Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

C-deildar lið Wycom­be stóð í Totten­ham

Undirbúningstímabilið í enska boltanum er nú í fullum gangi en úrvalsdeildarlið Tottenham tók á móti C-deildar liði Wycombe Wanderers í morgun þar sem minnstu munaði að gestirnir færu með sigur af hólmi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Wrexham reynir við Eriksen

Hollywood liðið frá Wales, Wrexham, heldur áfram að vera með læti á leikmannamarkaðnum en Christian Eriksen, fyrrum leikmaður Manchester United, er ofarlega á óskalista félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona biður UEFA um leyfi

Barcelona gengur frekar illa að binda lokahöndina á endurbæturnar á Nývangi og nú er orðið ljóst að ekki tekst að klára leikvanginn fyrir nýtt tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Eldri borgarar í Vogum leiddu knatt­spyrnu­menn inn á völlinn

Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál.

Innlent
Fréttamynd

Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar gal­opna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn

Víkingur tók á móti Stjörnunni og vann 2-1 sigur í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. Víkingar sitja enn í næstneðsta sætinu en nú aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni og þremur frá Tindastóli. Shaina Ashouri skoraði fyrsta markið, í sínum fyrsta leik í sumar. Dagný Rún Pétursdóttir tvöfaldaði forystuna svo rétt fyrir hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“

Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH leysir loks úr markmannsmálunum

FH hefur fengið bandarískan markmann til að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Macy Elizabeth Enneking mun berjast um markmannsstöðuna við Söndru Sigurðardóttur, sem tók hanskana af hillunni til að hjálpa FH þegar aðalmarkmaðurinn Aldís Guðlaugsdóttir meiddist.

Fótbolti