Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið há­stöfum

Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. 

Fótbolti
Fréttamynd

Bitlausum Brössum mis­tókst að skora

Brasilía gerði markalaust jafntefli við Kosta Ríka í fyrsta leik sínum í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í nótt. Brassar þóttu bitlausir í leiknum í Inglewood í Kaliforníu.

Fótbolti
Fréttamynd

Vestri stendur við fyrri yfir­lýsingu

Knattspyrnudeild Vestra stendur við fyrri yfirlýsingu sína, það er að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði í leik Vestra og Fylkis þann 18. júní. KSÍ staðfesti í gær, mánudag, að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í málinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Með­limur úr öryggissveit Orbáns lést í bíl­slysi

Lögreglumaður sem var í öryggissveit Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lést í bílslysi í þýsku borginni Stuttgart í gær. Þar var Orban staddur ásamt föruneyti sínu til að fylgjast með leik Ungverja á EM í knattspyrnu.

Erlent
Fréttamynd

Öryggis­vörður þekkti ekki Vincenzo Mon­tella

Nokkuð spaugilegt atvik átti sér stað fyrir leik Tyrklands og Portúgal á EM á laugardaginn en þegar tyrkneska liðið mætti á leikvanginn meinaði öryggisvörður Vincenzo Montella, þjálfara Tyrklands, um aðgang að vellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Stúkan: Sögu­línurnar úr leik KR og Víkings greindar

KR-ingar sóttu stig í greipar Íslandsmeistara Víkings í gær í fyrsta leik sínum undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar. Víkingar byrjuðu leikinn betur en eftir að stöðva þurfti leikinn í drykklanga stund eftir hættuspark breyttist takturinn í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­faldur spænskur skyldusigur

Albanía þurfti stig, í fleirtölu, til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit EM karla í fótbolta en Spánverjar gátu tekið lífinu með ró á toppi B-riðils þegar liðin mættust í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Shaw að verða klár í slaginn með Eng­landi

Luke Shaw, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, er byrjaður að æfa á ný eftir löng meiðsli. Hann gæti því verið til taks þegar England mætir Slóveníu í lokaleik riðlakeppni EM karla í fótbolta eða þá í útsláttarkeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA svarar gagn­rýni vegna seinagangs

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur svarað gagnrýni varðandi hversu langan tíma það tók að koma börum og aðstoð til Barnabás Varga eftir að hann meiddist illa í leik Ungverjalands og Skotlands á EM karla í knattspyrnu í gær, sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fækkar um tvo í her­búðum KR

Leikmannahópur KR hefur minnkað talsvert en þeir Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati spila ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. KR greinir frá á samfélagsmiðlum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kane vísar gagn­rýni gömlu kallanna til föður­húsanna

Gagnrýni á frammistöðu enska landsliðsins kemur úr ýmsum áttum þessa dagana en gamlar kempur úr liðinu láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Harry Kane, fyrirliði liðsins, hefur fengið sig fullsaddan af óvarlegu orðfæri manna eins og Gary Lineker og sendi pílu til baka.

Fótbolti