenda – drög að stefnu til ársins 2038. Stjórnarráð Íslands. Fjölmiðlanefnd. (2021). Miðlalæsi á Íslandi – Hluti III: Haturstal og neikvæð upplifun af netinu. https://fjolmidlanefnd.is/wp-content/uploads/2021/11/Hluti-3-Hatursordraeda-og-neikvaed-upplifun-af-netinu-copy.pdf Habermas, Jürgen. (1989). The Structural Transformation of the Public Sphere: An Inquiry into a Category of Bourgeois Society. (T. Burger, þýð.). Cambridge: Polity Press. (Frumútgáfa 1962). Habermas, Jürgen. (2006). Political communication in media society: Does democracy still enjoy an epistemic dimension? Communication Theory, 16(4), 411–426. https://doi.org/10.1111/j.1468-2885.2006.00280.x Jakob Bjarnar. (2017, 22. mars). Þingkona hrökklast af Facebook. Vísir. Sótt af https://www.visir.is/g/2017170329603 Mbl. (2023, 19. september). „Rætnara og persónulegra en oft áður.” Morgunblaðið. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/09/19/raetnara_og_personulegra_en_oft_adur/ Oddur Ævar Gunnarsson. (2021, 1. maí). Þetta er mín erfiðasta ákvörðun. Fréttablaðið. https://timarit.is/page/7482485 Ragnar Jón Hrólfsson. (2023, 12. desember). Telur það hafa verið mistök að hafna aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu. RÚV. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-12-telur-thad-hafa-verid-mistok-ad-hafna-adgerdaaaetlun-gegn-hatursordraedu-399386 Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023–2026. (2023). Alþingi. https://www.althingi.is/altext/153/s/1212.html United Nations Economist Network. (2023). The attention economy: New economics for sustainable development. United Nations. https://www.un.org/sites/un2.un.org/files/attention_economy_feb.pdf Þóra Bjarnadóttir og Jón Gunnar Ólafsson. (2024). Ég er ekki opinber persóna, ég er opinber starfsmaður: Upplifun opinberra starfsmanna af óvæginni umræðu og áreitni og tillögur þeirra að úrbótum. Stjórnmál & stjórnsýsla, 20(2). https://doi.org/10.13177/irpa.a.2024.20.2.3 Ævar Örn Jósepsson. (2022, 17. april). Tóku frétt úr birtingu vegna rasískra viðbragða lesenda. RÚV. https://www.ruv.is/frett/2022/04/17/toku-frettur-birtingu-vegna-rasiskra-vidbragda-lesenda
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun