Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. desember 2025 12:18 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar Vísir/Anton Brink Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar. „Við höfum séð dæmi þess efnis undanfarnar vikur að framkvæmdavaldið, sem má bara framkvæma það sem löggjafinn heimilar, er að fara svolítið fram úr sér,“ segir Ingibjörg en hún ræddi þinglokin og störf ríkisstjórnarinnar ásamt Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á Sprengisandi í morgun. Upphlaupsmál sem tefji ríkisstjórn Máli sínu til stuðnings nefnir Ingibjörg ákvörðun Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að skipa ekki í stjórn Tryggingastofnunar, „af því að hún ætlaði sennilega að leggja hana niður síðar.“ „Hún skipaði í stjórn HMS, bara karlmenn, og þar skipti jafnræði engu máli.“ Guðmundur Ari sakar stjórnarandstöðuna um að eyða of miklum tíma í upphlaupsmál af þessu tagi, auðvelt hafi verið að leiðrétta þau mál sem Ingibjörg nefnir í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar í slíkum málum tefji fyrir ríkisstjórninni, sem sé að reyna að koma mikilvægum málum í farveg. “Ríkisstjórnin er svolítið búin að vera að forgangsraða stóru málunum sem snerta líf venjulegs fólks, bæta hag venjulegs fólks, á meðan við erum endalaust að bregðast við einhverjum svona upphlaupsmálum frá minnihlutanum,“ segir Guðmundur Ari. Segir skólasamfélagið áhyggjufullt Þá bendir Ingibjörg á ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, um að endurnýja ekki skipunarsamning tveggja skólameistara framhaldsskóla. Guðmundur Ingi tilkynnti í haust áform um að setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. „Þrátt fyrir að það sé ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar núna. Hann ætlar kannski að gera það næsta haust? Þannig að þarna eru þau komin svolítið fram úr sér, farin að framkvæma án þess að hafa heimild fyrir því,“ segir Ingibjörg. „Og það sem er líka kannski umhugsunarvert í þessu öllu saman er að forsætisráðherra hefur verið að verja þessar aðgerðir og í rauninni lögbrot, ef svo má að orði komast, eins og í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra.“ Ingibjörg segist hafa fengið ófá símtöl frá skólameisturum, kennurum og foreldrum sem lýsi áhyggjum yfir stöðu mála í menntakerfinu. „Ráðherra hefur verið að fara hér á fund að kynna það sem hann ætlar að gera, en fólk virðist í rauninni bara upplifa að það séu engin svör. Hann getur ekki svarað fyrir það hvað hann ætli að gera eða hvernig hann ætli að gera það.“ Allt bundið í lög Guðmundur Ari bendir á að menntamálaráðherra hafi ferðast um landið til að heyra afstöðu framhaldsskólanna til mögulegra breytinga og að enn liggi ekki fyrir niðurstöður um hvaða leið verði farin. „Þetta er einhvern veginn blásið upp sem mikil óvissa og að þetta sé að skapa mikla ringulreið og að það þurfi að svara strax hvað á að gera. En staðreyndin er sú að það var farið af stað í ferli í haust, það var farið í þetta samráð. Og niðurstöður, tillögur sem þarf náttúrulega að leggja fyrir, þetta er allt bundið í lög. Þannig að þetta mun fara í gegnum sitt formlega ferli þegar að því kemur,“ segir Guðmundur Ari. Hér er aðeins stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
„Við höfum séð dæmi þess efnis undanfarnar vikur að framkvæmdavaldið, sem má bara framkvæma það sem löggjafinn heimilar, er að fara svolítið fram úr sér,“ segir Ingibjörg en hún ræddi þinglokin og störf ríkisstjórnarinnar ásamt Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á Sprengisandi í morgun. Upphlaupsmál sem tefji ríkisstjórn Máli sínu til stuðnings nefnir Ingibjörg ákvörðun Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að skipa ekki í stjórn Tryggingastofnunar, „af því að hún ætlaði sennilega að leggja hana niður síðar.“ „Hún skipaði í stjórn HMS, bara karlmenn, og þar skipti jafnræði engu máli.“ Guðmundur Ari sakar stjórnarandstöðuna um að eyða of miklum tíma í upphlaupsmál af þessu tagi, auðvelt hafi verið að leiðrétta þau mál sem Ingibjörg nefnir í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar í slíkum málum tefji fyrir ríkisstjórninni, sem sé að reyna að koma mikilvægum málum í farveg. “Ríkisstjórnin er svolítið búin að vera að forgangsraða stóru málunum sem snerta líf venjulegs fólks, bæta hag venjulegs fólks, á meðan við erum endalaust að bregðast við einhverjum svona upphlaupsmálum frá minnihlutanum,“ segir Guðmundur Ari. Segir skólasamfélagið áhyggjufullt Þá bendir Ingibjörg á ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, um að endurnýja ekki skipunarsamning tveggja skólameistara framhaldsskóla. Guðmundur Ingi tilkynnti í haust áform um að setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. „Þrátt fyrir að það sé ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar núna. Hann ætlar kannski að gera það næsta haust? Þannig að þarna eru þau komin svolítið fram úr sér, farin að framkvæma án þess að hafa heimild fyrir því,“ segir Ingibjörg. „Og það sem er líka kannski umhugsunarvert í þessu öllu saman er að forsætisráðherra hefur verið að verja þessar aðgerðir og í rauninni lögbrot, ef svo má að orði komast, eins og í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra.“ Ingibjörg segist hafa fengið ófá símtöl frá skólameisturum, kennurum og foreldrum sem lýsi áhyggjum yfir stöðu mála í menntakerfinu. „Ráðherra hefur verið að fara hér á fund að kynna það sem hann ætlar að gera, en fólk virðist í rauninni bara upplifa að það séu engin svör. Hann getur ekki svarað fyrir það hvað hann ætli að gera eða hvernig hann ætli að gera það.“ Allt bundið í lög Guðmundur Ari bendir á að menntamálaráðherra hafi ferðast um landið til að heyra afstöðu framhaldsskólanna til mögulegra breytinga og að enn liggi ekki fyrir niðurstöður um hvaða leið verði farin. „Þetta er einhvern veginn blásið upp sem mikil óvissa og að þetta sé að skapa mikla ringulreið og að það þurfi að svara strax hvað á að gera. En staðreyndin er sú að það var farið af stað í ferli í haust, það var farið í þetta samráð. Og niðurstöður, tillögur sem þarf náttúrulega að leggja fyrir, þetta er allt bundið í lög. Þannig að þetta mun fara í gegnum sitt formlega ferli þegar að því kemur,“ segir Guðmundur Ari. Hér er aðeins stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira