Deila um girðingu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna. Innlent 19. október 2023 10:43
Ákærður fyrir að nauðga konu sem hlaut lífshættulega áverka Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 19. október 2023 07:01
Grunaður um að brjóta á systurdóttur og elta hana þegar hún komst undan Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni og fíkniefnalagabrot. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 18. október 2023 21:54
Grímur viðurkennir mistök lögreglu Yfirlögregluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið. Innlent 18. október 2023 18:09
Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil. Innlent 18. október 2023 15:56
Barði mann í hausinn með bjórglasi og þarf að borga honum milljón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið með glerglasi á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi í apríl í fyrra. Innlent 18. október 2023 11:10
Kveikti í IKEA-geitinni og sér ekki eftir neinu Kona sem kveikti í IKEA-geitinni árið 2016 segist ekki sjá eftir neinu. Við ræddum við konuna í Íslandi í dag í gær - og fórum yfir eldfima sögu jólageitarinnar í Kauptúni. Lífið 18. október 2023 10:03
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. Innlent 17. október 2023 15:17
Kýldi mann og lét sig hverfa Ungur karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur til hálfs árs skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og brot gegn valdstjórninni. Innlent 17. október 2023 12:16
Dularfullur maður í læknaslopp með fulla tösku af kannabis Erlendur karlmaður hefur hlotið fimmtán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, þar af verða tólf mánuðir skilorðsbundnir, fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Innlent 17. október 2023 09:01
Ákærður fyrir að káfa á starfskonu veitingahúss Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað á veitingastað. Innlent 17. október 2023 07:00
„Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt?“ Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nokkur brot gegn fyrrverandi unnustu sinni á heimili hennar á Akureyri í þrjú skipti í janúar á síðasta ári. Innlent 16. október 2023 07:00
Áflog tveggja með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast gegn hvorum öðrum við Strætóstoppustöð á Akranesi í mars í fyrra. Innlent 15. október 2023 20:00
Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. Áskorun 15. október 2023 07:01
Ákærður fyrir að káfa á konu í sundi Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað í sundlaug. Innlent 13. október 2023 23:48
Grunaður um að höggva litla fingur manns með sveðju Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart öðrum manni sem á að hafa átt sér stað á heimili hans í nóvember í fyrra. Innlent 13. október 2023 14:28
Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist. Innlent 12. október 2023 16:44
Þurfa að borga Slayer eftir allt saman Landsréttur hefur dæmt þrjú félög, sem tóku við rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret solstice, og einn stjórnarmann þeirra til að greiða kröfu bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer óskipt. Innlent 12. október 2023 16:29
Grunaður um að reyna að drepa fyrrverandi: „Ég skal bara klára þetta núna“ Karlmaður er grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk. Innlent 12. október 2023 09:00
Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Innlent 11. október 2023 17:11
Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið. Innlent 11. október 2023 10:57
Dæmdur fyrir að skalla lögreglumann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga fangelsi fyrir að hafa skallað lögreglumann eftir að hafa verið handtekinn í október á síðasta ári. Innlent 11. október 2023 08:56
Sveik fjármuni út úr IKEA með því að skipta út strikamerkinu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik gagnvart húsgagnavöruversluninni IKEA. Tjón verslunarinnar hljóðaði upp á rúmlega 62 þúsund krónur. Innlent 11. október 2023 07:00
Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi. Innlent 10. október 2023 22:01
Orðnir vinir aftur eftir árás vegna fyrrverandi kærustu Karlmaður hefur hlotið átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart öðrum manni, vini sínum til margra ára sem hafði byrjað með fyrrverandi kærustu árásarmannsins. Innlent 10. október 2023 13:27
Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. Innlent 9. október 2023 10:34
Byssumaðurinn á Dubliner segist hafa verið „svo grillaður“ Karlmaður um þrítugt sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum The Dubliner í mars kaus að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagðist hafa verið „svo grillaður“ á þeim tíma sem atburðurinn átti sér stað. Innlent 9. október 2023 10:21
Aðalmeðferð vegna manndráps í Drangahrauni hafin Aðalmeðferð í máli Maciej Jakubs Talik, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Innlent 9. október 2023 09:25
Gert að greiða húsfélagi í Kópavogi 36 milljónir eftir ákvörðun Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Byggingarfélags Gylfa og Gunnars um að taka mál þeirra gegn húsfélaginu Lundi 2 til 6 í Kópavogi. Málið varðar galla þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum. Innlent 8. október 2023 17:41
Braut gegn barnungri stjúpdóttur sinni: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig“ Karlmaður hlaut í gær tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur, en brotin áttu sér stað árið 2019, þegar hún var ellefu og tólf ára gömul. Innlent 7. október 2023 15:04