Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Kæra fólsku­legt brot í Kaplakrika: „Ein­beittur brota­vilji“

Fólsku­legt brot sem átti sér stað í leik FH og Tinda­stóls, en fór fram hjá dómara­t­eyminu, í Bestu deild kvenna í fót­bolta í gær­kvöldi hefur verið kært til Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands. Þetta stað­festir Adam Smári Her­manns­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Tinda­stóls í sam­tali við Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni

Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dælir peningum í lands­liðs­menn eftir sigurinn sögu­lega

Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United missir fleiri stjörnur

Annað sumarið í röð stefnir í að kvennalið Manchester United missi nokkra af sína bestu leikmönnum. Mary Earps, sem er talin vera meðal bestu markvarða heims, er á leið frá félaginu og þá hefur verið staðfest að Lucía Garcia verði ekki áfram.

Enski boltinn