Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar 28. janúar 2026 12:33 Á þessum vettvangi fékk Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands skoðanagrein birta með ofangreindu heiti. Í kjölfarið fór fram fróðlegt spjall á fésbókarsíðu Jóns Magnúsar Kristjánssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, þar sem hann gerði grein Steinunnar góð skil. Þar svaraði hann m.a. Ragnari Frey Ingvarssyni, formanni Læknafélags Reykjavíkur, sem hafði bent á muninn á ríkisreknu kerfi og ríkisfjármögnuðu kerfi, að það sem hann, Jón Magnús, teldi skipta máli væri að stefnumótun væri í höndum stjórnvalda og að það væri fjármagnað gegnum ríkissjóð að lang mestu leyti. Þarna virðist Jón Magnús, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, ekki vera á sömu skoðun og Steinunn sem í grein sinni talar fyrir annarri nálgun. Þ.e. „neðan og upp stjórnun.“ Hleypa fagaðilum að í meira mæli. Sú leið sem Jón Magnús talar fyrir er sú leið sem farin hefur verið hér á Íslandi í mörg ár. Steinunn bendir hins vegar á í grein sinni að í Covid -19 faraldrinum hafi hinni venjulegu síló-hugsun og örstjórnun sem einkennir kerfið okkar verið kastað fyrir róða og læknum og öðru fagfólki afhentir stjórnartaumarnir auk ríkulegra heimilda og frjálsræðis til nýsköpunar og mótunar aðgerða (m.a. þáverandi landlækni Ölmu Möller). En hvernig hefur okkur gengið í sögulegu samhengi að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á að veita? Á árinu 2012 skrifað ég pistil af því tilefni að þáverandi Velferðarráðuneyti birti frétt á heimasíðu sinni þar sem sagt var frá niðurstöðum EHCI ( Euro Health Consumer Index) fyrir árið 2012 um gæði heilbrigðisþjónustu í 34 löndum Evrópu. Fréttin virtist ekki vekja mikla athygli en þar var réttilega bent á að Ísland sæti í 3 sæti listans yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum (með 799 stig af 1000 mögulegum). Á það var bent að Ísland héldi sæti sínu frá sambærilegri könnun frá árinu 2009 (þá með 811 stig af 1000 mögulegum). Ég benti á að þegar skýrsla EHCI væri skoðuð nánar kæmi í ljós að full ástæða væri til að gefa henni betri gaum. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur (ekki öll) lönd Evrópu á viðmiðunartímabilinu. Jafnframt að skýrsluhöfundar vektu athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virtist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nú er búið að birta tölur „Euro Health Consumer Index by country 2026“. Ísland situr núna í 10. sæti listans, einu stigi á undan Frakklandi. Samanburðurinn við önnur Evrópulönd er okkur ekki hagstæður ef horft er til ársins 2009. Í pistli mínum frá árinu 2012 sagði m.a.: „Blandað kerfi betra? Í skýrslunni er athyglin sérstaklega dregin að Hollandi sem ár eftir ár situr á toppnum og eykur forskot sitt. Á það er bent að í Hollandi er blandað kerfi þar sem fleiri tryggingafélög keppa á markaði um að veita heilbrigðistryggingar. Ekkert samband er á milli tryggingafélaganna og þjónustuveitenda, ríkisrekinna jafnt sem einkarekinna. Ákvarðanir um hvaða þjónustu er þörf á hverju sinni eru í meira mæli teknar af sérfræðingum á heilbrigðissviði með þátttöku sjúklinga sjálfra og samtökum þeirra. „The Netherlands example seems to be driving home the big, final nail in the coffin of Beveridge healthcare systems [greiðsla fyrir þjónustuna og veiting þjónustunnar á sömu hendi, t.d. á Norðurlöndum], and the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!” Í skýrslunni er bent á að þrátt fyrir að Hollenska kerfið (svokallað „Bismarck“ kerfi) virðist skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Þá er bent á að í þeim kerfum þar sem þjónustan og greiðslan er á sömu hendi þá virðist sem áherslur stjórnenda snúi frekar að því að mæla það sem sett er inn í kerfin (e. input, t.d starfsmenn og hvers konar kostnaður) í stað þess að horfa meira á að mæla þann árangur (e.output) sem næst með þjónustunni. Sérstaklega þá með því að tengja saman kostnað við árangur og finna þannig mælikvarða sem mæla framleiðni, gæði og nýtni miðað við kostnað.“ Árið 2012, þegar Ísland sat í 3. sæti listans, var Danmörk eina ríki Norðurlandanna sem var fyrir ofan okkur á listanum í 2. sæti. Árið 2026 er Noregur í 3. sæti, Danmörk í 4. sæti, Finnland í 6. sæti, Svíþjóð í 8. sæti og Ísland í 10. sæti. Höfundur er áhugamaður um heilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Heilbrigðismál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Sjá meira
Á þessum vettvangi fékk Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands skoðanagrein birta með ofangreindu heiti. Í kjölfarið fór fram fróðlegt spjall á fésbókarsíðu Jóns Magnúsar Kristjánssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, þar sem hann gerði grein Steinunnar góð skil. Þar svaraði hann m.a. Ragnari Frey Ingvarssyni, formanni Læknafélags Reykjavíkur, sem hafði bent á muninn á ríkisreknu kerfi og ríkisfjármögnuðu kerfi, að það sem hann, Jón Magnús, teldi skipta máli væri að stefnumótun væri í höndum stjórnvalda og að það væri fjármagnað gegnum ríkissjóð að lang mestu leyti. Þarna virðist Jón Magnús, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, ekki vera á sömu skoðun og Steinunn sem í grein sinni talar fyrir annarri nálgun. Þ.e. „neðan og upp stjórnun.“ Hleypa fagaðilum að í meira mæli. Sú leið sem Jón Magnús talar fyrir er sú leið sem farin hefur verið hér á Íslandi í mörg ár. Steinunn bendir hins vegar á í grein sinni að í Covid -19 faraldrinum hafi hinni venjulegu síló-hugsun og örstjórnun sem einkennir kerfið okkar verið kastað fyrir róða og læknum og öðru fagfólki afhentir stjórnartaumarnir auk ríkulegra heimilda og frjálsræðis til nýsköpunar og mótunar aðgerða (m.a. þáverandi landlækni Ölmu Möller). En hvernig hefur okkur gengið í sögulegu samhengi að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á að veita? Á árinu 2012 skrifað ég pistil af því tilefni að þáverandi Velferðarráðuneyti birti frétt á heimasíðu sinni þar sem sagt var frá niðurstöðum EHCI ( Euro Health Consumer Index) fyrir árið 2012 um gæði heilbrigðisþjónustu í 34 löndum Evrópu. Fréttin virtist ekki vekja mikla athygli en þar var réttilega bent á að Ísland sæti í 3 sæti listans yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum (með 799 stig af 1000 mögulegum). Á það var bent að Ísland héldi sæti sínu frá sambærilegri könnun frá árinu 2009 (þá með 811 stig af 1000 mögulegum). Ég benti á að þegar skýrsla EHCI væri skoðuð nánar kæmi í ljós að full ástæða væri til að gefa henni betri gaum. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur (ekki öll) lönd Evrópu á viðmiðunartímabilinu. Jafnframt að skýrsluhöfundar vektu athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virtist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nú er búið að birta tölur „Euro Health Consumer Index by country 2026“. Ísland situr núna í 10. sæti listans, einu stigi á undan Frakklandi. Samanburðurinn við önnur Evrópulönd er okkur ekki hagstæður ef horft er til ársins 2009. Í pistli mínum frá árinu 2012 sagði m.a.: „Blandað kerfi betra? Í skýrslunni er athyglin sérstaklega dregin að Hollandi sem ár eftir ár situr á toppnum og eykur forskot sitt. Á það er bent að í Hollandi er blandað kerfi þar sem fleiri tryggingafélög keppa á markaði um að veita heilbrigðistryggingar. Ekkert samband er á milli tryggingafélaganna og þjónustuveitenda, ríkisrekinna jafnt sem einkarekinna. Ákvarðanir um hvaða þjónustu er þörf á hverju sinni eru í meira mæli teknar af sérfræðingum á heilbrigðissviði með þátttöku sjúklinga sjálfra og samtökum þeirra. „The Netherlands example seems to be driving home the big, final nail in the coffin of Beveridge healthcare systems [greiðsla fyrir þjónustuna og veiting þjónustunnar á sömu hendi, t.d. á Norðurlöndum], and the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!” Í skýrslunni er bent á að þrátt fyrir að Hollenska kerfið (svokallað „Bismarck“ kerfi) virðist skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Þá er bent á að í þeim kerfum þar sem þjónustan og greiðslan er á sömu hendi þá virðist sem áherslur stjórnenda snúi frekar að því að mæla það sem sett er inn í kerfin (e. input, t.d starfsmenn og hvers konar kostnaður) í stað þess að horfa meira á að mæla þann árangur (e.output) sem næst með þjónustunni. Sérstaklega þá með því að tengja saman kostnað við árangur og finna þannig mælikvarða sem mæla framleiðni, gæði og nýtni miðað við kostnað.“ Árið 2012, þegar Ísland sat í 3. sæti listans, var Danmörk eina ríki Norðurlandanna sem var fyrir ofan okkur á listanum í 2. sæti. Árið 2026 er Noregur í 3. sæti, Danmörk í 4. sæti, Finnland í 6. sæti, Svíþjóð í 8. sæti og Ísland í 10. sæti. Höfundur er áhugamaður um heilbrigðismál.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun