Innlent

Sænski herinn með við­búnað á Ís­landi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Aðgerðin er á vegum NATO og orrustusveitir á vélum af gerðinni Jas 39 Gripen verða með aðsetur á Keflavíkurflugvelli.
Aðgerðin er á vegum NATO og orrustusveitir á vélum af gerðinni Jas 39 Gripen verða með aðsetur á Keflavíkurflugvelli. EPA

Sænski herinn verður með viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Jas 39 Gripen-orrustuþotur verða ræstar út í verkefnið.

Frá þessu er greint á vef sænska hersins, þar sem segir að verkefnið sé hluti af viðbúnaðargæslu NATO á JFC Norfolk-svæðinu, sem nær frá Norður-Ameríku að landamærum Finnlands og Noregs að Rússlandi.

Norðurslóðir eru hluti af nýja aðgerðasvæðinu okkar innan NATO og eru hernaðarlega mikilvægt svæði. Þær eru mikilvægur hluti af vörnum bandalagsins og við vitum að Rússar hafa horft til norðurslóða í auknum mæli,“ er haft eftir Ewu Skoog Haslum, yfirmanni aðgerðastjórnar og varaflotaforingja hjá sænska hernum, í fréttatilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×