Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 8. desember 2025 12:00 Núna stefnir í að vörugjöld af mótorhjólum hækki upp í 40%. Það verður að öllum líkindum Evrópumet, ef af verður. Í öðrum löndum ESB og EES eru vörugjöld ökutækja ákvörðuð út frá nokkrum þáttum eins og CO2 losun, tollverði og rúmtaki vélar. Í stuttu máli þýðir þetta: Lítið, sparneytið og ódýrt ökutæki = lág vörugjöld Hér á landi fara vörugjöld bifreiða eftir fyrrgreindum atriðum, en vörugjöld af mótorhjólum gera það ekki. Mótorhjól bera öll sömu föstu 30% vörugjöldin. Enda eru minni mótorhjól eins og 50cc skellinöðrur og 125-300cc hjól nánast ekki til lengur, því þau bera sömu vörugjöld og stærri hjólin. Nánast alstaðar erlendis eru mótorhjól, og þá sérstaklega minni hjól, mikið notuð sem samgöngutæki. Þau taka lítið pláss í umferðinni, taka lítið pláss í stæði og menga lítið. Það er í raun óskiljanlegt að yfirvöld sjái ekki hagkvæmnina í því að fólk nýti sér þessi tæki til samgangna. Sérstaklega þegar svona mikil áhersla er lögð á umhverfisvænni samgöngur. Ef allt er tekið saman eins og slit á vegum, svifryk og slit á dekkjum að þá er það ljóst að mótorhjól koma mun betur út úr þeim samanburði við bíla. Hvort sem um er að ræða þunga rafbíla eða bensínbíla. Það er ekki mögulegt að nýskrá mótorhjól á Íslandi nema að þau uppfylli alltaf nýjustu Euro kröfur. Í dag er Euro 5+ kröfur í gildi, en það skiptir í raun engu máli því vörugjaldið er 30% sama hvort hjólið er nýtt Euro5+ eða hjól frá 1930. Þetta kerfi hefur ýtt framleiðendum í að þróa stöðugt betri og sparneytnari hjól, sem skilar sér ekki í betra verði hérlendis. Það er lítið úrval af rafmótorhjólum og enn minna um hleðslustöðvar uppi á hálendinu þannig að í raun er hægt að segja að enginn annar valkostur sé til fyrir þá sem ferðast um landið á mótorhjóli. Með þessum breytingum er því aðeins verið að útiloka fólk frá því að sinna sínum áhugamálum og að reyna að starfa innan greinarinnar. Því miður að þá virðist þetta vera pólitískt mál frekar en mál byggt á rökum. Núverandi stjórnvöld virðast ekki gera sér mikla grein fyrir því sem þau eru að gera. Að takmarka mótorhjóla innflutning getur varla talist til forgangsmála fyrir núverandi ríkisstjórn. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Núna stefnir í að vörugjöld af mótorhjólum hækki upp í 40%. Það verður að öllum líkindum Evrópumet, ef af verður. Í öðrum löndum ESB og EES eru vörugjöld ökutækja ákvörðuð út frá nokkrum þáttum eins og CO2 losun, tollverði og rúmtaki vélar. Í stuttu máli þýðir þetta: Lítið, sparneytið og ódýrt ökutæki = lág vörugjöld Hér á landi fara vörugjöld bifreiða eftir fyrrgreindum atriðum, en vörugjöld af mótorhjólum gera það ekki. Mótorhjól bera öll sömu föstu 30% vörugjöldin. Enda eru minni mótorhjól eins og 50cc skellinöðrur og 125-300cc hjól nánast ekki til lengur, því þau bera sömu vörugjöld og stærri hjólin. Nánast alstaðar erlendis eru mótorhjól, og þá sérstaklega minni hjól, mikið notuð sem samgöngutæki. Þau taka lítið pláss í umferðinni, taka lítið pláss í stæði og menga lítið. Það er í raun óskiljanlegt að yfirvöld sjái ekki hagkvæmnina í því að fólk nýti sér þessi tæki til samgangna. Sérstaklega þegar svona mikil áhersla er lögð á umhverfisvænni samgöngur. Ef allt er tekið saman eins og slit á vegum, svifryk og slit á dekkjum að þá er það ljóst að mótorhjól koma mun betur út úr þeim samanburði við bíla. Hvort sem um er að ræða þunga rafbíla eða bensínbíla. Það er ekki mögulegt að nýskrá mótorhjól á Íslandi nema að þau uppfylli alltaf nýjustu Euro kröfur. Í dag er Euro 5+ kröfur í gildi, en það skiptir í raun engu máli því vörugjaldið er 30% sama hvort hjólið er nýtt Euro5+ eða hjól frá 1930. Þetta kerfi hefur ýtt framleiðendum í að þróa stöðugt betri og sparneytnari hjól, sem skilar sér ekki í betra verði hérlendis. Það er lítið úrval af rafmótorhjólum og enn minna um hleðslustöðvar uppi á hálendinu þannig að í raun er hægt að segja að enginn annar valkostur sé til fyrir þá sem ferðast um landið á mótorhjóli. Með þessum breytingum er því aðeins verið að útiloka fólk frá því að sinna sínum áhugamálum og að reyna að starfa innan greinarinnar. Því miður að þá virðist þetta vera pólitískt mál frekar en mál byggt á rökum. Núverandi stjórnvöld virðast ekki gera sér mikla grein fyrir því sem þau eru að gera. Að takmarka mótorhjóla innflutning getur varla talist til forgangsmála fyrir núverandi ríkisstjórn. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar