Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 8. desember 2025 12:00 Núna stefnir í að vörugjöld af mótorhjólum hækki upp í 40%. Það verður að öllum líkindum Evrópumet, ef af verður. Í öðrum löndum ESB og EES eru vörugjöld ökutækja ákvörðuð út frá nokkrum þáttum eins og CO2 losun, tollverði og rúmtaki vélar. Í stuttu máli þýðir þetta: Lítið, sparneytið og ódýrt ökutæki = lág vörugjöld Hér á landi fara vörugjöld bifreiða eftir fyrrgreindum atriðum, en vörugjöld af mótorhjólum gera það ekki. Mótorhjól bera öll sömu föstu 30% vörugjöldin. Enda eru minni mótorhjól eins og 50cc skellinöðrur og 125-300cc hjól nánast ekki til lengur, því þau bera sömu vörugjöld og stærri hjólin. Nánast alstaðar erlendis eru mótorhjól, og þá sérstaklega minni hjól, mikið notuð sem samgöngutæki. Þau taka lítið pláss í umferðinni, taka lítið pláss í stæði og menga lítið. Það er í raun óskiljanlegt að yfirvöld sjái ekki hagkvæmnina í því að fólk nýti sér þessi tæki til samgangna. Sérstaklega þegar svona mikil áhersla er lögð á umhverfisvænni samgöngur. Ef allt er tekið saman eins og slit á vegum, svifryk og slit á dekkjum að þá er það ljóst að mótorhjól koma mun betur út úr þeim samanburði við bíla. Hvort sem um er að ræða þunga rafbíla eða bensínbíla. Það er ekki mögulegt að nýskrá mótorhjól á Íslandi nema að þau uppfylli alltaf nýjustu Euro kröfur. Í dag er Euro 5+ kröfur í gildi, en það skiptir í raun engu máli því vörugjaldið er 30% sama hvort hjólið er nýtt Euro5+ eða hjól frá 1930. Þetta kerfi hefur ýtt framleiðendum í að þróa stöðugt betri og sparneytnari hjól, sem skilar sér ekki í betra verði hérlendis. Það er lítið úrval af rafmótorhjólum og enn minna um hleðslustöðvar uppi á hálendinu þannig að í raun er hægt að segja að enginn annar valkostur sé til fyrir þá sem ferðast um landið á mótorhjóli. Með þessum breytingum er því aðeins verið að útiloka fólk frá því að sinna sínum áhugamálum og að reyna að starfa innan greinarinnar. Því miður að þá virðist þetta vera pólitískt mál frekar en mál byggt á rökum. Núverandi stjórnvöld virðast ekki gera sér mikla grein fyrir því sem þau eru að gera. Að takmarka mótorhjóla innflutning getur varla talist til forgangsmála fyrir núverandi ríkisstjórn. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Núna stefnir í að vörugjöld af mótorhjólum hækki upp í 40%. Það verður að öllum líkindum Evrópumet, ef af verður. Í öðrum löndum ESB og EES eru vörugjöld ökutækja ákvörðuð út frá nokkrum þáttum eins og CO2 losun, tollverði og rúmtaki vélar. Í stuttu máli þýðir þetta: Lítið, sparneytið og ódýrt ökutæki = lág vörugjöld Hér á landi fara vörugjöld bifreiða eftir fyrrgreindum atriðum, en vörugjöld af mótorhjólum gera það ekki. Mótorhjól bera öll sömu föstu 30% vörugjöldin. Enda eru minni mótorhjól eins og 50cc skellinöðrur og 125-300cc hjól nánast ekki til lengur, því þau bera sömu vörugjöld og stærri hjólin. Nánast alstaðar erlendis eru mótorhjól, og þá sérstaklega minni hjól, mikið notuð sem samgöngutæki. Þau taka lítið pláss í umferðinni, taka lítið pláss í stæði og menga lítið. Það er í raun óskiljanlegt að yfirvöld sjái ekki hagkvæmnina í því að fólk nýti sér þessi tæki til samgangna. Sérstaklega þegar svona mikil áhersla er lögð á umhverfisvænni samgöngur. Ef allt er tekið saman eins og slit á vegum, svifryk og slit á dekkjum að þá er það ljóst að mótorhjól koma mun betur út úr þeim samanburði við bíla. Hvort sem um er að ræða þunga rafbíla eða bensínbíla. Það er ekki mögulegt að nýskrá mótorhjól á Íslandi nema að þau uppfylli alltaf nýjustu Euro kröfur. Í dag er Euro 5+ kröfur í gildi, en það skiptir í raun engu máli því vörugjaldið er 30% sama hvort hjólið er nýtt Euro5+ eða hjól frá 1930. Þetta kerfi hefur ýtt framleiðendum í að þróa stöðugt betri og sparneytnari hjól, sem skilar sér ekki í betra verði hérlendis. Það er lítið úrval af rafmótorhjólum og enn minna um hleðslustöðvar uppi á hálendinu þannig að í raun er hægt að segja að enginn annar valkostur sé til fyrir þá sem ferðast um landið á mótorhjóli. Með þessum breytingum er því aðeins verið að útiloka fólk frá því að sinna sínum áhugamálum og að reyna að starfa innan greinarinnar. Því miður að þá virðist þetta vera pólitískt mál frekar en mál byggt á rökum. Núverandi stjórnvöld virðast ekki gera sér mikla grein fyrir því sem þau eru að gera. Að takmarka mótorhjóla innflutning getur varla talist til forgangsmála fyrir núverandi ríkisstjórn. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun