Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 29. desember 2025 11:00 Undanfarin ár hefur umræðan um börn og unglinga í vanda orðið sífellt háværari. Fjallað hefur verið um skort á úrræðum, langa biðlista, neyðarráðstafanir og þá staðreynd að börn séu send í meðferð eða vistun utan landsteinanna vegna þess að hér á landi sé ekki til viðeigandi stuðningur. Í viðtölum við foreldra þessara barna kemur skiljanlega oft fram mikil örvænting og spurning sem situr eftir: Hvernig leyfðum við þessu að komast á þennan stað? Þegar hlustað er á frásagnir aðstandenda blasir við sameiginlegt mynstur. Vandinn hófst sjaldnast skyndilega. Hann byrjaði smátt, oft í skólanum, kvíði, hegðunarvandi, einangrun, skólaforðun, einelti eða erfiðleikar í samskiptum. Foreldrar benda á vandann en erfitt virðist vera að taka á honum þá og þegar. Vandinn sem enginn náði utan um Ítrekað hafa foreldrar lýst því í fjölmiðlum að barn þeirra hafi verið „á gráu svæði“ kerfisins. Ekki nógu eitthvað til að fá sértæka meðferð, en samt augljóslega þörf fyrir aðstoð. Skólinn hefur takmarkað svigrúm, skólasálfræðingar yfirsetnir, Barnavernd komi ekki að málinu fyrr en vandinn væri orðinn alvarlegur. Á meðan versnar líðan barnsins. Í sumum tilvikum leita börn og unglingar í vímuefni, áhættusaman félagsskap eða hegðun sem er tilraun til að deyfa vanlíðan. Þá breytist staðan hratt. Úrræðin sem áður voru „of mikil“ verða skyndilega nauðsynleg en þá eru þau oft fá, seinvirk og dýr, bæði fyrir fjölskylduna og samfélagið. Þegar gripið er inn í of seint Það að börn séu að sækja meðferð hinu megin á hnöttinn er skýr birtingarmynd kerfis sem bregst seint við. Slík úrræði eru yfirleitt síðasta hálmstráið, þegar allt annað hefur brugðist. Foreldrar hafa lýst því að þau hafi varað við þróuninni árum saman án þess að raunveruleg aðstoð hafi verið veitt. Umboðsmaður barna hefur ítrekað bent á stöðu barna með fjölþættan vanda og skort á samhæfðri þjónustu. Foreldrar lýsa því að þurfa sjálfir að vera málastjórar, tengiliðir og baráttufólk fyrir barnið sitt í kerfi sem er einfaldlega ekki að virka. Þetta er ástand sem eykur álag, eykur líkur á kulnun foreldra og bitnar að lokum á barninu og fjölskyldu þess. Skólinn lykilstaður snemmtækrar íhlutunar Skólinn er sá staður þar sem börn eyða stórum hluta dagsins og þar sem breytingar á líðan, hegðun og félagslegri stöðu koma oft fyrst fram. Þess vegna er skólinn í lykilstöðu þegar kemur að snemmtækri íhlutun. Snemmtæk íhlutun snýst ekki um að stimpla börn, heldur um að bregðast við merkjum um vanlíðan áður en hún verður að krísu. Það getur falist í auknum stuðningi í námi, markvissri sálfélagslegri þjónustu, nánu samstarfi við foreldra og aðgengi að sérfræðingum án langrar biðar. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun getur dregið úr líkum á alvarlegum geðrænum vanda, brotthvarfi úr skóla og vímuefnaneyslu síðar á lífsleiðinni. Hún er ekki aðeins mannúðleg hún er einnig hagkvæm fyrir samfélagið. Spurningin sem við verðum að spyrja Viljum við áfram bregðast við þegar börn eru orðin svo veik að neyðarráðstafanir eru eina lausnin? Eða viljum við byggja kerfi sem grípur börn fyrr, styður þau og fjölskyldur þeirra áður en vanlíðanin verður að fíkn, sjálfsskaða eða félagslegri útskúfun? Raddir foreldra sem heyrst hafa í fjölmiðlum sýna að vandinn er ekki skortur á vilja til að hjálpa, heldur skortur á samfelldri sýn, fjárfestingu og ábyrgð. Ef við hlustum á þessar raddir og tökum þær alvarlega er ljóst að lausnin felst ekki fyrst og fremst í fleiri neyðarúrræðum heldur í því að grípa fyrr inn í. Börn í vanda verða ekki til á einni nóttu. Kerfið þarf að vakna fyrr. Við eigum ekki að þurfa að tala um skort á úrræðum ef við höldum betur utan um börnin okkar. Þau eiga að vera efst á forgangslistanum, alltaf! Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um börn og unglinga í vanda orðið sífellt háværari. Fjallað hefur verið um skort á úrræðum, langa biðlista, neyðarráðstafanir og þá staðreynd að börn séu send í meðferð eða vistun utan landsteinanna vegna þess að hér á landi sé ekki til viðeigandi stuðningur. Í viðtölum við foreldra þessara barna kemur skiljanlega oft fram mikil örvænting og spurning sem situr eftir: Hvernig leyfðum við þessu að komast á þennan stað? Þegar hlustað er á frásagnir aðstandenda blasir við sameiginlegt mynstur. Vandinn hófst sjaldnast skyndilega. Hann byrjaði smátt, oft í skólanum, kvíði, hegðunarvandi, einangrun, skólaforðun, einelti eða erfiðleikar í samskiptum. Foreldrar benda á vandann en erfitt virðist vera að taka á honum þá og þegar. Vandinn sem enginn náði utan um Ítrekað hafa foreldrar lýst því í fjölmiðlum að barn þeirra hafi verið „á gráu svæði“ kerfisins. Ekki nógu eitthvað til að fá sértæka meðferð, en samt augljóslega þörf fyrir aðstoð. Skólinn hefur takmarkað svigrúm, skólasálfræðingar yfirsetnir, Barnavernd komi ekki að málinu fyrr en vandinn væri orðinn alvarlegur. Á meðan versnar líðan barnsins. Í sumum tilvikum leita börn og unglingar í vímuefni, áhættusaman félagsskap eða hegðun sem er tilraun til að deyfa vanlíðan. Þá breytist staðan hratt. Úrræðin sem áður voru „of mikil“ verða skyndilega nauðsynleg en þá eru þau oft fá, seinvirk og dýr, bæði fyrir fjölskylduna og samfélagið. Þegar gripið er inn í of seint Það að börn séu að sækja meðferð hinu megin á hnöttinn er skýr birtingarmynd kerfis sem bregst seint við. Slík úrræði eru yfirleitt síðasta hálmstráið, þegar allt annað hefur brugðist. Foreldrar hafa lýst því að þau hafi varað við þróuninni árum saman án þess að raunveruleg aðstoð hafi verið veitt. Umboðsmaður barna hefur ítrekað bent á stöðu barna með fjölþættan vanda og skort á samhæfðri þjónustu. Foreldrar lýsa því að þurfa sjálfir að vera málastjórar, tengiliðir og baráttufólk fyrir barnið sitt í kerfi sem er einfaldlega ekki að virka. Þetta er ástand sem eykur álag, eykur líkur á kulnun foreldra og bitnar að lokum á barninu og fjölskyldu þess. Skólinn lykilstaður snemmtækrar íhlutunar Skólinn er sá staður þar sem börn eyða stórum hluta dagsins og þar sem breytingar á líðan, hegðun og félagslegri stöðu koma oft fyrst fram. Þess vegna er skólinn í lykilstöðu þegar kemur að snemmtækri íhlutun. Snemmtæk íhlutun snýst ekki um að stimpla börn, heldur um að bregðast við merkjum um vanlíðan áður en hún verður að krísu. Það getur falist í auknum stuðningi í námi, markvissri sálfélagslegri þjónustu, nánu samstarfi við foreldra og aðgengi að sérfræðingum án langrar biðar. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun getur dregið úr líkum á alvarlegum geðrænum vanda, brotthvarfi úr skóla og vímuefnaneyslu síðar á lífsleiðinni. Hún er ekki aðeins mannúðleg hún er einnig hagkvæm fyrir samfélagið. Spurningin sem við verðum að spyrja Viljum við áfram bregðast við þegar börn eru orðin svo veik að neyðarráðstafanir eru eina lausnin? Eða viljum við byggja kerfi sem grípur börn fyrr, styður þau og fjölskyldur þeirra áður en vanlíðanin verður að fíkn, sjálfsskaða eða félagslegri útskúfun? Raddir foreldra sem heyrst hafa í fjölmiðlum sýna að vandinn er ekki skortur á vilja til að hjálpa, heldur skortur á samfelldri sýn, fjárfestingu og ábyrgð. Ef við hlustum á þessar raddir og tökum þær alvarlega er ljóst að lausnin felst ekki fyrst og fremst í fleiri neyðarúrræðum heldur í því að grípa fyrr inn í. Börn í vanda verða ekki til á einni nóttu. Kerfið þarf að vakna fyrr. Við eigum ekki að þurfa að tala um skort á úrræðum ef við höldum betur utan um börnin okkar. Þau eiga að vera efst á forgangslistanum, alltaf! Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun