Handbolti

Elvar skráður inn á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Elvar Ásgeirsson hefur kynnst því að spila á stórmóti.
Elvar Ásgeirsson hefur kynnst því að spila á stórmóti. vísir/Vilhelm

Þjálfarateymi íslenska landsliðsins hefur ákveðið að skrá Elvar Ásgeirsson formlega inn sem átjánda leikmann í hópi Íslands á EM í handbolta.

Elvar var kallaður til Malmö eftir að nafni hans, Elvar Örn Jónsson, handarbrotnaði og ljóst varð að hann yrði ekki meira með á mótinu.

Elvar Ásgeirsson hefur þó hingað til þurft að bíða utan hóps en með því að skrá hann inn á mótið er nú mögulegt að velja hann í 16 manna hóp fyrir hvern leik, til dæmis fyrir úrslitaleikinn við Slóveníu í dag sem ræður því hvort Ísland spilar meira á mótinu.

Greinin er í vinnslu...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×