Skoðun

Próf­kjör D-lista í Mos­fells­bæ 31. janúar

Ásgeir Sveinsson skrifar

Prófkjör D-listans í Mosfellsbæ verður haldið 31. janúar og er það mikilvægur áfangi í undirbúningi okkar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkör er ekki aðeins val á einstaklingum heldur lýðræðisleg ákvörðun um hvernig frambjóðendur raðast á D-lista fyrir kosningarnar 16. maí nk. Það er ljóst að sá listi verður skipaður hæfileikaríku fólki sem sameinar reynslu, nýja krafta og skýra framtíðarsýn.

Ég hef setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í átta ár. Fyrst í meirihluta á árunum 2018–2022, þar sem ég gegndi meðal annars starfi formanns bæjarráðs, og síðan sem oddviti D-listans í minnihluta frá 2022. Þessi ár hafa kennt mér að árangur í sveitarstjórnarmálum byggist fyrst og fremst á skýrri stefnu, samstarfi, og því að hafa fólk með mismunandi styrkleika sem vinnur saman að sameiginlegu markmiði og þorir að taka ákvarðanir og standa með þeim. Eftir þessum gildum höfum við D-lista fólk starfað á líðandi kjörtímabili í minnihluta í bæjarstjórn með góðum árangri fyrir Mosfellinga. Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálunum og vil halda áfram að láta gott af mér leiða á þeim vettvangi á næsta kjörtímabili.

Fjölbreyttur hópur frambjóðenda

Í prófkjörinu að þessu sinni tekur þátt hópur af mjög hæfileikaríku fólki, á fjölbreyttum aldri með mismunandi bakgrunn, þekkingu og reynslu. Það sem sameinar þennan flotta hóp er einlægur metnaður og áhugi allra þessara einstaklinga fyrir velferð Mosfellsbæjar og Mosfellinga og öll viljum við láta gott af okkur leiða í vinnu fyrir bæinn okkar.

Hilmar Gunnarsson er öflugur nýr frambjóðandi sem býður sig fram til oddvitasætis og ég styð hann heilshugar í það verkefni, og ég veit að hann á eftir að standa sig mjög vel í því hlutverki.

Ég tók þá þá ákvörðun að bjóða mig fram í 6. sæti D-listans, í komandi prókjöri, sæti sem við ætlum að gera að baráttusæti fyrir kosningarnar í vor.

Markmiðið okkar er skýrt, að ná meirihluta í kosningum í vor með fjölbreyttu sterku, traustu og reynslumiklu liði, sem mun láta verkin tala, fólk sem sem getur tekið ábyrgð á áframhaldandi uppbyggingu Mosfellsbæjar.

Áherslur mínar sem bæjarfulltrúi hafa ávallt verið, ábyrg fjármál, skýr forgangsröðun og uppbygging innviða fyrir skóla, leikskóla, íþróttaaðstöðu, velferðarmál og þjónusta við eldri borgara. Ég vil áfram vinna að öflugum og sjálfbærum Mosfellsbæ, þar sem ákvarðanir eru teknar af ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir fjármunum skattgreiðenda og fólkinu sem býr í Mosfellsbæ.

Það verður spennandi að vinna að því að ná háleitum markmiðum í kosningunum í vor í nýju hlutverki á D-listanum í Mosó í vor og vil leggja mína þekkingu og reynslu af mörkum þar sem hún skiptir mestu máli.

Prófkörið 31. janúar verður jákvæður styrkur fyrir D-listann í Mosfellsbæ. Það gefur kjósendum innan flokksins raunverulegt val og mótar lista sem endurspeglar breidd, reynslu og framtíðarsýn. Ég veit að með samstilltu átaki, skýrum markmiðum, stefnu og öflugu samhentu liði mun D-listinn bjóða Mosfellingum sterkan valkost í kosningunum í vor.

Markmið mitt er skýrt.

Með því að bjóða mig fram í 6. sæti er ég að að styrkja liðið okkar sem heild, tryggja að fjölbreytt reynsla mín og þekking í rekstri sveitarfélaga og í einkarekstri nýtist sem best, auk þess að senda skýr skilaboð um að ég hef fulla trú að D-listinn geti unnið góðan sigur í kosningunum í vor.

Ég hvet allt D-lista fólk í Mosó að taka þátt í prófkjörinu, ég treysti á stuðning ykkar, ég hlakka til samtalsins við flokksfólk og áframhaldandi vinnu fyrir Mosfellsbæ í nýju hlutverki á listanum, með sama, krafti og eldmóði og áður.

Höfundur er oddviti D-lista og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ.




Skoðun

Skoðun

Fimm rang­færslur um Byrjendalæsi

Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar

Skoðun

Hvað er velsældar­hag­kerfið?

Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar

Sjá meira


×