Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. desember 2025 14:13 Ljósahátíð gyðinga var hleypt hátíðlega stað í miðbæ Reykjavíkur fyrir viku síðan. Gyðingasamfélagið á Íslandi Gyðingar á Íslandi hafa upplifað aukinn ótta í kjölfar hryðjuverka Hamasliða 7. október 2023. Gyðingur búsettur hér á landi segir að landslagið hafi breyst og að hann sé ekki eins opinskár með það að hann sé gyðingur síðan yfirstandandi stríð hófst. Ísraelski miðillinn Times of Israel birti í dag umfjöllun Jewish Telegraph Agency um samfélag gyðinga á Íslandi og ræddi við gyðinga sem eru búsettir hér á landi. Landslagið breytt Fyrir viku síðan hófst ljósahátíð gyðinga, hanúkka, sem er fagnað af gyðingum um allan heim. Í Reykjavík var tilefnið markað með því að kveikt var á ljósum svokallaðrar menóru sem er kertastjaki sem er táknrænn fyrir hátíðina. Að viðburðinum stóð rabbíninn Avraham Feldman sem tilheyrir Chabad-söfnuði gyðinga og eiginkona hans Mushky. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti viðburðinn og flutti þar erindi. „Það hefur mikið breyst fyrir mig síðan sjöunda október. Áður var ég nokkuð opinskár með það að ég sé gyðingur, en landslagið er breytt,“ er haft eftir bandarískum gyðingi sem er búsettur á Íslandi. Hann segir sömuleiðis að hann hafi flutt með maka sínum á nýtt heimili og pantað helgiskrín, svokallað mezuzah, til að hengja yfir útidyrahurðina, en hikað við að setja það upp. „Í fyrsta sinn var ég hikandi við að setja ljósahátíðarstjakann [hanukkah menorah] í gluggann,“ en bætti svo við að líklega myndu flestir Íslendingar ekki þekkja táknið í ljósi þess hve vinsælt jólaskraut slíkir sjöarmastjakar eru. Mikil fáfræði Bandarískur gyðingur að nafni Mike Klein sem er einnig búsettur hér á landi segir Íslendinga ekki gera greinarmun á trúuðum og trúlausum gyðingum. Íslendingar líti margir á trúarbrögð sem frekar úrelt og gamaldags fyrirbæri. „Umræður um að ég sé gyðingur verða oft óþægilegar, að hluta til vegna núverandi pólitískra aðstæðna, en sömuleiðis vegna þess að Íslendingum finnst það skrítið að ég skuli kjósa að torvelda mér lífið með samsemd minni í Gyðingdómi mínum þegar ég er að öðru leyti frekar vel samþykktur,“ segir hann. Annar bandarískur gyðingur sem er búsettur hér á landi sem miðillinn ræddi við segir gyðingaandúð á Íslandi oft frekar grundvallast á vanþekkingu en beinu hatri. „Það er mikil fáfræði,“ er haft eftir henni. Uppfært 18:19: Í fyrri útgáfu greinar kom fram að umfjöllunin hafi verið unnin af Times of Israel. Hið rétta er að greinin var birt af Times of Israel en unnin á vegum Jewish Telegraph Agency sem er óháð Times of Israel. Trúmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Ísraelski miðillinn Times of Israel birti í dag umfjöllun Jewish Telegraph Agency um samfélag gyðinga á Íslandi og ræddi við gyðinga sem eru búsettir hér á landi. Landslagið breytt Fyrir viku síðan hófst ljósahátíð gyðinga, hanúkka, sem er fagnað af gyðingum um allan heim. Í Reykjavík var tilefnið markað með því að kveikt var á ljósum svokallaðrar menóru sem er kertastjaki sem er táknrænn fyrir hátíðina. Að viðburðinum stóð rabbíninn Avraham Feldman sem tilheyrir Chabad-söfnuði gyðinga og eiginkona hans Mushky. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti viðburðinn og flutti þar erindi. „Það hefur mikið breyst fyrir mig síðan sjöunda október. Áður var ég nokkuð opinskár með það að ég sé gyðingur, en landslagið er breytt,“ er haft eftir bandarískum gyðingi sem er búsettur á Íslandi. Hann segir sömuleiðis að hann hafi flutt með maka sínum á nýtt heimili og pantað helgiskrín, svokallað mezuzah, til að hengja yfir útidyrahurðina, en hikað við að setja það upp. „Í fyrsta sinn var ég hikandi við að setja ljósahátíðarstjakann [hanukkah menorah] í gluggann,“ en bætti svo við að líklega myndu flestir Íslendingar ekki þekkja táknið í ljósi þess hve vinsælt jólaskraut slíkir sjöarmastjakar eru. Mikil fáfræði Bandarískur gyðingur að nafni Mike Klein sem er einnig búsettur hér á landi segir Íslendinga ekki gera greinarmun á trúuðum og trúlausum gyðingum. Íslendingar líti margir á trúarbrögð sem frekar úrelt og gamaldags fyrirbæri. „Umræður um að ég sé gyðingur verða oft óþægilegar, að hluta til vegna núverandi pólitískra aðstæðna, en sömuleiðis vegna þess að Íslendingum finnst það skrítið að ég skuli kjósa að torvelda mér lífið með samsemd minni í Gyðingdómi mínum þegar ég er að öðru leyti frekar vel samþykktur,“ segir hann. Annar bandarískur gyðingur sem er búsettur hér á landi sem miðillinn ræddi við segir gyðingaandúð á Íslandi oft frekar grundvallast á vanþekkingu en beinu hatri. „Það er mikil fáfræði,“ er haft eftir henni. Uppfært 18:19: Í fyrri útgáfu greinar kom fram að umfjöllunin hafi verið unnin af Times of Israel. Hið rétta er að greinin var birt af Times of Israel en unnin á vegum Jewish Telegraph Agency sem er óháð Times of Israel.
Trúmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira