Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson, Regína Ásvaldsdóttir og Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifa 22. janúar 2026 13:01 Mikið úrræðaleysi hefur verið í málefnum barna með fjölþættan vanda. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Við höfum séð á eftir efnilegum unglingum, fjölskyldur hafa sundrast, foreldrar orðið óvinnufærir, alvarlegar uppákomur hafa orðið á meðferðarheimilum, langir biðlistar eru eftir greiningum og þjónustu og þannig mætti áfram telja. Hér verður reynt að draga fram nokkur atriði sem geta skýrt hvers vegna þróunin hefur orðið með þessum hætti sérstaklega í ljósi þess að mikil samstaða virðist ríkja bæði meðal stjórnmálamanna og samfélagsins alls um að þjónusta við börn og sérstaklega þau og fjölskyldur þeirra sem eiga við flókin vanda að etja, eigi að vera í forgangi. Einnig viljum við vekja athygli á Farsældartúni en hugmyndir hafa verið uppi um að byggja þar upp fjölbreytta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Fjöldi barna og virkra barnaverndarmála 2002-2023 Árið 2002 voru 78.185 börn 17 ára og yngri á Íslandi. Fram til ársins 2016 fjölgað börnum um 1,2% en frá því ári fjölgar börnum umtalsvert og hafði fjölgað um 7,6% fram til ársins 2023, eða um 5.929 börn (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi barna 0-17 ára á Íslandi 2002-2025 (v-y ás) og hlutfallsleg fjölgun milli ára (h – y ás). Mikið úrræðaleysi hefur verið í málefnum barna með fjölþættan vanda. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Við höfum séð á eftir efnilegum unglingum, fjölskyldur hafa sundrast, foreldrar orðið óvinnufærir, alvarlegar uppákomur hafa orðið á meðferðarheimilum, langir biðlistar eru eftir greiningum og þjónustu og þannig mætti áfram telja. Mynd 2. Fjöldi virkra barnaverndarmála (v-y ás) 2002-2023 ásamt hlutfallslegri fjölgun frá árinu 2023 (h-y ás). Ef litið til tímabilsins 2002-2023 kemur því í ljós að á sama tíma og börnum fjölgar um 7,6% fjölgar barnaverndarmálum um 84%. Þannig var fjöldi virkra barnaverndarmála á móti heildarfjölda barna 4,6% árið 2002, en var orðið 7,9% árið 2023. Af þeirri staðreynd má því draga þá ályktun að fjárþörf þess kerfis sem ætlað er að þjónusta þau börn og fjölskyldur sem eru í viðkæmustu stöðunni ætti að hafa aukist verulega ef ætlunin er að halda þjónustustigi a.m.k. óbreyttu. Ábyrgð ríkisins samkvæmt barnaverndarlögum 79. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 kveður á um heimili og stofnanir sem ríkið skal sjá um að séu tiltæk vegna barna með alvarlega hegðunarerfiðleika, vegna meintra afbrota og vímuefnaneyslu. Í greininni segir meðal annars: [Ráðuneytið]1) ber ábyrgð á að tiltæk séu heimili og stofnanir til að: a. veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunar erfiðleika, b. greina vanda barna sem talin eru þurfa sérhæfða meðferð, c. veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota. [Barna- og fjölskyldustofa],2) í umboði [ráðuneytisins],1) annast uppbyggingu og rekstur heimila og stofnana skv. 1. mgr. Stofan getur falið öðrum rekstur þeirra á grundvelli þjónustusamnings. [Heimili og stofnanir skv. 1. mgr. lúta faglegri og fjárhagslegri yfirstjórn [Barna- og fjölskyldustofu]2) og getur hún mælt fyrir um tiltekna sérhæfingu þeirra.]3) [Barna- og fjölskyldustofa]2) veitir þeim sem reka heimili og stofnanir fræðslu, leiðbeiningar og almennan faglegan stuðning. Af þessu má ljóst vera að verulegar skyldur hvíla á Barna- og fjölskyldustofu varðandi uppbyggingu og rekstur heimila og stofnanna sem ætlað er að mæta börnum og fjölskyldum sem meðal annars glíma við fjölþættan vanda. Uppbygging og rekstur vistunar- og meðferðarúrræða á vegum BOFS 2002-2024 Ætla mætti því að nokkur fylgni sé á milli fjölgunar barnaverndarmála og umsvifa hjá Barna- og fjölskyldustofu og þá sérstaklega varðandi úrræði stofnunarinnar, sbr. 79. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á tímabilinu 2022-2024 var rúmum 180 m.kr. að meðaltali varið árlega í stofnkostnað vegna uppbyggingar eða viðhalds fasteigna af útgjöldum Barna- og fjölskyldustofu á föstu verðlagi ársins 2024. Eins og skýrt kemur fram á mynd 3 fóru óverulegir fjármunir í stofnkostnað frá árinu 2005-2021. Hins vegar eru fjárhæðirnar hvert ár að þeirri upphæð að líklega er frekar um að ræða viðhaldsfé á fasteignum frekar en byggingu nýrra heimila enda má áætla að slíkar fjárfestingar séu að lágmarki á bilinu 300-500 m.kr. Mynd 3. Stofnkostnaður vegna uppbyggingar eða viðhalds fasteigna af útgjöldum Barna- og fjölskyldustofu (og forvera) 2002-2024. Árið 2024 var rekstrarkostnaðar vegna úrræða Barna- og fjölskyldustofu um 1,9 ma.kr. og hafði þá hækkað á föstu verðlagi úr 1,4 ma.kr. árið 2002 eða um 36% á tímabilinu. Umtalsverðar sveiflur eru í útgjöldunum frá árinu 2002 fram til ársins 2013 en athygli vekur að á því ári voru gjöldin lægri á föstu verðlagi en þau voru árið 2002. Athyglisvert er einnig að árin 2021og 2022 voru gjöldin lægri á föstu verðlagi en þau voru árið 2004 (mynd 4). Rétt er að fram komi að þegar rætt er um úrræði hér er um að ræða vistunar- og meðferðarúrræði. Mynd 4. Þróun á rekstrarkostnaði (þús. kr.) vegna úrræða Barna- og fjölskyldustofu á verðlagi ársins 2024. Til samanburðar er rétt að nefna að ársmeðaltal launavísitölu hækkaði um 344% á tímabilinu 2002-2024, en vísitala neysluverðs um 182%. Hér er því um að ræða margfalda raunlækkun fjármuna sem fara í rekstur vistunar- og meðferðarúrræða á vegum Barna- og fjölskyldustofu. Rétt er að taka fram að þegar útgjöld eru borin saman á milli ára á föstu verðlagi er hér miðað við vísitölu neysluverðs. Þróun útgjalda BOFS á hvert virkt barnaverndarmál 2002-2023. Ef skoðuð eru þróun útgjalda Barna- og fjölskyldustofu og forvera hennar vegna úrræða á hvert virkt barnaverndarmál á föstu verðlagi ársins 2024 kemur í ljós að útgjöldin fara lækkandi á milli ára með nokkrum undantekningum. Kostnaðurinn var 389 þús. kr. árið 2002 samanborið við 262 þús. kr. árið 2023 (mynd 5). Á tímabilinu lækkar kostnaður vegna úrræða á hvert virkt barnaverndarmál um 33% á sama tíma og barnverndarmálum fjölgaði um 84%. Þannig má ætla miðað við fjölgun barnaverndarmála að úrræðunum seinni árin hafi verið nokkuð þröngur stakur skorinn. Stofnkostnaðurinn er hér ekki tekinn með enda var hann óverulegur öll árin. Mynd 5. Útgjöld (þús. kr.) vegna úrræða BOFS (og forvera) á hvert virkt barnaverndamál 2002-2023. Árið 2026 – framkvæmdaár í málefnum barna? „Þó að samfélagið sé tilbúið virðist kerfið vera í smá vandræðum með að framkvæma“ sagði Guðmundur Fylkisson manneskja ársins 2025 þegar hann tók á móti viðurkenningunni um áramót. Í vandaðri skýrslu stýrihóps á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins frá árinu 2023 „Skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda“ er vel kortlagt hvaða þjónustu þarf til að mæta þörfum barna og fjölskyldna sem takast á við fjölþættar áskoranir. Áætlað er að um 130 börn þurfi úrræði á hverjum tíma. Þar var meðal annars talin þörf á eftirfarandi úrræðum: Stigskiptur búsetukjarni: börnum með ólíkar áskoranir er ekki blandað saman. Skammtímadvöl: börn og fjölskyldur sem þurfa hvíld eða tímabunda aðstoð. Vist-/meðferðarheimili Endurteknar meðferðarvistir Sérhæfð samþætt þjónusta vegna vímuefnanotkunar Vistunareining /hegðunarvandi Vistunareining / geðrænn vandi Bráðamóttaka / hegðunarvandi Hér er því um að ræða fjölbreytt úrræði til að mæta fjölbreyttum þörfum. Frá árinu 2023 hefur sjálfseignarstofnunin Farsældartún í Mosfellsbæ verið tilbúin að vinna ásamt hagsmunaaðilum að uppbyggingu þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Vinna við deiliskipulag svæðisins er þegar hafin (mynd 6). Hægt væri á næstu árum að ljúka við uppbyggingu þeirra úrræða sem samstaða næðist um að byggja upp á Farsældartúni en lítið hefur þokast í að framkvæma. Einnig væri mögulegt að sameina allar þær stofnanir sem sinna þjónustu við börn á einum stað, svo sem Ráðgjafa og greiningarstöð, Barna-og fjölskyldustofu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Til að mynda væri hægt að vinna eftir þessari tímalínu: Fjármögnun (mars 2026) Samningar um uppbyggingu (mars 2026) Deiliskipulag (ágúst 2026) Uppbygging (ágúst 2026 – des 2028) Verklok 2029 Stjórn Farsældartúns trúir því að nýr mennta- og barnamálaráðherra taki ákveðin skref í uppbyggingu úrræða fyrir börn með fjölþættar áskoranir og hlakkar til að eiga samtal um þá möguleika sem Farsældartún býður upp á og vonar að samstaða náist um um uppbyggingu á svæðinu á næstu misserum. Það er einlæg ósk stjórnar Farsældartúns að árið 2026 verði árið þar sem kerfið hættir að vera í vandræðum með uppbyggingu úrræða fyrir börn og ungmenni og hafist verði handa við að mæta þörfum þeirra af fullri alvöru. Mynd 6: Frumdrög að deiliskipulagi Farsældartúns í Mosfellsbæ. Höfundar hafa lengi látið sig málefni barna varða og sitja í stjórn Farsældartúns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið úrræðaleysi hefur verið í málefnum barna með fjölþættan vanda. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Við höfum séð á eftir efnilegum unglingum, fjölskyldur hafa sundrast, foreldrar orðið óvinnufærir, alvarlegar uppákomur hafa orðið á meðferðarheimilum, langir biðlistar eru eftir greiningum og þjónustu og þannig mætti áfram telja. Hér verður reynt að draga fram nokkur atriði sem geta skýrt hvers vegna þróunin hefur orðið með þessum hætti sérstaklega í ljósi þess að mikil samstaða virðist ríkja bæði meðal stjórnmálamanna og samfélagsins alls um að þjónusta við börn og sérstaklega þau og fjölskyldur þeirra sem eiga við flókin vanda að etja, eigi að vera í forgangi. Einnig viljum við vekja athygli á Farsældartúni en hugmyndir hafa verið uppi um að byggja þar upp fjölbreytta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Fjöldi barna og virkra barnaverndarmála 2002-2023 Árið 2002 voru 78.185 börn 17 ára og yngri á Íslandi. Fram til ársins 2016 fjölgað börnum um 1,2% en frá því ári fjölgar börnum umtalsvert og hafði fjölgað um 7,6% fram til ársins 2023, eða um 5.929 börn (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi barna 0-17 ára á Íslandi 2002-2025 (v-y ás) og hlutfallsleg fjölgun milli ára (h – y ás). Mikið úrræðaleysi hefur verið í málefnum barna með fjölþættan vanda. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Við höfum séð á eftir efnilegum unglingum, fjölskyldur hafa sundrast, foreldrar orðið óvinnufærir, alvarlegar uppákomur hafa orðið á meðferðarheimilum, langir biðlistar eru eftir greiningum og þjónustu og þannig mætti áfram telja. Mynd 2. Fjöldi virkra barnaverndarmála (v-y ás) 2002-2023 ásamt hlutfallslegri fjölgun frá árinu 2023 (h-y ás). Ef litið til tímabilsins 2002-2023 kemur því í ljós að á sama tíma og börnum fjölgar um 7,6% fjölgar barnaverndarmálum um 84%. Þannig var fjöldi virkra barnaverndarmála á móti heildarfjölda barna 4,6% árið 2002, en var orðið 7,9% árið 2023. Af þeirri staðreynd má því draga þá ályktun að fjárþörf þess kerfis sem ætlað er að þjónusta þau börn og fjölskyldur sem eru í viðkæmustu stöðunni ætti að hafa aukist verulega ef ætlunin er að halda þjónustustigi a.m.k. óbreyttu. Ábyrgð ríkisins samkvæmt barnaverndarlögum 79. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 kveður á um heimili og stofnanir sem ríkið skal sjá um að séu tiltæk vegna barna með alvarlega hegðunarerfiðleika, vegna meintra afbrota og vímuefnaneyslu. Í greininni segir meðal annars: [Ráðuneytið]1) ber ábyrgð á að tiltæk séu heimili og stofnanir til að: a. veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunar erfiðleika, b. greina vanda barna sem talin eru þurfa sérhæfða meðferð, c. veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota. [Barna- og fjölskyldustofa],2) í umboði [ráðuneytisins],1) annast uppbyggingu og rekstur heimila og stofnana skv. 1. mgr. Stofan getur falið öðrum rekstur þeirra á grundvelli þjónustusamnings. [Heimili og stofnanir skv. 1. mgr. lúta faglegri og fjárhagslegri yfirstjórn [Barna- og fjölskyldustofu]2) og getur hún mælt fyrir um tiltekna sérhæfingu þeirra.]3) [Barna- og fjölskyldustofa]2) veitir þeim sem reka heimili og stofnanir fræðslu, leiðbeiningar og almennan faglegan stuðning. Af þessu má ljóst vera að verulegar skyldur hvíla á Barna- og fjölskyldustofu varðandi uppbyggingu og rekstur heimila og stofnanna sem ætlað er að mæta börnum og fjölskyldum sem meðal annars glíma við fjölþættan vanda. Uppbygging og rekstur vistunar- og meðferðarúrræða á vegum BOFS 2002-2024 Ætla mætti því að nokkur fylgni sé á milli fjölgunar barnaverndarmála og umsvifa hjá Barna- og fjölskyldustofu og þá sérstaklega varðandi úrræði stofnunarinnar, sbr. 79. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á tímabilinu 2022-2024 var rúmum 180 m.kr. að meðaltali varið árlega í stofnkostnað vegna uppbyggingar eða viðhalds fasteigna af útgjöldum Barna- og fjölskyldustofu á föstu verðlagi ársins 2024. Eins og skýrt kemur fram á mynd 3 fóru óverulegir fjármunir í stofnkostnað frá árinu 2005-2021. Hins vegar eru fjárhæðirnar hvert ár að þeirri upphæð að líklega er frekar um að ræða viðhaldsfé á fasteignum frekar en byggingu nýrra heimila enda má áætla að slíkar fjárfestingar séu að lágmarki á bilinu 300-500 m.kr. Mynd 3. Stofnkostnaður vegna uppbyggingar eða viðhalds fasteigna af útgjöldum Barna- og fjölskyldustofu (og forvera) 2002-2024. Árið 2024 var rekstrarkostnaðar vegna úrræða Barna- og fjölskyldustofu um 1,9 ma.kr. og hafði þá hækkað á föstu verðlagi úr 1,4 ma.kr. árið 2002 eða um 36% á tímabilinu. Umtalsverðar sveiflur eru í útgjöldunum frá árinu 2002 fram til ársins 2013 en athygli vekur að á því ári voru gjöldin lægri á föstu verðlagi en þau voru árið 2002. Athyglisvert er einnig að árin 2021og 2022 voru gjöldin lægri á föstu verðlagi en þau voru árið 2004 (mynd 4). Rétt er að fram komi að þegar rætt er um úrræði hér er um að ræða vistunar- og meðferðarúrræði. Mynd 4. Þróun á rekstrarkostnaði (þús. kr.) vegna úrræða Barna- og fjölskyldustofu á verðlagi ársins 2024. Til samanburðar er rétt að nefna að ársmeðaltal launavísitölu hækkaði um 344% á tímabilinu 2002-2024, en vísitala neysluverðs um 182%. Hér er því um að ræða margfalda raunlækkun fjármuna sem fara í rekstur vistunar- og meðferðarúrræða á vegum Barna- og fjölskyldustofu. Rétt er að taka fram að þegar útgjöld eru borin saman á milli ára á föstu verðlagi er hér miðað við vísitölu neysluverðs. Þróun útgjalda BOFS á hvert virkt barnaverndarmál 2002-2023. Ef skoðuð eru þróun útgjalda Barna- og fjölskyldustofu og forvera hennar vegna úrræða á hvert virkt barnaverndarmál á föstu verðlagi ársins 2024 kemur í ljós að útgjöldin fara lækkandi á milli ára með nokkrum undantekningum. Kostnaðurinn var 389 þús. kr. árið 2002 samanborið við 262 þús. kr. árið 2023 (mynd 5). Á tímabilinu lækkar kostnaður vegna úrræða á hvert virkt barnaverndarmál um 33% á sama tíma og barnverndarmálum fjölgaði um 84%. Þannig má ætla miðað við fjölgun barnaverndarmála að úrræðunum seinni árin hafi verið nokkuð þröngur stakur skorinn. Stofnkostnaðurinn er hér ekki tekinn með enda var hann óverulegur öll árin. Mynd 5. Útgjöld (þús. kr.) vegna úrræða BOFS (og forvera) á hvert virkt barnaverndamál 2002-2023. Árið 2026 – framkvæmdaár í málefnum barna? „Þó að samfélagið sé tilbúið virðist kerfið vera í smá vandræðum með að framkvæma“ sagði Guðmundur Fylkisson manneskja ársins 2025 þegar hann tók á móti viðurkenningunni um áramót. Í vandaðri skýrslu stýrihóps á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins frá árinu 2023 „Skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda“ er vel kortlagt hvaða þjónustu þarf til að mæta þörfum barna og fjölskyldna sem takast á við fjölþættar áskoranir. Áætlað er að um 130 börn þurfi úrræði á hverjum tíma. Þar var meðal annars talin þörf á eftirfarandi úrræðum: Stigskiptur búsetukjarni: börnum með ólíkar áskoranir er ekki blandað saman. Skammtímadvöl: börn og fjölskyldur sem þurfa hvíld eða tímabunda aðstoð. Vist-/meðferðarheimili Endurteknar meðferðarvistir Sérhæfð samþætt þjónusta vegna vímuefnanotkunar Vistunareining /hegðunarvandi Vistunareining / geðrænn vandi Bráðamóttaka / hegðunarvandi Hér er því um að ræða fjölbreytt úrræði til að mæta fjölbreyttum þörfum. Frá árinu 2023 hefur sjálfseignarstofnunin Farsældartún í Mosfellsbæ verið tilbúin að vinna ásamt hagsmunaaðilum að uppbyggingu þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Vinna við deiliskipulag svæðisins er þegar hafin (mynd 6). Hægt væri á næstu árum að ljúka við uppbyggingu þeirra úrræða sem samstaða næðist um að byggja upp á Farsældartúni en lítið hefur þokast í að framkvæma. Einnig væri mögulegt að sameina allar þær stofnanir sem sinna þjónustu við börn á einum stað, svo sem Ráðgjafa og greiningarstöð, Barna-og fjölskyldustofu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Til að mynda væri hægt að vinna eftir þessari tímalínu: Fjármögnun (mars 2026) Samningar um uppbyggingu (mars 2026) Deiliskipulag (ágúst 2026) Uppbygging (ágúst 2026 – des 2028) Verklok 2029 Stjórn Farsældartúns trúir því að nýr mennta- og barnamálaráðherra taki ákveðin skref í uppbyggingu úrræða fyrir börn með fjölþættar áskoranir og hlakkar til að eiga samtal um þá möguleika sem Farsældartún býður upp á og vonar að samstaða náist um um uppbyggingu á svæðinu á næstu misserum. Það er einlæg ósk stjórnar Farsældartúns að árið 2026 verði árið þar sem kerfið hættir að vera í vandræðum með uppbyggingu úrræða fyrir börn og ungmenni og hafist verði handa við að mæta þörfum þeirra af fullri alvöru. Mynd 6: Frumdrög að deiliskipulagi Farsældartúns í Mosfellsbæ. Höfundar hafa lengi látið sig málefni barna varða og sitja í stjórn Farsældartúns.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar