Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar 6. desember 2025 10:01 Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. Það sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi. Enn og aftur er verið að hækka gjöld á þennan hóp, að því er virðist án nokkurra raka. Það er því ekki nema von að maður spyrji; „Hvenær fáum við stjórnvöld sem eru vilhöll mótorhjólafólki?“ Einu rök stjórnvalda fyrir þessari hækkun eru að ekki megi hygla ökutækjum sem blása út CO2. Samt virðist það vera í lagi þegar kemur að dráttarvélum í flokki T3 sem fá undanþágu frá vörugjöldum með þeim rökum að „það séu enn sem komið er ekki á markaði hreinorkuökutæki sem þjónað gætu sama tilgangi og dráttarvélar í flokki T3.“ Í þessu sambandi skal bent á það að við mótorhjólafólk höfum einmitt bent á þá staðreynd að ekki megi hækka vörugjöld á okkar flokk þar sem ekki er til annar valkostur í tvíhjóla hreinorkuökutækjum sem heitið getur. Hvað eru dráttarvélar í flokki T3 kynni einhver að spyrja? Jú, það eru einfaldlega fjórhjól og sexhjól. Í frekari rökstuðningi stjórnvalda er svo bent á að fjór- og sexhjól eyði langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar. Það eru svipuð rök og við mótorhjólafólk höfum haldið á lofti varðandi okkar farartæki. Þau eru margfalt léttari en bílar, eyða minna og slíta vegakerfinu margfalt minna. Það sannast því hið forkveðna að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. Það sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi. Enn og aftur er verið að hækka gjöld á þennan hóp, að því er virðist án nokkurra raka. Það er því ekki nema von að maður spyrji; „Hvenær fáum við stjórnvöld sem eru vilhöll mótorhjólafólki?“ Einu rök stjórnvalda fyrir þessari hækkun eru að ekki megi hygla ökutækjum sem blása út CO2. Samt virðist það vera í lagi þegar kemur að dráttarvélum í flokki T3 sem fá undanþágu frá vörugjöldum með þeim rökum að „það séu enn sem komið er ekki á markaði hreinorkuökutæki sem þjónað gætu sama tilgangi og dráttarvélar í flokki T3.“ Í þessu sambandi skal bent á það að við mótorhjólafólk höfum einmitt bent á þá staðreynd að ekki megi hækka vörugjöld á okkar flokk þar sem ekki er til annar valkostur í tvíhjóla hreinorkuökutækjum sem heitið getur. Hvað eru dráttarvélar í flokki T3 kynni einhver að spyrja? Jú, það eru einfaldlega fjórhjól og sexhjól. Í frekari rökstuðningi stjórnvalda er svo bent á að fjór- og sexhjól eyði langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar. Það eru svipuð rök og við mótorhjólafólk höfum haldið á lofti varðandi okkar farartæki. Þau eru margfalt léttari en bílar, eyða minna og slíta vegakerfinu margfalt minna. Það sannast því hið forkveðna að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar